Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.11.2016, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.11.2016, Qupperneq 12
BÍLALAND BÝÐUR BÍLA Á FRÁBÆRUM KJÖRUM! KOMDU STRAX Í DAG OG TRYGGÐU ÞÉR GÓÐAN BÍL FRÁ BÍLALANDI ÚRVAL NOTAÐRA BÍLA DACIA Duster 4x4. Nýskr.05/2015, ekinn 80 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.690 þús. kr. Staðsetning: IB, Selfossi DACIA Duster 4x4. Nýskr.05/2015, ekinn 73 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.570 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 DACIA Duster 4x4. Nýskr.02/2015, ekinn 113 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.490 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 DACIA Duster 4x4. Nýskr.06/2015, ekinn 80 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.590 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 DACIA Duster 4x4. Nýskr.05/2015, ekinn 84 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.550 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 DACIA Duster 4x4. Nýskr.06/2013, ekinn 83 þ.km, dísil, beinskiptur. VERÐ 2.390 þús. kr. Staðsetning: Klettháls 11 Rnr. 370255 Rnr. 370270 Rnr. 370274 Rnr. 370246 Rnr. 370251 Rnr. 330425 www.bilaland.is NÝ HEIMASÍÐA – STÆRRI BÍLAMYNDIR Kletthálsi 11 - 110 Reykjavík og Hyundai notaðir bílar - Kauptúni 1 - 210 Garðabæ Sími: 525 8000 - bilaland@bilaland.is Opið frá kl. 9–18 og á laugardögum frá kl. 12–16. www.facebook.com/bilaland.is E N N E M M / S ÍA / N M 7 8 3 2 7 „Jæja Marianne, þá er komið að því að við erum orðin svo gömul að lík­ amar okkar láta undan, og ég held að ég muni fylgja þér mjög bráðlega. Vittu til að ég er rétt á eftir þér og ef þú teygir út höndina held ég að þú náir mér.“ Þessi hógværu en undurfögru orð sendi Leonard Cohen í bréfi til músu sinnar og fyrrverandi ástkonu Mari­ anne Ihlen í júlí síðastliðnum. Hans hinsta kveðja á dánarbeði hennar. „Þú veist að ég hef alltaf elskað þig fyrir fegurð þína og visku, en ég þarf ekki að tala meira um það því auðvit­ að veistu það. Mig langar að óska þér góðrar ferðar. Vertu sæl, gamli vinur. Endalaus ást, sjáumst á förnum vegi.“ Þremur mánuðum og tveimur vikum síðar hefur hann lagt í ferða­ lagið á eftir henni, ljóðskáldið og tónskáldið sem hefur snert svo marga. Cohen er þriðji tónlistarmað­ urinn, af þessum virkilega stóru, sem hefur dáið á árinu. Fyrst fóru David Bowie og Prince. Þrefaldur harm­ dauði fyrir heimsbyggðina. Leonard Cohen var 82 ára gamall og það var í ljósi þess sem ég leitaði að tónleikamiðum þann fyrsta þessa mánaðar, í þeirri veiku von að ég gæti kannski boðið pabba á Cohen og við feðginin séð stjörnuna áður en hans síðasti sjens rynni upp. En þá var það orðið of seint. Trúin alltumlykjandi Leonard Cohen fæddist í Montreal í Kanada árið 1934. Afi hans var rabbíi og stofnandi kanadíska gyð­ ingasöfnuðsins. Cohen hefur sjálfur sagst hafa fengið mjög trúarlegt uppeldi og verið sagt að hann væri beinn afkomandi Arons, spámanns gyðinga. Söngvum hans hefur enda verið líkt við bænir. Djúp röddin sem tónar lögin, ýmist ástarlög, lög losta, eða texta þrungna pólitískri mein­ ingu – stundum allt í senn – með mjög sterkri nærveru söngvarans; ekki ósvipað rödd prests sem berst fram steinsteypta kirkjubyggingu. Eins og köld forsæla kirkjunnar eftir sjóðheitan sólardag við Miðjarðar­ hafið. Bakraddirnar raula bjarta tóna eins og barnakór. Það tók Cohen fimm ár að koma einu af hans þekktustu lögum, Hall­ elujah, saman. Hann laug því að Bob Dylan að lagasmíðin hefði aðeins tekið tvö ár. Lagið er fullt tilvísana til Biblíunnar en er á sama tíma lostafullt. Sagan segir að Cohen hafi skrifað áttatíu drög að laginu og að endingu setið fáklæddur á hótelher­ bergi í New York og barið höfðinu í gólfið. „Well your faith was strong but you needed proof You saw her bathing on the roof Her beauty and the moonlight over­ threw ya She tied you to her kitchen chair And she broke your throne and she cut your hair And from your lips she drew the Hallelujah“ Kvennagullið Cohen „Hvað veldur því að konur hafa verið svona blíðar við þig, af hverju vilja þær sýna þér nekt sína?“ spurði sænski blaðamaðurinn Stína Dabrowski í viðtali árið 2001. „Ja, ég er ekki eini karlmaðurinn sem hefur reynslu af því. Þetta er það sem geng­ ur á milli karla og kvenna. Ég vona að ég sé ekki að segja þér nein tíðindi, Stína,“ svaraði Cohen kíminn. Konur eru gullni þráðurinn í gegn­ um feril Cohens. Karlmenn sem taka viðtöl við skáldið sjá þessa kvenhylli í hillingum en konur virðast vera þeirrar skoðunar að hann skilji þær í öðrum hæðum en aðrir karlmenn. Marianne lýsti fyrsta skiptinu sem hún hitti Cohen á grísku eyjunni Hýdru í viðtali við blaðamanni Kari Hesthamar árið 2005. „Það var eins og hann hefði strax alveg ótrúlega samúð með mér og barninu mínu. Ég man vel eftir því þegar augu okkar mættust fyrst ,hvernig ég fann það í gegnum allan líkamann. Þú veist hvernig það er. Það er ótrúleg tilfinning.“ Konurnar í lífi Cohen hafa samt fengið að kynnast því að hann var þeim ótrúr, eða kannski voru lög­ málin önnur og frjálslyndið meira hjá hópnum sem lifði og hrærðist í kringum Hótel Chelsea í New York á sjöunda áratugnum. Það er að minnsta kosti ýmislegt sem bendir til þess í texta lagsins Chelsea Hotel #2 þar sem Cohen lýsir skyndikynn­ um með söngkonunni Janis Joplin. „You were talking so brave and so sweet, Giving me head on the unmade bed, While the limousines wait in the street.“ Fyrsta lagið sem ég heyrði með Cohen var lagið I’m your man. Lík­ lega hef ég verið tólf ára og það var eins og það dýpkaði skilning minn á einhverju sem er í ljósárafjarlægð frá börnum á þessum aldri. Það er eigin­ lega hægt að segja að texti Leonards Cohen hafi sett upp staðalinn fyrir öll ástarsambönd sem eftir áttu að koma. Fyrir það er ég afskaplega þakklát. Hinsta kveðja Cohens Tónlistarmaðurinn og ljóðskáldið Leonard Cohen er allur tæplega þremur vikum eftir útgáfu sinnar síðustu plötu. Hans er nú minnst um heim allan. Leonard Cohen á sínu síðasta tónleikaferðalagi í Valensía á Spáni. FréTTabLaðið/EPa Marienne ihlen, sonur hennar axel Jensen og Leonard Cohen á grísku eyjunnu Hýdru þar sem þau kynntust. NordiCPHoToS/GETTy Leonard Cohen Fæddur 21. september 1934 Hefur gefið út 14 stúdíóplötur 2 skáldsögur 13 ljóðabækur Nýjasta plata Cohen, You want it darker, kom út 21. október 2016 Snærós Sindradóttir snaeros@frettabladid.is 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.