Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2019, Síða 38
38 PRESSAN 15. nóvember 2019 Hér höldum við áfram umfjöllun um nokkrar af undarlegustu sam-særiskenningum síðari tíma en fyrri hlutinn var birtur í síðasta tölublaði DV. Breska konungsfjölskyldan er vinsæl hjá sam- særiskenningasmiðum og kannski ekki að furða því meðlimir hennar eru mikið í fréttum og ýmis mál hafa komið upp tengd fjölskyldunni. Segja má að samsæriskenningasmiðir hafi ver- ið í essinu sínu í kjölfar andláts Díönu prinsessu sem lést í bílslysi í París í ágúst 1997. Þá fóru strax á kreik kenningar um að hún hefði verið myrt. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atburðarásinni sem leiddi til andláts Díönu og fjölmargir sérfræðingar hafa komið að þeim. Niðurstaða þeirra allra er á þá leið að það hafi verið bílstjóra hennar, Henri Paul, að kenna að slysið átti sér stað því hann hafði neytt áfengis fyrir aksturinn. Þetta hefur þó ekki dugað til að halda aftur af samsæriskenningasmiðum sem eru margir sannfærðir um að hér hafi verið um samsæri á vegum breskra stjórnvalda að ræða. Það hefur styrkt þá í sannfæringu sinni að Mo- hamed al-Fayed, faðir Dodi al-Fayed sem einnig lést í slysinu, hefur haldið því fram að skötuhjúin hafi verið myrt að skipan bresku konungsfjöl- skyldunnar sem gat ekki hugsað sér að móð- ir verðandi konungs, Vilhjálms prins, ætti barn með syni hans því hann væri múslimi. Þessar samsæriskenningar komust á svo mikið flug, ekki dró úr dreifingu þeirra að dagblaðið Daily Express fjallaði mikið um þær, að Lundúnalög- reglan sá sig tilneydda til hefja sérstaka rann- sókn á sannleiksgildi þessara kenninga. Rann- sóknin kostaði milljónir punda. Niðurstaða hennar var að ekkert væri hæft í þessum sam- særiskenningum. Flest ef ekki öll vitum við að Finnland er eitt norrænu ríkjanna og að þar búa að mestu Finnar. En sam- kvæmt kenningu sem fór af stað á samfélagsmiðlinum Reddit árið 2016 þá er Finnland bara ekki til! Samkvæmt kenningunni þá er Finnland bara hluti af Eystrasalti og fólk sem segist búa þar býr í raun í austurhluta Svíþjóðar, vesturhluta Rússlands eða norðurhluta Eistlands. Þetta fór af stað sem brandari en vatt fljótt upp á sig og hefur verið á nokkru flugi um netheima síðan. Út frá þessari kenningu spunn- ust margar aðrar tengdar þessu máli. Þar á meðal ein sem útskýrði af hverju Rússar og Japanir hefðu ákveðið árið 1918 að skálda upp tilvist Finnlands. Samkvæmt þeirri kenningu ákváðu Rússar og Japan- ir að „búa“ Finnland til svo Japanir gætu stundað fiskveiðar á hafsvæði sem væri í raun og veru til án þess að þurfa að sæta kvörtunum umhverfissinna vegna veiðanna. Fiskurinn sem veiðist þarna er að sögn síðan sendur með járnbrautalest í gegnum Rússland og Síberíu til Japan undir þeim formerkjum að verið sé að flytja vörur frá Nokia. En hefðu önnur ríki ekki tekið eftir þessu? Jú, segja samsæriskenn- ingasmiðir en þau hafa að þeirra sögn ákveðið að halda þessu leyndu og leyfa „Finnlandi“ að vera til og gegna einhvers konar hlutverki fyrirmyndar betri heims. Ekkert ríki getur að þeirra mati náð svo góðum árangri í menntakerfinu, heilbrigðismálum, jafnrétti kynjanna, hlutfalli læsra landsmanna, pólitískum stöðugleika, lítilli spillingu, frelsi fjölmiðla og fleiru að mati samsæriskenningasmiða. Hér sé því um að ræða ríki, sem ekki er til sem ríki og fólk getur sótt hvatningu til. Meghan Markle, eiginkona Harrys Bretaprins, er umdeild og mikið í kastljósi fjölmiðla og almennings. Í júni birtist mynd- skeið sem sýndi hana og Harry horfa á úrslitakvöld Britain‘s Got Talent. Á upptökunni sjást hjónin sitja meðal almennra áhorf- enda og klappa og fagna eins og aðrir en þau sýna að sögn engin svipbrigði, blikka ekki einu sinni augunum. Þetta hratt af stað samsæriskenningum um að hjónin séu bæði vélmenni eða eigi vélmenni sem þau geti látið sinna opinberum skyldum sínum. En það sem samsæriskenningasmiðir hafa ekki látið trufla sig við smíðar sínar er að hér var um auglýsingu að ræða á vegum Madame Tussauds-vaxmyndasafnsins í Lundúnum. Rétt er að hjónin voru ekki til staðar á sýningunni. Hér var einfaldlega um tvo leikara að ræða og voru þeir með grímur til að líkjast her- togahjónunum sem mest. Því hefur lengi verið haldið fram að geimfar frá annarri plánetu hafi brotlent í Roswell í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum 1947. Bandaríkjaher hefur vísað þessu á bug og segir að hér hafi verið um veðurloftbelg að ræða. Sú skýring hefur ekki hugnast samsæris- kenningasmiðum sem hafa lengi haldið því fram að geimfarið hafi verið flutt á Svæði 51 (Area 51) í Nevadaeyðimörkinni og þar sé það geymt. Einnig hafa þeir haldið því fram að lifandi geimverur og fleiri geimför séu þar og að Bandaríkjaher hafi stundað um- fangsmiklar rannsóknir á geimverum og fararskjótum þeirra. Með- al annars hefur verið birt myndskeið af „krufningu á geimveru“ en sýnt hefur verið fram á að það er falsað. Það eykur auðvitað á dulúðina og samsæriskenningar að Svæði 51 er harðlokað og vel gætt af hermönnum. Nokkrar af undarlegustu samsæriskenningum síðari tíma – Seinni hluti Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is n Finnland er ekki til n Morðið á John F. Kennedy og vélræna Meghan Markle Díana prinsessa var myrt Finnland er ekki til Meghan Markle er vélmenni Svæði 51 Díana og Karl á brúðkaupsdaginn. Meghan Markle Getur verið að hún sé vélmenni?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.