Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Qupperneq 8
8 UMRÆÐA Sandkorn 13. september 2019 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. Aðalnúmer: 512 7000 Auglýsingar: 512 7050 Ritstjórn: 512 7010 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir Prentun: Ísafoldarprent Dreifing: Árvakur Suðurlandsbraut 14 2. hæð FRÉTTASKOT 512 7070 ABENDING@DV.IS Spurning vikunnar Hvað finnst þér vanta á Íslandi? Hættulegur biðtími Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í umræðu um stefnuræðu forsætisráð­ herra. Með­ al þess sem Inga vakti máls á var lé­ leg heilbrigðis­ þjónusta, en hún lenti í því á dögunum að bíða í 32 mín­ útur eftir sjúkrabíl uppi í Grafarholti. „Ef hann hefði verið tæpur hefði hann verið löngu dauður,“ sagði Inga um þann sem reiddi sig á svifa­ seina sjúkrabílinn. Inga lét til sín taka þegar sjúkrabíla­ mál á landsbyggðinni voru í ólestri og nú er komið að höf­ uðborginni. Það er spurning hvort hún nái með rökfestu að ná sínu fram eða hvort þurfi að skrúfa frá tárakirtlunum. Barnalegur Haraldur Landssamband lögreglu­ manna (LL) hefur lýst yfir mikilli óánægju með embætti Ríkislögreglustjóra og fagnað ákvörðun dómsmálaráðuneyt­ is um alhliða stjórnsýsluúttekt á embættið. Embætti Ríkis­ lögreglustjóra hefur ítrekað verið gagnrýnt fyrir hin ýmsu mál. Bílamiðstöðina, fatamál, sérsveitina sem og ráðningar. Má finna fjölda álita umboðs­ manns Alþing­ is um stöðu­ veitingar innan embættisins þar sem um­ boðsmaður kemst ítrekað að því að ekki hafi verið farið eftir lögum. Ríkislögreglustjóri er samt gáttaður á yfirlýsingu LL. Enginn í LL hafi haft sam­ band við ríkislögreglustjóra með kvartanir. Þetta svar ríkis­ lögreglustjóra verður að telj­ ast grátbroslegt í ljósi sögunn­ ar. Jafnframt bætti hann við að réttast væri að stjórnsýslu­ úttektin yrði framkvæmd um lögreglumál landsins eins og þau leggja sig. Þetta er ákaf­ lega fullorðin leið til að mæta gagnrýni; að þykjast ekkert vita og benda bara á aðra. „Við“ og „þau“ Þ egar ég var að alast upp í Breiðholtinu þá var það kallað gettó. Þar voru vill­ ingarnir. Nú held ég reynd­ ar að Breiðholtið hafi ekki verið verri staður en nokkur annar, en það var staðreynd í mínu uppeldi að þá skiptust krakkahópar í „við“ og „þau“. „Við“ stóðum okkur ágætlega í skóla, virtum útivistar­ tímann (svona næstum því alltaf) og komum frá góðum heimilum. „Þau“ byrjuðu ung að drekka, jafnvel áður en aldurinn náði tveggja stafa tölu, reyktu í öllum frímínútum, mættu ekki í skóm í skólann og komu frá brotnum heimilum. „Þau“ voru krakkarnir sem leiddust út í harðari neyslu, flosn­ uðu upp úr skóla og leituðu í slæman félagsskap. „Við“ fetuð­ um áfram skólabrautina, fengum okkur vinnu, djömmuðum bara um helgar og eyddum peningun­ um okkar í vitleysu sem hafði ekki lífshættuleg áhrif á heilsuna. „Við“ vildum ekki vera eins og „þau“. Í dag eru hins vegar engin „við“ og „þau“. Í dag eru „næstum því allir“ og „nokkrir hinir“. Það er kjarninn í vandanum sem steðj­ ar nú að ungmennum er varðar neyslu á vímuefnum. Það virð­ ast nánast allir prófa, aðgengi að vímuefnum hefur aldrei ver­ ið betra og alltof mörg ungmenni hafa týnt lífinu í klær fíkniefna­ djöfulsins. Sá djöfull spyr ekki um stöðu. „Næstum því allir“ koma frá alls konar heimilum, úr alls konar aðstæðum, eiga alls kon­ ar fjölskyldu, stunda íþróttir, eða ekki, eru í vinnu, eða ekki. Eitthvað hafa verið skiptar skoðanir í vikunni um hvernig best sé að haga forvarnarstarfi. Hvernig sé best að tala við ung­ linga um þessi alvarlegu mál. Sumir segja að unglingar þurfi alls ekki að heyra reynslusög­ ur fíkla. Aðrir segja að það megi alls ekki segja þeim hvernig skað­ legustu efnin líta út. Svo eru það þeir sem segja að forvarnir eigi að snúast um að láta börnum líða vel og styrkja þau. Ekki koma þeim úr jafnvægi. Ekki sjokkera. Ég man þegar ég var að alast upp að þá var svaka spennandi að redda sér símanúmeri hjá landasala, smella einum glænýj­ um hálsbrjóstsykri í hann til að hressa drykkinn við og hanga úti í sjoppu á hálfgerðu ímyndunar­ fylleríi. Hins vegar hætti ég snar­ lega við að panta landann eftir­ sóknarverða þegar að ég heyrði flökkusögu af fólki í Vestmanna­ eyjum sem hafði drukkið tréspíra, sem það hélt að væri landi, og orðið blint. Mig langaði alls ekki að vera blind. Því sagði ég nei takk við landanum. Þessi saga hafði samt auðvitað ekki sömu áhrif á alla og það var alltaf brjálað að gera hjá Nonna landasala. Sagan virkaði á mig, en ekki aðra. Það veldur mér áhyggjum að við séum ekki enn búin að læra það, sérstaklega þegar kemur að skólakerfinu, að það virkar ekki það sama fyrir alla. Má forvarnar­ starf ekki bara vera fjölbreytt? Stendur eitthvað í vegi fyrir því að við prófum gjörsamlega allt áður en annað ungmenni týnir lífinu? Það er nokkuð ljóst að við erum að renna út á tíma. Ef við gríp­ um ekki allhressilega í taumana, hvort sem það er sjokkerandi eða krúttlegt pepp, þá breytast þess­ ir „næstum því allir“ einfaldlega í „allir“. n „Betra veður, betri stefnu stjórnvalda í urðunar- málum og fleiri íslenska YouTube-ara.“ Stefán Atli Rúnarsson háskólanemi „Póstþjónustu.“ Anna Kristín Magnúsdóttir kaupsýslukona „Háhraða lestakerfi kringum landið með stoppum á helstu stöðum. Myndi stórbæta túrismann og minnka álag á vegakerfið.“ Garðar Gunnlaugsson knattspyrnukappi „Mér finnst sárvanta Uber eða svipaða þjónustu á Íslandi. Það er ekkert á milli 500 króna strætós og 5.000 króna leigubíls, sem er glatað.“ Atli Óskar Fjalarsson leikari Leiðari Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Gaman saman Gleðin skín hér úr hverju andliti og allir eru með. MYND: EYÞÓR ÁRNASON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.