Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 104

Fréttablaðið - 12.11.2016, Side 104
sonne t t an Ný skáldsaga eftir S I G U R J Ó N M A G N Ú S S O N »» H jónabandið »» Mannorð ið »» L jóð l is t in »» A fbrýð isemin »» F jö lmenning in »» Só lars t röndin »» Ást in Áhrifamikil og tímabær bók! Þær Inga Huld Hákonar-dóttir og Rósa Ómars-dóttir eru ungar og upp-rennandi í íslenskum dansheimi og þó svo víðar væri leitað. Þrátt fyrir ungan aldur eru þær í raun komnar langt frá því að vera efni- legar enda unnu þær til Grímuverð- launa fyrir dansverkið The Valley á síðasta leikári. Að þessu sinni eru þær þó að semja dansverk fyrir hóp, en í kvöld verður frumsýnt eftir þær verkið DaDa Dans á vegum Íslenska dansflokksins á Nýja sviði Borgar- leikhússins. Þær Inga Huld og Rósa luku báðar framhaldsnámi frá hinum virta Listaháskóla P.A.R.T.S. fyrir um tveimur árum en báðar hófu þær vegferð sína í dansinum hér heima. Það sem vekur þó ekki síst eftirtekt er að svo ungar listakonur skuli kjósa að leita í smiðju lista- stefnu á borð við dadaisma sem er reyndar 100 ára um þessar mundir. Rósa segir að rætur dadaismans megi rekja til þess þegar hinn víð- frægi Cabaret Voltaire hafi opnað í Zürich. „Hugo Ball og Emma Henn- ings opnuðu þennan kabarett sem ákveðið svar því hvernig listin var á þessum tíma. Þau voru mikið að velta því fyrir sér hvernig við metum list og þau gerðu mikið af því að blanda saman listgreinum og vissulega að stuða fólk. Þau skrifuðu mikið af manifestóum þar sem þau veltu fyrir sér gildi listarinnar og þar skrifuðu þau jafnvel manifestó sem stönguðust á og svona rugluðu dáldið hressilega í fólki.“ Inga Huld tekur undir þetta og bætir við að þetta hafi líka mikið til verið ákveðið svar við stríði og ástandinu í samfélaginu. „Það voru margir listamenn þarna í Zürich sem höfðu þurft að flýja frá sínum heimahögum í fyrri heimsstyrjöld- inni og þau voru að reyna að tækla þær öfgastefnur sem voru í gangi í listheiminum á þessum tíma.“ En hvers vegna skyldi þetta höfða til tveggja ungra danshöfunda frá Íslandi hundrað árum síðar? „Við búum Brussel og það hefur farið mikið fyrir þessu afmæli þar og víðar. Okkur fannst því tilvalið að fagna þessu líka í dansi, ekki síst vegna þess að dansinn hefur ekki verið ýkja tengdur við dadaisma. Kannski er það vegna þess að þær konur sem unnu innan stefnunnar fengu litla umfjöllun á sínum tíma og því er lítið vitað um dans innan stefnunnar. Þegar við fórum að skoða stefn- una og forsendur hennar þá fannst okkur líka að það væri mikill sam- hljómur með því sem er að gerast í samfélaginu í dag og var þá. Þannig að þetta á við í dag.“ Rósa segir að þetta felist meðal annars í þeim mikla uppgangi öfga sem heimurinn stendur frammi fyrir í samtímanum. „Það er mikill hægri uppgangur og aðskilnaður á svo mörgum sviðum. Sjáið bara Trump. Málið er að sagan virðist vera að endurtaka sig. Því miður virðist það vera þannig að þetta harðlínuhægri sem fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina núna ber með sér kynþáttafor- dóma og fleiri fordóma gagnvart ýmsum minnihlutahópum og það er auðvitað áhyggjuefni.“ „En markmið dada er að forð- ast þennan aðskilnað,“ segir Inga Huld. „Leitast við að láta allt efni búa saman í sátt í einum heimi. Klippimyndin á þannig t.d. upp- runa sinn í þessari stefnu og hún gengur einmitt út á að endurnýta og sætta ólík efni í einni heild. Þannig er þessi stefna svar við því að skapa list á tímum ringulreiðar og óvissu og við leitumst við að gera slíkt hið sama. Við erum á ákveðinn hátt að gera klippi- myndaverk, eins og þessir lista- menn gerðu fyrir hundrað árum, en auðvitað gerum við það á okkar hátt og inn í samtímann.“ Dada leitast við að láta allt búa saman í sátt í einum heimi Í kvöld frumsýnir Íslenski dansflokkurinn DaDa Dans á Nýja sviði Borgarleikhússins. Dadaismi er einmitt hundrað ára um þessar mundir en felur þó í sér skírskotanir til dagsins í dag. Danshöfundarnir á Nýja sviði Borgarleikhússins þar sem verkið þeirra DaDa Dans verður frumsýnt í kvöld. FréttaBlaðið/GVa Úr sýningunni DaDa Dans hjá Íslenska dansflokknum. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ÞaNNig er Þessi stefNa svar við ÞvÍ að skapa list á tÍmum riNgulreiðar og óvissu og við leitumst við að gera slÍkt hið sama. 1 2 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r56 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.