Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.2019, Blaðsíða 54
54 8. nóvemberSTJÖRNUSPÁ Í þróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og framleiðandinn Vilhjálmur Siggeirsson opin- beruðu í vikunni að þau ættu von á sínu fyrsta barni saman, en Edda og Vilhjálmur hafa ver- ið saman um nokkurt skeið. DV ákvað því að lesa í stjörnumerki parsins á þessum tímamótum og athuga hvernig það á saman. Vilhjálmur er naut og Edda Sif er krabbi – bæði afar viljasterk- ir og þrjóskir einstaklingar. Þegar að þessi tvö merki koma saman á rómantískan hátt er yfirleitt um mjög farsælt samband að ræða. Þessi tvö merki eru afar lík að mörgu leyti og ná að skilja hvort annað á djúpan hátt. Bæði naut- ið og krabbinn vilja öryggi í ást- arsamböndum ofar öllu og elska bæði að hugsa vel um maka sinn. Þau eru heimakær og elska fátt meira en að verja tíma sínum á heimilinu í faðmi fjölskyldunnar. Ást þessara tveggja merkja er sterk og traust. Aðrir jafnvel líta upp til einstaklinga í þessum merkjum því þeir meta fjölskyldu sína svo mikils og ná að mynda djúpa tengingu við fjölskyldumeðlimi og vinna ötullega að því að hlúa að þeirri tengingu. Einu vandamál- in sem gætu komið upp í sambandinu eru ef naut- ið æðir áfram gegn vilja krabbans. Þá grípur krabbinn í að fara í fýlu og loka sig af tilfinningalega. Því þurfa báðir að tileinka sér hrein- skilni í samskiptum. Nautið getur hjálpað krabbanum að tjá sig og koma böndum á tilfinningarússí- banann innra með sér. n stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 10. – 16. nóvember Ef þú ert í stjórnunarstöðu í fyrirtæki þarftu bráðlega að fara að huga að mannabreytingum. Það er aldrei einfalt. Þú þarft að vinsa úr illgresið og ráða nýja í staðinn. Þú þarft að standa á þínu og við þínar ákvarðanir. Það reynist þér erfiðara að ráða nýtt fólk og þá tekur valkvíðinn öll völd. Þá verður gott fyrir þig að fá aðstoð. Betur sjá augu en auga. Langvinn deila á milli þín og vinnufélaga eða kunningja fær loks farsælan endi vegna þess að báðir aðilar staldra við og hlusta. Það er stundum þinn Akkilesar­ hæll – þú nærð ekki alveg að hlusta og miðla málum. Þetta mál verður því mikilvægur lærdómur fyrir þig og kennir þér að það er engin skömm af því að grafa stríðsöxina. Þú þarft að temja þér það að hugsa áður en þú talar eða grípur til aðgerða. Þú hefur margoft skotið þig í fótinn og oft er nefnilega erfitt að biðjast afsökunar þegar skaðinn er skeður. Þú þarft að læra að hafa betri stjórn á skapi þínu og best væri ef þú leitaðir þér sálfræðihjálpar til að læra að takast á við skapsveiflurnar. Þú ætlar svo sannarlega að endurstilla ástalífið þitt. Lofaðir krabbar gera nánast allt til að krydda lífið í svefnherberginu og það ber ríkulegan ávöxt. Þú fyllist sjálfstrausti og það smitar út í allt þitt líf. Einhleypir krabbar eru á höttunum eftir skyndikynnum og eru meðvitaðir um að þeir þurfi að velja rekkjunautana vel. Þú færð fréttir sem koma þér úr jafnvægi. Þessar fréttir eru alls ekki slæmar en þú tekur þeim á annan veg en flestir. Þú fyllist vanmætti og efast um eiginleika þinn til að tengjast fólki – eiginleika sem þú hefur alltaf verið mjög stolt/ur af. Getur verið að þú hafir misst sjónar á því sem er raunverulega mikilvægt í lífinu? Nú er tími fyrir þig að endurskoða venjur þínar. Þú ert meðvituð/aður um að sumar þessara venja gera þér ekkert gott og að þú þurfir að breyta þeim áður en stressið nær yfirhöndinni. Byrjaðu á því að breyta litlu hlutunum. Sparaðu smá pening í hverri viku, borðaðu tvo ávexti á dag. Búðu til markmiðalista og farðu eftir honum. Þú ert skýr í hugsun þessa dagana og sérð heiminn í öðru ljósi. Þú sérð hvað skiptir þig máli. Ef þig langar í eitthvað meira frá fólkinu í kringum þig, hvort sem það er yfirmaður, vinnufélagi, vinur eða elskhugi, þá skaltu opna þig um það. Þú stendur á tímamótum og framundan eru bjartari tímar. Við höldum oft í minningar í veraldlegum hlutum. Bók sem minnir okkur á ákveðið tímabil, blaðaúrklippur um sérstaka viðburði og svo framvegis. Þú bindur minningar þínar of oft í þessa hluti án þess að treysta á minnið sjálft. Nú er kominn sá tími að þú þarft að fara yfir allt sem þú hefur sankað að þér og losa þig við það sem er best geymt í huganum. Það hafa allir ofboðslega mikið að gera alltaf hreint. Hins vegar ef þú finnur fyrir því að sérstök manneskja í þínu lífi hafi aldrei tíma fyrir þig, en þú alltaf boðin/n og búin/n fyrir hana, þá skaltu íhuga að draga úr vinskapnum og jafnvel slíta honum. Þú þarft að fara í aðra átt – átt sem lætur þér líða vel með þig sjálfa/n. Er verið að borga þér nóg fyrir vinnuna? Þessari spurningu þarftu að fá svar við og til að fá það þarftu að meta þig sjálfa/n og þitt vinnuframlag. Fyrir utan leiðindaspurningar eins og þær sem tengjast launum er mikið stuð og mikil gleði framundan. Þú nýtur lífsins og um leið og peningamálin komast á hreint eru þér allir vegir færir. Vatnsberi þrífst illa þegar lífið snýst bara um vinnu, vinnu, vinnu og ekkert gaman. Þess vegna þarftu að finna tíma til að lyfta þér upp, þótt það sé ekki nema með því að fara í sund í hálftíma á hverjum degi eða taka þér tíma til að fara í hádeg­ ismat með góðum vini. Það á eftir að gefa þér mikið. Þú færð símtal í vikunni sem kemur þér í opna skjöldu. Gamall kunningi hringir í þig og þarf eitthvað frá þér. Þessi kunningi er mikil orkusuga og þú þarft að passa þitt og þína mjög vel svo þú endir ekki á að segja já við einhverri bölvaðri vitleysu. Hafðu augu í hnakkanum og ekki láta tala þig út í eitthvert bull. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 10. nóvember Magnús Scheving frumkvöðull, 55 ára n 11. nóvember Greta Salóme tónlistarkona, 33 ára n 12. nóvember Þorsteinn Davíðsson lögfræðingur, 48 ára n 13. nóvember Sverrir Bergmann tónlistarmaður, 39 ára n 14. nóvember Magnea Björg Jónsdóttir áhrifavaldur, 25 ára n 15. nóvember Hjálmar Árnason stjórnmálamaður, 69 ára n 16. nóvember Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir knattspyrnukona, 37 ára Lesið í tarot Guðlaugs Þórs: Edda og Vilhjálmur eiga von á erfingja – Svona eiga þau saman Edda Sif Fædd 20. júlí 1988 Krabbi n hugmyndarík n þrautseig n traust n tilfinninga­ rík n svartsýn n óörugg Vilhjálmur Fæddur: 4. maí 1991 Naut n þolin­ móður n áreiðan­ legur n hagsýnn n ábyrgur n þrjóskur n ekki góður í málamið­ lunum Úr pólitík í einkageirann G uðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hef- ur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir um- deild ummæli sem hann lét falla í eyru háskólanemanda. DV ákvað því að lesa í tarotspil Guðlaugs og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, en lesendum DV er bent á að þeir geta sjálfir dregið sér tarotspil á vef DV. Sterk fjölskylda Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Guðlaugi er 10 mynt. Þar kemur fjölskyldan hans og vinir sterkt fram og táknar að Guðlaugur og fjölskylda hans búa við fjár- hagslegt öryggi. Fjölskyldan styð- ur ríkulega á bak Guðlaugs þegar á móti blæs og einkennist heim- ilislífið af miklu trausti og ást, en ekki síst skilningi. Guðlaug- ur hefur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart fjölskyldu sinni og vinum og á milli þeirra ríkir gagnkvæm ást og virðing. Upp- eldi hans hefur vissulega mótað hann sem manneskju í atferli og háttum á jákvæðan hátt. Þessi góði bakgrunnur eflir sjálfstraust Guðlaugs og er hann ávallt viss um hvaða mann hann hefur að geyma. Fastur Annað spilið er Stríðsvagninn. Guðlaugur veit hvert hann ætlar sér í lífinu og hvernig hann á að ná markmiðum sínum. Hann veit líka hvar tækifærin liggja og því getur hann varið kröftum sínum öllum á réttum stöðunum. Það sem hefur kom- ið honum langt er metnaður og drifkraftur sem sést sjaldan. Þá er hann einnig viljugur til að feta nýjar slóðir. Hins vegar virð- ist Guðlaugur ekki vera að nýta hæfileika þína rétt akkúrat núna og þarf hann að horfast í augu við þann vanda og leysa hann. Ef honum finnst hann fastur í lífinu þá þarf hann að bíða eftir að rétta tækifærið komi til hans. Á sama tíma þarf hann að nálgast öll ný tækifæri með varkárni og ekki hoppa á vagninn nema af fullri sannfæringu. Það virðist því á öllu að hann muni ekki gefa kost á sér í pólitíkinni í næstu kosn- ingum og að hann vilji fremur starfa í einkageiranum. Ekki elta skýjaborgir Loks eru það 10 sverð. Þessi stóra ákvörðun um að segja skilið við pólitíkina umlykur Guðlaug og hann þarf að leyfa hjarta sínu, innri visku og innsæi að hafa úr- slitavaldið. Hann skal einnig var- ast nýfundinn félagsskap sem reynir að heilla hann með gylli- boðum. Hann má ekki tapa því sem gerir hann drífandi, en það er að geta horft á hlutina á hag- nýtan hátt en ekki elta innihalds- lausa drauma. Guðlaugur má ekki taka tækifæri sem honum finnst ekki vera rétt. Hann hefur alltaf úrslitavaldið og sú ábyrgð verður aldrei tekin frá honum. Þegar hann hins vegar nær að skilja hismið frá kjarnanum er leiðin greið, erfiðir tíma á bak og burt og framtíðin björt. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.