Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2019, Page 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 4. október 2019 EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „paradís barnaníðinga“ eins og ein móðir orðaði það. Sigurður Kr. Friðriksson, fram­ kvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði í samtali við DV á sínum tíma að barnaníðingar ættu ekki að búa í barnablokkum, en hann gæti engu að síður ekkert gert í málinu. „Mín persónulega skoðun er sú að dæmdir barnaníðingar eiga ekki að vera í sama fjölbýlishúsi og börn,“ sagði Sigurður. Hann sagði að Félagsbústaðir vissu ekki um fortíð manna þegar þeir útvega þeim húsnæði heldur væri það vel­ ferðarsvið Reykjavíkur og því væri erfitt fyrir þá að koma í veg fyrir að svona vandamál kæmu upp. „Strákurinn minn sem er nýbyrj­ aður í skóla, labbar í hann á hverjum degi. Þetta er þannig hverfi að börn­ in labba öll í skólann. Mér finnst svakalegt að skólinn hafi ekki látið okkur vita af þessu,“ sagði Kristján Grétar Kristánsson, áhyggjufullur faðir í Bakkahverfi í Reykjavík, í sam­ tali við DV árið 2009. Þá hafði Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníð­ ingur, flutt í hverfið. Kristján sagði foreldra í nágrenninu uggandi og undraðist að þeir hefðu ekki feng­ ið ábendingar um að Ágúst væri orðinn nágranni þeirra. Níðingurinn bjó áfram í húsinu Sonur Ólafar Jónsdóttur Pitts var misnotaður kynferðislega af ná­ granna þegar hann var sjö ára gamall. Hann beið þess aldrei bæt­ ur og leiddist út í drykkju og lyfja­ misnotkun á unglingsárum. Hann lést árið 2009 eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af morfíni. Ólöf og sonur hennar, Einar Már Krist­ jánsson heitinn, bjuggu á sínum tíma í íbúð á vegum Félagsbústaða í Breiðholti. Dag einn sagði Einar móður sinni hvað maður í blokk­ inni hefði gert við hann. „Hann sem sagt dobblar Einar inn til sín og lætur hann fá 100 krónur gegn því að fá að snerta hann. sig. Þessi maður lét sjö ára barn fróa sér. Hann lofaði honum síðan að hann mætti fá að horfa á bíómynd gegn því að fá að koma við typpið á honum. Ég fékk áfall.“ Ólöf tilkynnti málið til lög­ reglunnar og var maðurinn færður til yfirheyrslu hjá lögreglu. Honum var sleppt eftir það. Engin ákæra var gefin út og var málið látið niður falla. Maðurinn fékk að búa áfram í íbúð Félagsbústaða eftir og flutti aftur inn í húsið eftir að honum var sleppt en Ólöf hafði ekki tök á því að flytja með son sinn í burtu fyrr en tveimur árum síðar. „Það var ekkert gert til að koma honum í burtu. Ég þurfti að mæta þessum manni í húsinu næstu tvö árin,“ segir Ólöf og bætir við að hún hafi hreinlega ekki haft tök á því að flytja úr húsinu. Henni var að lokum úthlutað nýrri íbúð annars staðar á vegum Félagsbústaða vestur í bæ. „Við lentum oft í því að hitta manninn í strætó. Einar þrútnaði allur þegar hann sá hann. „Hvern­ ig geturðu horft framan í hann mamma?“ spurði hann mig. Mað­ urinn reyndi aftur að nálgast Einar mörgum árum seinna. En þá var Einar orðinn fullorðinn maður. Hann lokaði á hann.“ Elti hann heim Ólöf komst að því fyrir nokkrum árum að maðurinn væri búsettur í úthverfi á höfuðborgarsvæðinu. „Ég var einu sinni ein í strætó þegar ég sá hann kom inn í vagn­ inn. Ég ákvað að elta hann til að sjá hvar hann ætti heima. Hann tók vagninn alla leið upp í Grafar­ holt og ég elti hann út úr vagnin­ um og alla leið heim til hans,“ segir hún. „En Einar varð aldrei samur eftir þetta. Hann náði sér aldrei á strik. Á seinni árunum vildi hann ekkert lifa,“ segir Ólöf. Hún veit ekki hvort gerandinn, maðurinn sem braut á syni hennar, sé enn á lífi í dag. Líkt og áður seg­ ir barðist Einar við mikið þunglyndi í kjölfar misnotkunarinnar. Hann lést árið 2009, eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af morfíni. Ólöf ræddi við DV árið 2010, en þá hafði hún komið af stað söfnun fyrir legsteini fyrir son sin með því að selja ljóðabækurnar hans. Ein­ ar fann huggun í ljóðaskrifum og tjáði tilfinningar sínar, bæði reiði og gleði, í gegnum ljóðin. n Náði sér aldrei Sonur Ólafar beið þess aldrei bætur að hafa verið misnotaður og leiddist út í drykkkju og lyfjamisnotkun á unglingsárum. Hann lést árið 2009.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.