Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Page 23
Allt fyrir bílinn 19. september 2019 KYNNINGARBLAÐ Sonax á bílinn fyrir veturinn Sonax er framsækið fyrirtæki í framleiðslu og sölu á bílhreinsi-vörum fyrir almenna notendur, fyrirtæki, bónstöðvar sem og fyrir tæknivæddar bílaþvottastöðvar. Sonax hefur verið á íslenskum mark- aði í yfir 40 ár og er bæði mest selda og best þekkta bílhreinsivörumerkið á markaðinum. Sonax er margverð- launað vörumerki og þá ekki síst í heimalandi sínu, Þýskalandi. Hard Wax hreinsibón og lakkvari í einu Þekktasta varan frá Sonax á íslensk- um markaði er án efa Hard Wax sem hefur verið mest selda bílabónið á Íslandi í áraraðir, enda sérblandað fyrir íslenskar aðstæður. Hard Wax er frábært hreinsibón inn í t.d. öll föls, sem og á allan bílinn til þess að verja hann fyrir umhverfisáhrifum, tjöru og vegryki sem er sérlega mikilvægt áður en veturinn gengur í garð. Hard Wax hreinsar einnig vel tjöru af lakkinu og kemur þannig í stað tjöruhreinsis ásamt því að verja lakkið í leiðinni. Úði+Vörn á alla fleti Eftir að bíllinn hefur verið bónað- ur með Hard Wax er góð hugmynd að úða bílinn með vöru sem kallast Úði+Vörn. Sú vara er sérlega einföld í notkun og mjög notadrjúg. Hana má nota á alla fleti bílsins; lakk, gler og plast. Efnið veitir yfirborðsflötum fallegan gljáa, vatnsfráhrindandi yfirborð og endingargóða vörn gegn óhreinindum. Það kemur þannig í veg fyrir að þurfa að nota mikið af tjöru- hreinsi yfir veturinn sem oft á tíðum fer illa með lakkið. Úði+Vörn er einnig frábært á felgurnar, sérstaklega álfelgur. Felguhreinsir losar drullu úr brems- unum Felguhreinsirinn frá Sonax er ein mest selda varan frá Sonax og þá ekki síst fyrir dekkjaskiptin. Fyrir vetur- inn er mikilvægt að vera ekki með bremsurnar fullar af ryki eða drullu. Felguhreinsirinn hreinsar það ásamt því að hreinsa felgurnar að sjálf- sögðu. Hann er sýrufrír og hentar því vel á allar tegundir felga. Sonax Frostvörn Síðastliðinn vetur bættist svo við í úr- valið frá Sonax Frostvörn+Rúðuvökvi, sem hreinsar auðveldlega burt tjöru, sót, salt og önnur óhreinindi. Einnig hreinsar efnið rúðuna á skilvirkan hátt án þess að skilja eftir sig þurrkuför og skemmir ekki lakk, gúmmí eða plast. Hann inniheldur ethanól, en einnig glýserín sem lengir líftíma þurrku- blaðanna. Þá hentar hann vel á jafn- vel viðkvæmustu tegundir framljósa. Frostvörn+Rúðvökvi þolir frost allt að -20°C. Vöruúrvalið frá Sonax er misjafnt milli verslana, en vörurnar frá Sonax fást í öllum helstu bensínstöðvum og matvöruverslunum, BYKO, Mót- ormax, Bílanaust, E.T., Toyota og Verkfæralagernum svo einhverjar séu nefndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.