Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2019, Síða 61
KYNNING Yfirstígðu ótt- ann og komdu á námskeið hjá Stílvopninu Stílvopnið er einnar konu fyrirtæki,“ segir Björg Árna-dóttir, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Stílvopnsins, lítils fræðslufyrirtækis sem býður rit- listarnámskeið og ráðgjöf um ritun og útgáfu. Vinsælustu námskeið Stílvopnsins eru í endurminninga- skrifum, greinarskrifum og skapandi skrifum en þau síðastnefndu fjalla um að skrifa skáldskap. Björg kennir sjálf öll námskeiðin og veitir ráðgjöf- ina. Flest námskeiðanna eru opin al- menningi en Stílvopnið sérsníður líka námskeið fyrir hópa og vinnustaði. Stílvopnið veitir skrifandi fólki einstaklingsráðgjöf. Óttinn við auða blaðið yfirstiginn „Ég stofnaði Stílvopnið árið 2015 til að gefa út ferðabók sem ég hafði skrifað um Mývatnssveit. Námskeiðin hafa gengið vonum framar og ég er eiginlega komin í stórútgerð enda virðist fólk þyrsta í að skrifa. Ég legg á það áherslu á öllum námskeiðum mínum að hjálpa fólki að yfirstíga þennan alþekkta ótta við að byrja að skrifa en bæti svo smám saman við æfingum sem fjalla um viðfangsefni hvers námskeiðs.“ Björg er enginn nýgræðingur í fræðslustörfum enda hefur hún kennt síðan hún útskrifaðist sem myndlistarkennari árið 1983. „Ég fór að kenna myndlist í Svíþjóð en kynntist þar fljótlega ritlistarkennslu sem höfðaði meira til mín. Ég tel þó myndlistarnámið afar góðan grunn fyrir ritlistarkennara, enda kennir myndlistin okkur að horfa og sjá, sem rithöfundar þurfa svo sannarlega að temja sér. Ég lauk námi í blaða- mennsku í Svíþjóð og flutti svo heim árið 1989 og hef skrifað og kennt síðan og nú hefur mér tekist að flétta saman ævistörfin í Stílvopninu.“ Reynslan skiptir mestu máli „Þegar þú skrifar er það reynsla þín sem skiptir mestu máli, hvort sem þú ert að rifja upp minningar, færa skoðanir þínar í orð eða nota ímyndunaraflið til að skálda nýjan veruleika. Ég hjálpa fólki að sækja efniviðinn inn á við en legg einnig afar mikla áherslu á hlutverk hóps- ins sem spegil fyrir skrif einstak- linganna. Galdurinn felst að mínu mati í því að fólk fær að vera það sjálft en gefst þó tækifæri til að spegla sig í öðrum.“ Nánari upplýsingar á stilvopnid.is og á Facebook-síðunni Stílvopnið ehf. Þórunnartún 2, 105 Reykjavík Sími: 899-6917 Netpóstur: bjorg@stilvopnid.is 100% Black 60% Magenta 100% Yello RITLISTARNÁMSKEIÐ Á HAUSTÖNN 2019 Hægt er að fá ritlistarnámskeið sérsniðin fyrir hópa og vinnustaði. Ráðgjöf um ritun og útgáfu Endurminningaskrif. Reykjavík 2. – 23. október Skapandi skrif. Reykjavík 11. – 13. október Greinaskrif. Reykjavík 18. – 20. október Kvöldstund fyrir skúffuskáld. Reykjavík 30. október Bataferð hetjunnar. Reykjavík 1. – 3. nóvember Endurminningaskrif. Ísafirði 8. – 10. nóvember. Skapandi skrif – ferð hetjunnar 15. – 17. nóvember ,,Ævintýraleg, fróðleg og hvetjandi námskeið.” Elín Eyfjörð Björg Árnadóttir, rithöfundur, blaðamaður og ritlistarkennari www.stilvopnid.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.