Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 98

Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 98
Bragi Halldórsson 225 „Jæja, Konráð,“ sagði Kata. „Þú sem allt veist, hvað á að gera hér?“ „Við eigum að klippa út þessi fimm form,“ sagði Konráð. „Og raða þeim þannig saman að þau myndi stóran bókstaf.“ „Bókstaf,“ sagði Kata önug. „Ekki segja mér að við eigum að búa til bókstaf. Ég get ekki séð að það sé hægt.“ Róbert klóraði sér í hausnum. Hann gat heldur ekki séð hvernig hægt væri að búa til stóran bókstaf úr þessum skrítnu formum. Getur þú raðað saman þessum formun svo úr verði stór bókstafur? Ólafur Matti er í 5. bekk í Hóla- brekkuskóla og finnst lang- skemmtilegast í ensku. Hann hefur gaman af að lesa og var að ljúka við eina bók sem hann gat varla lagt frá sér. Hvaða bók er það? Hún heitir Maður hendir ekki börnum í ruslatunnuna og er eftir Bent Haller. Hún er spennandi og hræðileg, reyndar svo mikið að ég fékk martröð. En hún fékk mig til að hugsa um hvað ég myndi gera í sömu aðstæðum og söguhetjurnar sem finna nýfætt barn í ruslinu. Helstu áhugamálin? Tónlist, helst popp, RB og allt rokk, líka hip- hop dans, að lesa skemmtilegar bækur, gera myndbönd og svo er ég að læra á gítar. Skemmtilegasta ferðalagið? Þegar ég fór hringinn kringum Ísland. Mér finnst gaman að skoða náttúruna og auðvitað að vera með fjölskyldunni. Uppáhaldsstaður á Íslandi? Mér finnst Háifoss í Þjórsárdal mjög flottur og líka stuðlabergið í Reynisfjöru í Mýrdal. Eftirlætistölvuleikur? Ég hef engan áhuga á tölvuleikjum en mér þykir gaman að dansa og syngja við tónlistarmyndbönd á YouTube. Hefurðu lent í ævintýri? Einu sinni ætlaði ég að skreppa með vini mínum í stuttan hjólatúr heima í Efra-Breiðholti sem endaði óvænt í IKEA í Garðabæ. Við áttum 200 krónur og héldum að þær dygðu fyrir einhverju góðgæti í hjólatúrnum. Byrjuð- um í Smáralind og ætluðum að fá okkur Dunkin Donuts kleinu- hringi en bara einn kostaði 350! Þá datt okkur í hug að hjóla í IKEA, þar gátum við keypt okkur hvor sitt glasið af ísköldu krapi fyrir peninginn. Foreldrar okkar urðu frekar hissa þegar þeir fréttu af þessu ferðalagi. Hvað langar þig að verða? Mig langar mest að verða heimsfræg popp- og rokkstjarna. Þá gæti ég orðið nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt í heiminum og kannski haft áhrif á að stríð taki enda. Það er stóri draumur- inn minn. Gerir myndbönd og lærir á gítar Ólafur Matti Matthíasson er tíu ára. Hann langar að verða heims- fræg rokkstjarna og nógu ríkur til að hjálpa þeim sem eiga bágt. Í skólanum: Kennarinn: Gústi, getur þú nefnt mér tíu afrísk dýr. Gústi: Ekkert mál. Einn gíraffi og níu fílar. Í eldhúsinu: Mamma: Þú átt ekki að teygja þig svona eftir kökufatinu, Ella Sigga. Þú átt að biðja fólk að rétta þér. Ertu ekki með tungu? Ella Sigga: Jú, en handleggurinn er lengri en tungan. Í réttinum: Dómarinn: Hverju hentir þú í þann sem ákærir þig? Sakborningurinn: Bara sveppum. Dómarinn: Hvernig stendur þá á því að hann rotaðist og er með stóra kúlu á höfðinu? Sakborningurinn: Sveppirnir voru í dós. Í búðinni: Regína: Þú gafst mér vitlaust til baka í gær. Afgreiðslumaðurinn: Þú hefðir átt að segja það strax í gær. Nú er það of seint. Regína: Flott, ég held þá bara þúsundkallinum. Brandarar Þorvaldur Hörður Villys- og Láruson, 8 ára gamall, teikn- aði þessa mynd í 1. bekk í Vesturbæjarskóla. Hann fann hana rétt fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkjunum og sagði að þetta væri alveg eins og Trump. Listaverkið 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r50 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.