Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Qupperneq 19
13. september 2019 FRÉTTIR 19 aðrir útsölustaðir Epal - Laugavegi 70 EPAL - Harpa Airport fashion - Leifsstöð Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Hættulegt samfélag kynsveltra karlmanna n Hættulegt samfélag eitraðrar karlmennsku n Yfir fjörtíu látnir í hatursárásum kynsveltra n Vilja lögleiða nauðgun og upphefja barnaníð I ncel-samfélagið hefur þróað með sér sinn eig- in orðaforða. Orðin eru of mörg til að gera grein fyrir í einni blaðagrein en hér má finna nokk- ur þekkt dæmi af incel-orðum ásamt skýring- um sem gefa vissa innsýn í brenglaða heimssýn þessara manna. Chad og Stacey – Chad vísar til myndarlegra og fram- bærilegra karlmanna og Stacey vísar til myndar- legra kvenna. Incels vilja allir sænga hjá konum sem teljast vera Stacey, en geta það ekki því Chad- -menn sitja einir að þeim. Becky – Venjuleg kona. Incels hafa ekki áhuga á Becky-týpum þar sem þær eru ekki nægilega að- laðandi. Landhvalur (e. landwhale) – Kona í yfirþyngd. Forystumenn (e. alphas) – Karlmenn sem eru myndarlegir, sjálfsöruggir og fá að sofa hjá myndarlegum konum. Rísa (e. ascend) – Þeir incel-menn sem eignast kær- ustu eða sofa hjá eru taldir hafa risið upp á annað plan og eru ekki lengur incel. Reipa (e. rope) – Þeir incel-menn sem hafa fallið fyrir eigin hendi eru sagðir hafa reipað sig. Eins og ER (e. going ER) – Incel-menn sem eru yfir- komnir af reiði tala um að gera eins og ER; þ.e. að fylgja í spor Elliot Rodger. Svartapillan (e. blackpill) – Þegar menn opna augun fyrir incel-hugmyndafræðinni er talað um að þeir hafi þegið svörtu pilluna. Kvenkyn (e. foid) – Incel-menn vísa til kvenna sem kvenkyns en með þessari orðræðu er trú þeirra á algjörum yfirráðum karlmannsins yfir konunni, og hlutgerving kvenna undirstrikuð. Fangelsisbeita (e. jail bait) – Barnungar stúlkur. Incel-menn girnast margir unglingsstúlkur sem ekki eru lögráða, því þeir trúa því að þær séu hreinni og óspilltari. Auk þess séu þær í blóma lífs- ins en ekki orðnar gamlar og útriðnar. Roastbeef-sköp (e. rostie) – Þetta vísar til kvenna sem hafa verið virkar kynferðislega um eitthvert skeið. Incel-menn trúa því að við aukna notkun verði ytri skapbarmar kvenna lengri og svipi því til roastbeef. Bestun ( e. maxxing) – Incel-menn geta lagt stund á bestun til að reyna að höfða frekar til kvenna. Út- litsbestun felst í því að reyna að bæta útlitið, svo sem með því að auka hreyfingu eða fara í lýtaað- gerð. Stöðubestun felst í því að vinna sér inn meiri peninga eða auka völd/áhrif sín. Þetta byggir á þeirri hugmyndafræði að konur laðist að útliti, peningum og völdum. Viðskeytið -cel er einnig notað í fleiri orðum en bara incels. Feitir meðlimir samfélagsins eru til að mynda fitucels, þeir sem vilja lögleiða nauðg- un eru nauðgunarcels, þeir sem koma frá Indlandi eru karrícels og svona mætti áfram telja. Algengt er að incel-menn velji eitt atriði sem þeir trúa að valdi vandræðum þeirra í ástamálum og bæti við- skeytinu þar fyrir aftan. endinguna .is þó svo að síðan sjálf hafi í raun verið vistuð í Þýska- landi. Sú síða var almennt spjall- svæði incel-samfélagsins, sem óx út frá upphaflega spjallsvæðinu á Reddit. Aðrar sérhæfðari incel- síður voru í kjölfarið færðar til Ís- lands. Þær síður eru öllu meira ógnvekjandi en almenna svæðið, en þar er um að ræða incel-sam- félag þar sem finna má karlmenn sem girnast stúlkur undir lög- aldri, á annarri síðu koma saman incel-menn sem trúa því að konur þrái fátt heitar en að vera nauðg- að. Á þessum sérhæfðu síðum má sjá ógnvekjandi hugmyndafræði þar sem beinlínis er hvatt til kyn- ferðisofbeldis og barnaníðs. Til dæmis er nefnd ein af skilgrein- ingunum á barnaníðs-incels: „Ef þú girnist vinkonur dóttur þinnar, eða dóttur þína sjálfa.“ Þessar sér- hæfðu síður eru enn opnar og enn með .is-endinguna, en almenna spjallsvæðið færði sig í vor yfir til Kólumbíu og fékk endinguna .co. Það sem Kólumbía og Ísland virð- ast eiga sameiginlegt í þessum efnum er hversu auðvelt það er að kaupa og skrá lén. Heimildamynd BBC dregur upp ógnvekjandi mynd Nýlega gaf sjónvarpsstöðin BBC út heimildamyndina Inni í leyndu samfélagi incelsins, sem vakið hefur mikla athygli. Í myndinni er rætt við þrjá einstak- linga sem skilgreina sig eða hafa skilgreint sig sem incel. Einn þeirra, Catfish man, leggur stund á það að sigla undir fölsku flaggi á stefnumótasíðum þar sem hann platar konur til að mæta á stefnumót. Þegar þær svo mæta, og halda að þær séu að fara að hitta myndarlegan karlmann stekkur Catfishman fram, vopn- aður myndbandsupptökuvél, og hefur þær að háði og spotti. Spyr hann þær: „Hélstu virkilega að karlkyns fyrirsæta myndi falla fyr- ir þér? Þú ert feit og ljót, af hverju komstu hingað að hitta fyrirsætu.“ Síðan deilir hann myndböndun- um á netinu. Í heimildamyndinni segir hann að með þessu móti sé hann að hefna sín á konum fyrir að hafa hafnað honum í gegnum tíðina. Catfishman, eða Michael Rabadan, hefur komist ítrekað í kast við lögin fyrir brot gegn nálg- unarbanni, heimilisofbeldi, og fyrir að hrella konur á netinu. „Ég er ekki að drepa þær,“ segir hann í myndinni. „Ég er bara að svipta hulinni af því hverjar þær í raun og veru eru.“ Hann greinir jafnframt frá því að hann frói sér stundum yfir myndböndunum sem hann tekur og að ef konur hefðu ekki lagt Elliot Rodger í ein- elti þá hefði hann aldrei framið þessi morð. „Ef þetta kvenkyn kemur ekki fram við karlmenn af virðingu, þá munu þeir drepa þær. Þannig er það bara.“ Í myndinni er einnig rætt við sérfræðing í stafrænni menningu, dr. Kaitlyn Regehr. Hún segir að önnur incel-hryðjuverkaárás sé óumflýjanleg og verði líklega gerð innan skamms tíma. „Við lif- um núna á tímum hatursglæpa.“ Hún segir að lögreglan ætti að líta þessa glæpi sömu augum og aðra hatursglæpi sem framdir eru í nafni trúarofstækis. Ný mynd um Jókerinn slær í gegn meðal kynsveltra Áhyggjur hafa vaknað um að ný kvikmynd um erkióvin Leður- blökumannsins, Jókerinn, muni hvetja incel-menn til ofbeldis- verka. Leikarinn Joaquin Pheonix gerir Jókernum skil í myndinni og hefur persónan hlotið samúð áhorfenda. Myndin fjallar um leit Jókersins að hamingjunni, sem snýst svo upp í andhverfu sína og fyllir hann hatri og hefnigirni. Incel-menn tengja við þessa veg- ferð og hafa því margir talið að Jókerinn sjálfur sé incel-mað- ur, og því hefur vaknað sá ótti að incel-menn leiti í auknum mæli í sömu aðferðir og Jókerinn til að fá útrás fyrir gremju sína og hatur. Ógn sem eykst Heiminum virðist stafa sífellt meiri ógn af incel-samfélaginu. Samkvæmt óvísindalegri rann- sókn sem miðillinn vox.com gerði er mikill meirihluti incel-manna frá Evrópu eða Norður-Ameríku og flestir þeirra eru hvítir karl- menn á þrítugsaldri eða yngri. Samfélagið byrjaði sem meinlaus vettvangur fyrir einmana, sorg- mædda karlmenn en hefur þróast upp í bergmálshelli kvenhaturs og reiði. Meðlimir samfélagsins grípa æ oftar til ofbeldis. Ísland er talið mikið jafnréttisland þegar litið er til stöðu karla og kvenna, þótt vissulega eigi enn eftir að stíga þónokkur mikilvæg skref til algjörs jafnréttis. Incel-menn fyrir líta þessa þróun. Inni á spjall- svæði sínu hafa incel-menn í umræðum um Ísland bæði lýst yfir velþóknun á útliti íslenskra kvenna og vanþóknun á hve sam- félagið er femínskt. Ekki er vit- að um þekkt dæmi um íslenska incel-menn en þó má aldrei úti- loka að slíkir menn finnist hér á landi. n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.