Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 6
6 13. september 2019FRÉTTIR H elsta fréttaefni vikunnar sem leið er án efa frum­ varp ríkisstjórnarinnar til fjárlaga 2020. Eins og tíðkast með slík frumvörp eru ekki allir á eitt sáttir með áform ríkisvaldsins til ráðstöfunar al­ mannafjár á komandi ári. Blaða­ maður tók saman helstu þætti frumvarpsins sem til umræðu hafa verið. Skattalækkun Skattar á tekjur undir 325 þúsundum á mánuði verða lækkaðir. Komið verður á nýju lágtekjuskattþrepi sem verður 35,04 prósent launa á næsta ári en lækkar svo enn frekar árið 2021 og verður 31,44 prósent. Á móti mun næsta skattþrep fyrir ofan hækka upp í 37,19 pró­ sent og verður 37,94 prósent árið 2012. Persónuafsláttur­ inn verður lækkaður lítillega en samkvæmt fjárlagafrumvarp­ inu mun hann nú taka breyting­ um í samræmi við verðbólgu og framleiðniaukningu vinnuafls. Velferðarkerfið Í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir 0,5 prósenta aðhalds­ kröfu á rekstur sjúkrahúsa á Ís­ landi. Þetta finnst mörgum skjóta skökku við í ljósi þess að Landspítali hefur verið rek­ inn með miklum halla. Hall­ inn á þessu ári er áætlaður um 4,5 milljarðar. Aukin framlög til sjúkrahússþjónustu skrifast næstum alfarið á launahækk­ anir og framlög til byggingu nýs Landspítala. Landspítal­ inn þarf því að herða sultar­ ólina töluvert til að halda sig innan ramma árið 2020. Í fjár­ lagafrumvarpi er einnig vikið að undirbúningi aðgerða sem miði að því að bæta mönnun í hjúkr­ un, en ekki er gert ráð fyrir eig­ inlegum aðgerðum í þeim mál­ um. Framlag ríkis stjórnarinnar vegna verkefna í tengslum við stefnu­ og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðis málum er áætlað 100 milljónir fyrir 2020. Til sam­ anburðar var sama framlag 650 milljónir króna í fjárlögum 2019. Um 88 milljónum króna verð­ ur veitt til Sjúkratrygginga fyrir samninga um heilbrigðisþjón­ ustu við fanga, en jafnframt er gert ráð fyrir að geðheilbrigðis­ mál fanga verði tekin til skoðun­ ar. Þetta er áhugavert í ljósi þess að framlagðar þingsályktunar­ tillögur um aðgerðir varðandi geðheilbrigðismál fanga hafa ítrekað dagað uppi á þingi eða í nefnd. Samkvæmt upplýsing­ um frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, hyggst hún leggja fram tillöguna að nýju á nýju þingi. Samgöngumál Samgöngumál eru í forgangi fjárlagafrumvarpsins. Þar er talað um stórauknar fjár­ festingar í málaflokknum og nema framlög til fjárfestinga 28 milljörðum króna. Boðuð hefur verið stórsókn í vegamál­ um með aukinni uppbyggingu og viðhaldi vega. Einnig stend­ ur til að jafna aðgengi að þjón­ ustu fyrir íbúa landsbyggðar­ innar með kostnaðarþátttöku hins opin bera í innanlandsflugi. Áætluð framlög til samgangna eru tæpum 5 milljörðum hærri fyrir árið 2020 en 2019. Löggæsla Fjárlögin gera ráð fyrir fjölgun um einn starfsmann hjá Lög­ reglunni á höfuðborgarsvæð­ inu. Ekki verður séð nein lausn á því vandamáli sem lögreglan hefur glímt við undanfarin ár vegna fjárskorts og manneklu í þessu frumvarpi. Trúmál Framlag til Þjóðkirkjunnar er aukið um 856,9 milljónir til að uppfylla kirkjujarðasamkomu­ lagið svokallaða. Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, segir engan í raun vita hvaða fasteignir ríkið fékk við gerð samkomulagsins. Formlegum fyrirspurnum hans á Alþingi um málið, hefur ekki verið svarað. Björn segir samkomulag þetta vera skuldbindingu um aldur og ævi og slíkt gangi ekki. Heildar­ fjármögnun ríkissjóðs í trúmál­ um nemur rétt tæpum milljarði. Bjartsýnisspá þrátt fyrir óvissu „Gæti hagvöxtur ársins 2019, og sér í lagi 2020, reynst lægri en samkvæmt þeirri spá sem ligg­ ur til grundvallar frumvarpinu. Meiri líkur eru á því að efna­ hagshorfur ársins 2020 breytist til verri vegar en að þær batni að ráði,“ segir í frumvarpinu. Þar sem frumvarpið gerir ráð fyrir að hagvöxtur geti aðeins lækk­ að, þá er viðmiðunar hagvöxtur­ inn bjartsýnisspá. Hins vegar rekur frumvarpið ýmsa óvissu­ þætti sem gætu haft neikvæð áhrif á efnahaginn. Óvissuþætt­ ir á borð við viðskiptastríð Kína og Bandaríkjanna, Brexit, óvissa um loðnuveiðar, óvissa í ferða­ þjónustu á Íslandi eftir áföll 2019, óvissa um þróun atvinnu­ leysis og gengi krónunnar. Síðan er í frumvarpinu taldar vaxandi líkur á því að eftirspurn helstu viðskiptalanda Íslands fari minnkandi, eða hætti aukast. Þetta muni hafa neikvæð áhrif á efnahag. Atvinnuleysi „Aðflutningur erlendra ríkis­ borgara hefur minnkað frá því árið 2017, en hann er enn mikill þrátt fyrir að atvinnuleysi þeirra hafi aukist mikið. Erlendir ríkis­ borgarar eru nú um þriðjungur allra atvinnulausra en um 20% einstaklinga á vinnumarkaði,“ segir í frumvarpinu þar sem bent er á að samhliða auknu at­ vinnuleysi sé fjöldi fólks á vinnu­ markaði samt að aukast. Gert er ráð fyrir 3,8 prósenta atvinnu­ leysi á næsta ári. Atvinnuleysið er sagt ein ástæða þess að áætl­ uð útgjöld ríkissjóðs verði ríf­ lega 15 milljörðum hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum 2019. „Þetta skýrist að mestu af aukn­ um útgjöldum Atvinnuleysis­ tryggingasjóðs og Ábyrgðarsjóðs launa í kjölfar áfalla í ferðaþjón­ ustu og kólnunar hagkerfisins.“ Enn sveltur lögreglan og spítalinn Aðstæður í íslensku þjóðfé­ lagi hafa breyst undanfar­ ið ár. Góðærið er senn á enda. Ríkisstjórnin hefur verið gagn­ rýnd fyrir að nýta ekki tímann í uppsveiflunni til að styrkja vel­ ferðarmál og nú er svo komið að sjúklingar liggja inni á salernum og göngum Landspítalans eða hírast heima hjá sér mánuðum saman á meðan nöfn þeirra fær­ ast hægt upp langan biðlista. Engu að síður er Landspítalinn látinn undirgangast aðhalds­ kröfu. Þrátt fyrir að illa gangi að manna Landspítalann, einkum af hjúkrunarfræðingum, virð­ ist helsta áhersla fjárlagafrum­ varpsins enn vera bygging nýja Landspítalans. Lögreglan sem lengi hefur verið fjársvelt sér ekki fram á neinar breytingar á næsta ári. Hins vegar þarf Þjóð­ kirkjan ekki að örvænta og veik­ ir einstaklingar sem ekki geta fengið þjónustu á landssjúkra­ húsi sínu geta huggað sig við það að þeir geta líklega ekið um á holulausum vegum eftir stór­ átak ríkisstjórnar í samgöngu­ málum. n Góðærisballið er búið Erla Dóra erladora@dv.is n Ofurbjartsýni ríkir í fjárlögum n Kirkjan græðir á dularfullu samkomulagi n Sultarólin hert í velferðarkerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.