Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Blaðsíða 18
18 13. september 2019FRÉTTIR Á internetinu þrífst samfé- lag eitraðrar karlmennsku, gegnsýrt af kvenfyrirlitn- ingu og ofbeldisfullum öfgaskoðunum. Þeir sem tilheyra samfélaginu kalla sig „incels“, sem er samsetning á ensku orðunum „involuntary“ og „celibate“, eða þeir sem eru skírlífir þvert gegn sínum vilja, hinir kynsveltu. Upp- haflega var incels-samfélagið nokkurs konar stuðningshópur á vefsíðunni Reddit, þar sem ein- mana einstaklingar deildu sorg- um sínum og leituðu stuðnings og þjáningasystkina, en í dag er um að ræða samfélag karlmanna sem telja sig hlunnfarna af kon- um, að samneyti fallegra kvenna séu mannréttindi og finnst mörg- um þeir þurfa að hefna sín á kon- um fyrir stöðuga höfnun. Undan- farin ár hefur incel-samfélagið orðið meira áberandi í umfjöll- uninni eftir að meðlimir þess tóku upp á því að fremja voðaverk í nafni kynsveltis, einmanaleika og kvenhaturs. Hlutgerving kvenna Innan incel-samfélagsins er hlut- gerving kvenna nánast algjör. Þeir vilja að konur séu undirgefnar og auðmjúkar gagnvart yfirburðum karlmannsins, tilbúnar að þjóna honum í einu og öllu og alltaf til- búnar í kynlíf. Þeir vilja konur sem eru óspjallaðar og tala um að verðgildi kvenna rýrni hlutfalls- lega í samræmi við þann fjölda karlmanna sem þær hafa sofið hjá. Incel-menn telja sig upp til hópa óaðlaðandi, óframfærna og jafnvel ófríða. Þeir hafna því þó að þeir eigi, sökum þessa, að slá af kröfum sínum um útlit þeirra kvenna sem þeir eltast við. Þeir vilja ekki konur sem þeir segja venjulegar eða Beckys, heldur fal- legar, ljóshærðar fyrirsætur sem þeir kalla Staceys. Þeir gefa kon- um gjarnan einkunn á bilinu 0–10 og vilja flestir ekkert koma nálægt konu sem fær undir sjö í einkunn. Þeir vísa einnig frekar til kvenna sem kvenkynsins (e. females) en slík orðanotkun ópersónu- og hlutgerir konur enn frekar. Á fimmta tug látnir Undanfarin fimm ár hafa með- limir samfélagsins í auknum mæli snúið sér að ofbeldisbrotum til að hefna sín á konum. Frægastar eru árásir sem með réttu mætti kalla hryðjuverk, en einnig hefur hluti samfélagsins dásamað nauðganir og kynferðisbrot, það sé toppur- inn á valdi karlmannsins yfir kon- unni. Frægasta árásin átti sér stað þann 23. maí, 2014, þegar mað- ur að nafni Elliot Rodger banaði sex og slasaði fjórtán í skotárás á háskólasvæði Kaliforníu-há- skóla í Santa Barbara. Elliot var þungvopnaður og hafði ætlað sér að ráðast inn á heimavist stúlkna og skjóta allar konur sem hann sæi. Honum tókst þó ekki að komast inn í bygginguna og hóf þá skothríð á gangandi vegfar- endur. Rodger skilgreindi sig sig sem incel og skildi eftir sig 137 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu og nokkurn fjölda YouTube-mynd- banda þar sem hann talar um kynsveltið sem konur hafa neytt hann í með stöðugum höfnun- um, og að tími hefndarinnar sé runninni upp. Eftir skotárásina framdi Elliot sjálfsvíg og varð í kjölfarið tekinn í dýrlingatölu í incel-samfélaginu og veitti öðr- um incel-hryðjuverkamönnum innblástur með sínum voðaverk- um. Þann 7. desember, 2017, hóf William Atchison skotárás í menntaskóla í Nýju-Mexíkó. Tveir féllu auk Williams sem fyrir fór sér í kjölfarið. William hafði gengið undir dulnefninu Elliot Rodger á samfélagsmiðl- um, þar sem hann lofsöng hinn æðsta herramann (e. supreme gentle man) Elliot Rodger. Þann 14. febrúar, 2018, féllu sautján og jafn margir særðust í skotárás í menntaskóla í Flórída. Gerandinn, Nikolas Cruz, hafði skrifað á samfélagsmiðla „Elliot Rodger mun ekki gleymast.“ Hinn 23. apríl, 2018, ók Alek Minassian sendiferðabíl á gang- andi vegfarendur í Toronto í Kanada. Þar létu 10 manns lífið og 16 slösuðust. Alek var 25 ára gamall háskólanemi. Hann var með hreinan sakaferil og þeir sem þekktu til hans lýstu honum sem hlédrægum og meinlausum. Hann var á einhverfurófinu sem olli honum félagslegum erfiðleik- um. Fyrir árásina hafði hann birt færslu á Facebook þar sem hann hyllti áðurnefndan Elliot Rod- ger og tilkynnti að bylting kyns- veltra karmanna væri hafin. Rétt- að verður yfir Alek á næsta ári. Árið 2018, þann 2. nóvember, myrti Scott Beierle tvær konur og særði fimm, áður en hann fyrirfór sér í jógastúdíói í Flórída. Hann hafði áður verið handtekinn fyrir að áreita konur kynferðislega og hafði birt myndbönd á sér á YouTube þar sem hann viðhafði hatursfulla orðræðu um konur. Hann var reiður yfir að eiga ekki kærustu og vísaði í myndböndum til Elliot Rodger. Í janúar á þessu ári var Christopher Clearing handtek- inn eftir að hann hafði lýst yfir áformum sínum um skotárás. Vildi hann verða næsti incel- fjöldamorðinginn og bana eins mörgum konum og hann mögu- lega gæti. Christopher sagðist aldrei hafa átt kærustu og aldrei stundað kynlíf og þótt hann hafi ekki sagt það beint þá er almennt talið að hann hafi skilgreint sig sem hluta af incel-samfélaginu. Síðastliðinn þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní, hóf Bryan Isaac Clyde skothríð í Texas. Enginn lét þó lífið því lögreglu- menn skutu Bryan til bana áður en hann náði að valda manntjóni. Bryan hafði deilt myndum á sam- félagsmiðlum sem greindu frá incel-hugmyndafræðinni. Hann var einnig öfgasinnaður hægri- maður. Eftir árásina þótti rétt að hermenn á herstöð í nágrenninu fengju fræðslu um incel-samfé- lagið þar sem um „raunverulega ógn við almenning og herinn væri að ræða.“ Athvarf nauðgunar- og barn- aníðshugmyndafræði fær athvarf á Íslandi Í nóvember á síðasta ári var spjallsíðu incel-manna úthýst af léni sínu í Svartfjallalandi fyrir að hvetja til ofbeldis og haturs- orðræðu. Vefsvæðið fékk þá nýtt heimili á Íslandi og vefslóð með Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt Hættulegt samfélag kynsveltra karlmanna n Hættulegt samfélag eitraðrar karlmennsku n Yfir fjörtíu látnir í hatursárásum kynsveltra n Vilja lögleiða nauðgun og upphefja barnaníð Erla Dóra erladora@dv.is Elliot Rodger varð eins konar guð meðal incel-manna Færslan sem Minassian birti á Facebook fyrir árásina í Toronto Catfishman notar grímu þegar hann kemur til fundar við konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.