Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 90

Fréttablaðið - 12.11.2016, Page 90
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Ingi Ingimundarson (Hlerinn) (1950-2016) rafveituvirki, Vindakór 1, Kópavogi, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans þann 9. nóvember. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans. Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Ljósið. Soffía Amanda T. Jóhannesdóttir Inga Björk Færseth Ólafsdóttir Gunnar Bachmann Færseth Ólafsson Lilja Dögg Færseth Ólafsdóttir Sæmundur Þór Guðmundsson Ármann Freyr Hermannsson Ingiberg Ólafur Jónsson Guðmundur Oliver Sæmundsson stjúpbörn og stjúpbarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Lúðvík Björnsson dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést þriðjudaginn 8. nóvember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Höfða eða Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis. Björn Lúðvíksson Jenna Gottlieb Fjóla Lúðvíksdóttir Jóhann Þór Sigurðsson Þorsteinn Jóhannesson og afabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Hrafn Pálsson skrifstofustjóri og hljómlistarmaður í Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 2. nóvember sl. Útförin verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins. Vilborg G. Kristjánsdóttir Halldór Hrafnsson Jóhann Gísli Jóhannsson Guðrún Aldís Jóhannsdóttir Heiða Elín Jóhannsdóttir Guðjón Guðmundsson Guðrún Jóhannsdóttir Kolbeinn Pálsson Kristján Jóhannsson Ingibjörg Sigurðardóttir Margrét Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar hjartfólgna Elín Ragna Ottesen (Gagga) er látin. Útför hennar fer fram í kyrrþey. Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar, Sigríður María Bragadóttir Elskulegur eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, Guðmundur Valberg Sigurjónsson vélfræðingur, Katrínarlind 4, lést á Borgarspítalanum 30. október. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 13.00. Steinþórunn Karólína Steinþórsdóttir Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson Guðrún Heiða Sigurgeirsdóttir Bjarni Hrafnsson og barnabörn. Yndislega móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Helga Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, lést á Sóltúni, 8. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarfélög. Alfreð S. Jóhannsson Magdalena Sigurðardóttir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir Ólafur Gunnarsson Eiríkur Jónsson Oddný Sigurðardóttir Ferdinand Jónsson Ishaiga Jalloh barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Anna Jónsdóttir Skólavegi 24, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, laugardaginn 5. nóvember. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 15. nóvember kl. 13.00. Sighvatur Svan Skúlason Valorie Skúlason Ása Skúladóttir Karl Taylor Guðfinna Sesselja Skúladóttir Sigurður T. Garðarsson Bryndís Skúladóttir Magnús S. Björnsson Svanhildur Skúladóttir Hörður J. Geirsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, Reynis Ragnarssonar löggilts endurskoðanda, Staðarseli 5. Sérstakar þakkir fær líknardeild LSH fyrir góða umönnun og stuðning við fjölskylduna. Halldóra Gísladóttir Guðrún R. Kilian Robert J. Kilian Gísli Reynisson Sigríður Bryndís Stefánsdóttir Arnar Gauti Reynisson Sigríður Vala Halldórsdóttir og barnabörn. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, opnar ráðstefnu klukkan 13 í dag í Þjóð- skjalasafninu að Laugavegi 162 um skjöl landsnefndarinnar fyrri. Að sögn Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðings er í þeim skjölum fjallað um allt sem snýr að íslensku samfélagi á seinni hluta 18. aldar, heilbrigðismál, vegi, hafnir, landbúnað, verslun, samskipti við kaupmenn og emb- ættismenn, handverk og allt mögulegt. „Þarna koma fram ábendingar og upplýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrif- aðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess,“ segir hún. Ráðstefnan er haldin í tilefni af útkomu annars bindisins af sex í heildarútgáfu skjalanna, á vegum Sögufélags, Þjóð- skjalasafnsins og Ríkisskjalasafns Dan- merkur. Þær Hrefna og Jóhanna Guð- mundsdóttir hjá Þjóðskjalasafninu hafa unnið að útgáfunni. Hrefna segir ekki hafa verið mikið fjallað um þessi skjöl áður en þeirra hafi verið aflað í upphafi af þriggja manna nefnd sem danski konungurinn sendi til Íslands. „Þessir menn dvöldu hér frá vorinu 1770 til haustsins 1771 og voru fyrstu íbúar tukthússins við Arnarhól sem nú hýsir Stjórnarráðið. Það sem þeir gerðu var að skrifa til- skipun sem lesa átti upp í öllum kirkjum og á öllum manntalsþingum þar sem óskað var eftir ábendingum og skrifum frá prestum og almenningi. Einnig skrifuðu þeir embættismönnum og lögðu fyrir þá spurningar. Upp úr þessu kemur 4.000 síðna heim- ildasafn. Það er skrifað með 18. aldar skrift og hefur verið frekar óaðgengilegt fyrir aðra en nokkra sagnfræðinga sem hafa getað lesið það.“ gun@frettabladid.is Ástandið á Íslandi um 1770 Norræni skjaladagurinn er í dag. Ráðstefna um skjöl landsnefndar sem safnaði upplýs- ingum um aðstæður á Íslandi á árunum 1770 til 1771 verður haldin í Þjóðskjalasafninu. Þær Hrefna og Jóhanna eru ritstjórar útgáfu á skjölum landsnefndarinnar fyrri. Nýlega kom út 2. bindið af sex. Fréttablaðið/GVa Bréf: Séra Jón Hannesson í Marteinstungu skrifar um húsaga og leiðir til viðreisnar landinu 11.5.1771. „Það er hryggilegt að vita hvað mikið peningatjón og heilsuspill- ing brennivín gjörir íslenskum auk stórrar óvirðingar oftlega þar af rísandi. Ég vildi óska brennivín flyttist ei til Íslands nema af skornasta skammti og til öngra seljast utan læknara, er framvísa kunna rigtugu atteste að vit og leyfi hafi að höndla með læknisdóma. Síðst vildi ég brennivín mætti brúkast til brúðlaupa og erfisdrykkju.“ (Lands- nefndin fyrri II, Rvk. 2016, bls. 528). Þarna koma fram ábendingar og upp- lýsingar frá almenningi sem alla jafna hafði ekki rödd. Sumar eru skrifaðar í orðastað vinnufólks og lýsa lélegum aðbúnaði þess. Hrefna Róbertsdóttir, sagnfræðingur 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r42 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.