Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Page 2
2 13. september 2019FRÉTTIR V iktor Andersen er kunn- ugur mörgum Íslending- um en hann hefur verið mjög opinskár varðandi þær fegrunaraðgerðir sem hann hefur gengist undir. Hann ræddi um fegrunaraðgerðir ásamt Öldu Coco í Föstudagsþættinum Fókus í mars á þessu ári. Viktor opnaði sig í Instagram Story í vikunni um ljót skilaboð sem hann fær varðandi útlit sitt. Hann sagði skilaboðin koma frá öðrum samkynhneigðum karlmönn- um. „Hommar … mestu „haters ever“,“ skrifaði hann. „Ég fæ svona skilaboð nær einungis frá öðrum hommum. Ég fæ eiginlega aldrei svona athugasemdir frá öðrum hópum. Það sem ég póstaði í Instagram Story í gær er eitthvað sem ég er að upplifa nær daglega inni á Grindr, sem er stefnumótasíða homma,“ segir Viktor í samtali við DV. „Þá er ég að fá skilaboð, nær oftast frá nafnlausu fólki með myndalausa prófíla, sem eru að setja út á útlit mitt því ég er búinn að gangast undir nokkrar fegr- unaraðgerðir,“ segir Viktor. Það er ekki einungis á Grindr sem Viktor segist upplifa nei- kvætt viðmót frá öðrum samkyn- hneigðum karlmönnum. „Eins og ég sagði í gær, þá finnst mér hommar algjörir „haters“ en ég er auðvitað ekki að alhæfa. Ég hef líka fengið já- kvæð skilaboð frá mörgum. En það hafa aðrir samkynhneigðir karlmenn sagt við mig að þeir séu að upplifa það sama og ég og eiga ekki marga vini innan þessa sam- félags. Það er stór ástæða fyrir því að ég get talið samkynhneigða vini mína á fingrum mér,“ segir Viktor. „Ég hef aldrei einhvern veginn upplifað mig sem hluta af þessu samfélagi, ef svo að orði má kom- ast, ég veit svo sem ekki af hvaða ástæðu það er. En þetta „hate“ sem ég er að fá er aðallega út af útliti mínu. Ég er auðvitað ekki að segja að ég sé fullkominn, en ég gef öllum séns og reyni eftir fremsta megni að koma fram við aðra eins og ég vil láta koma fram við mig.“ Hvað viltu segja við þá sem hafa álit á því hvernig þú lítur út? „Ég ætla bara að halda áfram að vera samkvæmur sjálfum mér og ber höfuðið hátt á þeirri leið sem mig langar að fara og geri það sem ég vil. Skítt með alla aðra,“ segir Viktor. „Ég veit bara ekki af hverju sumir gefa sér þetta skotleyfi og eru að koma með einhver óþarfa komment. Maður gerir þetta fyrir sig. Mér finnst ótrúlega fyndið að fólki finnist það vera knúið til að segja eitthvað. Það er ekki eins og þetta sé að hafa bein áhrif á þau eða einhverja aðra. Myndu þeir segja eitthvað ef þeir mættu mér úti á götu í stað þess að vera á bak við nafnlausan prófíl á Grindr?“ Viktor fær mestmegnis skila- boð á Grindr, en hann segir fólk finna aðrar leiðir til að tjá sig um útlit hans. „Vinir mínir hafa fengið skila- boð, frá samkynhneigðum að- allega, á Instagram um af hverju ég er að þessu og ef þeir séu vin- ir mínir þá ættu þeir að segja mér að hætta þessu. Sem betur fer á ég bestu vini í heimi sem taka mér eins og ég er og leyfa mér að vera eins og ég er og svara þeim fyrir mig.“ Þrátt fyrir að fá neikvæð skila- boð nánast daglega lætur Viktor það ekki á sig fá. „Ég hef þurft að þola ýmisleg komment í gegnum tíðina og það þarf meira en þetta til að koma mér úr jafnvægi,“ segir hann. „Maður þarf bara að svara fyrir sig fullum hálsi og þá oftast þaggar maður niður í öðrum. Það þýðir ekkert annað. Maður verð- ur að berjast.“ n mikilvægar stundir þar sem Katrín Jakobsdóttir valdi blátt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur verið á ferð og flugi síðan hún tók við embætti, enda mæðir mikið á forsætisráð- herra. Blátt virðist vera hennar helsti litur á mikilvægum stundum, en sá litur táknar trygg- lyndi og er talinn vera sá besti til að ná sínu fram á erfiðum fund- um. Þá er blár einnig talinn róandi litur. Já, forseti Katrín mætti í bláu pilsi þegar hún sótti Bessa- staði heim í nóvember árið 2011 og freistaði þess að fá stjórnarmynd- unarumboð frá herra Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Það gekk svona líka vel og spurn- ing hvort blái liturinn hafi spilað þar inn í. Umdeildur gestur Þótt tíminn væri naumur og örlögin drægju þau ekki beint saman þá náði Katrín að funda með Mike Pence, vara- forseta Bandaríkjanna, þegar hann stoppaði stutt, en eftirminnilega, við, á Íslandi fyrir stuttu. Katrín klæddist klass- ískum og klæðilegum bláum kjól við tilefnið. Sami kjóll Blái kjóllinn sló greinilega í gegn hjá Angelu Merkel því Katrín klæddist honum aftur í síðustu viku þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók formlega við embætti dómsmálaráðherra á Bessastöðum. Kósí með kanslar- anum Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sótti Ísland heim fyrir stuttu. Katrín lóðsaði hana um eins og henni einni er lagið, en þegar komið var að því að ræða málin í ráðherra- bústaðnum var Katrín í fallega bláum kjól. Ræddu stjórnmálastöllurnar meðal annars um loftslagsmál, stöðu stjórnmálanna í Evrópu, þróun efnahagsmála og jafnréttismál. Aftur sami kjóll Á miðvikudagskvöldið var síðan komið að stefnu- ræðu forsætisráðherra og viti menn – Katrín valdi aftur sama fagurbláa kjólinn og hún klæddist þegar hún hitti Angelu Merkel og þegar Áslaug Arna tók við embætti. Lukkukjóll? Á þessum degi, 13. september Bandaríkjamaðurinn Henry H. Bliss fæddist 13. júní, 1830, og dó þann 14. september, 1899. Bliss höndlaði með lóðir og byggingar í New York-borg, en í sjálfu sér segir fátt af viðskipt- um hans á því sviði. Bliss nýtur aftur á móti þess vafasama heiðurs að hafa verið fyrsti einstaklingurinn í Bandaríkj- unum sem missti lífið vegna bílslyss, sem átti sér stað daginn áður. Þann 13. september, 1999, var settur upp skjöldur til minn- ingar um þennan atburð, á þeim stað sem slysið varð. Á skildinum segir: „Hér á mótum West 74. Street og Central Park West steig Henry H. Bliss af sporvagni og beint í veg fyrir leigubifreið, að kvöldi 13. september, 1899, og lá meðvit- undarlaus eftir. Þegar hr. Bliss, sem var fasteignahöndlari, lést af áverkum sínum næsta morgun, varð hann fyrsta fórnar lamb bílslyss á vestur- hveli jarðar.“ Viðstödd athöfnina var barnabarnabarn Henrys H. Bliss. Hún lagði rósir á staðinn þar sem ekið var á langalangafa hennar.Þess má geta að bílstjóri leigubílsins, Arthur Smith, var handtekinn og kærður fyrir manndráp en síðan sýknaður enda deginum ljósara að ekki var um viljaverk að ræða. Farþeginn í bílnum var dr. David Edison, sonur fyrrverandi borgarstjóra New York, Franklins Edison. Í öðrum fréttum af Bliss má minnast á að réttað var yfir stjúpdóttur hans, Mary Alice Livingston, en hún var ákærð fyrir að hafa myrt móður sína, fyrrverandi eiginkonu Bliss. Mary Alice var sýknuð. Síðustu orðin „Á morgun verð ég ekki lengur hér.“ – Læknirinn, stjörnuspekingurinn og „sjáandinn“ Nostradamus (1503–1566) HATURSFULLIR HOMMAR n Viktor fær ljót skilaboð um útlit sitt nær daglega n Flest þeirra koma frá samkynhneigðum karlmönnum Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is MYND: INSTAGRAM @VIKTOR.ANDERSEN Instagram Story færslan sem Viktor vísar í. Skjáskot/ Instagram @viktor.andersen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.