Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Side 36
36 15. nóvember 2019 SAKAMÁL É g mun verða frægur,“ sagði Bretinn Derek Brown við vinkonu sína. „Þú munt heyra af mér.“ Vinkona Der- eks lét þessi orð sem vind um eyru þjóta, því Derek var 47 ára gamall sendibílstjóri sem sá sér farborða með því sendast með dagblöð á sölustaði um nætur. Óskhyggja, hugsaði vinkonan. Nú, hvað sem óskhyggju leið, þá fór Derek ekki með fleipur, en frægð hans varð ekki af jákvæð- um toga því tveimur morðum síðar varð hann tilefni öskrandi fyrir sagna í fjölmiðlum. Tvær ungar mæður Síðar meir neitaði Derek allri að- ild að morðunum, en við rétt- arhöldin, 4. september 2008, kom fram að fórnarlömbin voru tvær ungar mæður, en lík þeirra höfðu þó ekki fundist. Xiao-Mei Guo, 29 ára, hvarf fyrst. Hún og eiginmaður henn- ar, Jin, voru ólöglegir innflytjend- ur frá Kína og framfleyttu sér með því að selja sjóræningjaútgáfur af DVD-myndum á strætum í Whitechapel í East End í London. Xiao-Mei hvarf 29. ágúst árið 2007. Auðveldar bráðir Þremur vikum síðar hvarf Bonnie Barrett, 24 ára kókaínfíkill, í Whitechapel. Sem fyrr segir þvertók Derek fyrir að hafa komið nálægt um- ræddum konum. Talið var að hann hefði lokkað þær heim til sín, ráðist þar á þær með ban- vænum afleiðingum og síðan los- að sig við líkin. Báðar konurnar lifðu á jaðri samfélagsins og unnu fyrir sér á götum úti. Sækjandi sagði að þær hefðu verið „auðveld bráð fyrir morðingja sem áliti að þeirra yrði ekki saknað.“ Morðingja sem teldi að fórnarlambanna yrði ekki leit- að, eða saknað. „Hann fór villur vegar,“ sagði sækjandinn, Brian Altman. Eiginmaðurinn saklaus Við réttarhöldin var sagt að Derek hefði hitt Xiao-Mei á Whitechapel-markaðnum og hún hefði farið með honum í íbúð hans í Laburnum Court í suð- austurhluta London. Derek fékk hana til þess undir því yfirskini að hann vildi sannreyna gæði DVD-diskanna sem hún hafði á boðstólum. Xiao-Mei Guo sást ekki, lifandi eða látin, eftir þessa heimsókn. Oft eru eiginmenn myrtra eða horfinna kvenna grunaðir um græsku, en sá möguleiki var ekki fyrir hendi í þetta skipti því eigin- maður Xiao-Mei var á bak við lás og slá þegar hún hvarf. Jin Guo losnaði ekki úr grjótinu fyrr en hálfum mánuði síðar. Reyndar vakti hvarf Xiao-Mei ekki athygli fyrr en sex dögum eftir að hún hvarf og vinur hennar vakti athygli lögreglunnar á því. Fjármögnun fíknar Lifibrauð Bonnie Barrett var af öðrum toga en hjá Xiao-Mei, þótt báðar ynnu á götum úti. Bonnie seldi sig til að fjármagna kókaín- fíkn sína. Í bransanum var hún þekkt sem „clipper“, hugtak not- að yfir vændiskonur sem tóku við greiðslu en létu sig svo hverfa áður en viðskiptin komust á næsta stig. Bonnie deildi íbúð í Newham með vini sínum, en samband hennar og barnsföður hennar hafði, þegar þarna var komið við sögu, runnið sitt skeið. Með þeim manni hafði hún eignast son, sem þá var sex ára. Fátt sameiginlegt Það lá ljóst fyrir að Bonnie og Xiao-Mei áttu fátt sameiginlegt; þær þekktust ekki og leiðir þeirra höfðu aldrei legið saman svo vit- að væri. Þó áttu þær það óum- deilanlega sameiginlegt að þær voru báðar horfnar og ekkert hafði spurst til þeirra og af þeim hafði hvorki fundist tangur né tetur. Einnig áttu konurnar það sam- eiginlegt að vísbendingar, bein- ar og óbeinar, sýndu svo ekki varð um villst að hvarf þeirra mátti að einhverju leyti rekja til Dereks Brown. Iðinn vændisnotandi Derek Brown sem vildi verða frægur myndi fá ósk sína upp- fyllta. Derek hafði þá nýlega sagt skilið við sambýliskonu sína til langs tíma. Hann átti sjö börn með fjórum konum og nýtti sér í miklum mæli þjónustu vændiskvenna. Upptökur úr eftirlitsmynda- vélum staðfestu að Xiao-Mei hafði síðast sést á lífi í fylgd Der- eks og þá í aðeins 800 metra fjar- lægð frá þeim stað sem Bonnie hvarf frá þremur vikum síðar. Mýgrútur af vísbendingum Í íbúð Dereks fundust leifar af 65 aðskildum blóðtaumum á veggjum, í lofti og á gólfi. Þar fann lögreglan einnig kvittanir fyrir bogasög, vinnuvettlingum, hreinsiefnum og ruslapokum. Gólfteppi höfðu verið rifin upp og veggfóður fjarlægt, fata full af vatni stóð reiðubúin til notkun- ar og blóðblettir á baðherbergi gáfu til kynna að þar hefði eitt- hvað miður hugnanlegt átt sér stað. Að auki fannst bókin Killers FÓRNAÐ Á ALTARI FRÆGÐAR FÚLMENNIS n Tvær ungar konur hurfu með skömmu millibili í London n Áttu það eitt sameiginlegt að vinna á götum úti n Derek Brown vildi verða frægur n Honum varð að ósk sinni, um sinn„Ég mun verða fræg- ur. Þú munt heyra af mér. Átti frægðardrauma Derek Brown átti vafa- sama fortíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.