Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Side 25
Vetur 15. nóvember 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is RÓTOR: Gæða kamínur frá Spáni Rótor ehf. hefur um langt árabil sérhæft sig í rafbúnaði bíla, ferðavörum, sólarorku, smíði húsbíla, sölu pallhýsa og nú býður það einnig upp á gæða kamínur og arna frá Spáni. Með áratuga reynslu Fyrirtækið var upphaflega stofnað árið 1989 af Lárusi G. Brandssyni og er hann því búinn að reka það í 30 ár samfleytt. Lengst af var það bíla- og vélaverkstæði samhliða verslun í Hafnarfirði en rekstrinum var síðan skipt upp í tvö sjálfstæð fyrirtæki árið 2016. Síðan þá hefur Rótor blómstrað í Bæjarlind 6, Kópavogi, undir stjórn Lárusar og hafa viðskiptavinirnir kunnað að meta stærri verslun, betri þjónustu og aukið vöruúrval. Verslunin er gjarnan kölluð „Dótabúðin“ af viðskiptavinunum því þeir gleyma margir stað og stund þegar skoðað er í hillurnar. „Við aðstoðum viðskiptavininn eins og við getum í vali íhluta, hvort sem um er að ræða sólarsellur, markísur, kamínur, rafbúnað eða hvers konar sérpantanir. Oft kemur viðskiptavinurinn með grunnhugmyndir, sem við síðan útfærum í samráði við hann, þannig að allt virki nú eins og til er ætlast,“ segir Lárus. Árstíðabundnar sveiflur Fyrirtækið státar af mörgum vöruumboðum, sem öll eiga það sameiginlegt að bjóða upp á hágæða vörur, sem er jafnframt aðaláhersla fyrirtækisins ásamt því að stilla vöruverði í hóf. Flest eiga þau það þó sammerkt að bjóða vörur sem tengjast beint eða óbeint sól og sumri þó svo að alltaf sé eitthvað um verslun á veturna, einkum í rafbúnaði hvers konar. Árstíðabundin sveifla er því óhjákvæmilegur fylgifiskur þeirra fyrirtækja sem bjóða aðallega upp á ferðatengdan búnað og er Rótor þar engin undantekning. Lárus hefur þó leyst það með því að bjóða upp á spænskar kamínur og rafmagnsvélahitara, sem hvort tveggja hefur slegið í gegn hjá landanum. Úrval af vönduðum kamínum Heitasta varan um þessar mundir er spænsku kamínurnar og arnarnir frá Panadero, sem hafa algjörlega slegið í gegn. Þær þykja afskaplega vandaðar, fallegar og á sérstaklega góðu verði. Kamínurnar eru smíðaðar úr plötustáli með tvöfalt byrði og eru því einstaklega öruggar og þægilegar í notkun,“ segir Lárus. Rótor selur eingöngu kamínurnar sjálfar en vísar á blikksmiði og -smiðjur um allt land varðandi reykrör, rétta uppsetningu og tengingar. Hvetur Lárus áhugasama blikkara til að skrá sig á lista hjá þeim, einkum þá sem búa nærri sumarhúsahverfum s.s. á Suður- og Vesturlandi. Mikið hefur verið pantað af kamínum fyrir hátíðirnar, rétt eins og í fyrra, en hægt verður að panta inn í síðustu sendinguna fyrir jól til 20. nóvember. „Jólagjöf fjölskyldunnar í ár,“ segi Lárus að lokum. Hægt er að hafa samband við Rótor í síma 555-4900 eða með tölvupósti á rotor@rotor.is. Fyrirtækið heldur úti öflugri heimasíðu, www.rotor.is ásamt vinsælli Facebook-síðu undir merkjum Rótors. Þar er hægt að fylgjast með því, sem er helst að gerast frá degi til dags á meðan heimasíðan geymir upplýsingar um flestar þær vörur sem fást í versluninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.