Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Stjórn Faxaflóahafna hefur hafnað ósk Kaldadals ehf. að láta vinna deiliskipulag fyrir viðbyggingu vestan við Hafnarbúðir, sem standa við Geirsgötu, við gömlu höfnina í Reykjavík. Hafnarnefndin lítur svo á að skipulag geri ekki ráð fyrir svo umfangsmikilli byggingu. Ef bygging kæmi á þessum reit yrði hún í stíl við grænu verbúðirnar við hliðina. Fram kemur í greinargerð Kaldadals og Batterísins arkitekta að upphafleg hönnun hússins hafi miðað að því að það yrði stækk- að til vesturs. Tenging yrði beint úr núver- andi stigahúsi í fyrirhugaða stækkun, sem einnig sést á því að hluti vesturhliðar núver- andi húss sé gluggalaus af þeim sökum. Við- byggingin taki mið af eldra húsinu, sé þriggja hæða með mænisþaki, sem tengi þannig hæð með hallandi þaki. Þarna sé horft til anda, horfs og mælikvarða eldri byggðar í Vesturbænum. Ofanjarðar bætist við 815 fermetrar og verði alls 1.827 fer- metrar. Byggingamagn á lóðinni verði alls 2.617 fermetrar, með bílakjallara. Í viðbygg- ingunni verði um það bil 560 fermetrar not- aðir undir veitingastarfsemi, verslun og aðra þjónustu. Að beiðni Faxaflóahafna sf. vinnur Borgarsögusafn Reykjavíkur um þessar mundir að endurskoðun húsakönnunar fyrir svæðið Suðurbugt við Reykjavíkurhöfn sem afmarkast af götunum Suðurbugt, Geirsgötu og Ægisgarði. Fram kemur í drögum að húsakönnuninni að Hafnarbúðir voru byggð- ar á árunum 1958-1961 sem verkamannahús og sjómannastofa og tóku við hlutverki gamla Verkamannaskýlisins svokallaða við Tryggvagötu/Kalkofnsveg. Húsið teiknuðu Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkur, og Aðalsteinn Richter arkitekt. Rekstrargrundvöllur hússins brast Húsið var formlega tekið í notkun 1. maí 1962 og gefið nafnið Hafnarbúðir. Húsið og allur aðbúnaður í því hlaut mikla umfjöllun á sínum tíma og þótti vandað að hönnun og smíði, vistlegt og nýtískulegt. Strax um 1970 var grundvöllur fyrir rekstrinum brostinn af ýmsum ástæðum og eftir það stóð húsið stóð autt í nokkur ár. Þegar eldgosið varð í Vest- mannaeyjum 1973 var húsið nýtt undir bæj- arskrifstofur Vestmannaeyja og félagslega aðstöðu fyrir brottflutta íbúa. Árið 1975 var Borgarspítalanum afhent húsið til reksturs endurhæfingar- og hjúkrunardeildar fyrir aldraða. Árið 1985 seldi Reykjavíkurborg ríkinu húsið og eftir það var hjúkrunardeild starfrækt þar. Árið 1998 var húsið selt einkaaðilum. Nú eru þar m.a. veitingahúsið Rio og arkitektastofa. Hvað byggingarlist varðar er gildi hússins talið mikið. Hús hannað sem opinber bygg- ing í módernískum stíl, undir hafnartengda starfsemi og veitingarekstur. Menningar- sögulegt gildi er sömuleiðis metið hátt. Tölvumynd/Batteríið Hafnarbúðir Nýbyggingin átti að rísa á lóðinni við hlið grænu verbúðanna. Morgunblaðið/sisi Nýbyggingin Þarna var meðal annars gert ráð fyrir veitingastarfsemi, verslun og þjónustu á 580 fermetrum. Viðbyggingu Hafnarbúða hafnað  Var talin of umfangsmikil  Reiknað með húsi í stíl grænu verbúðanna  Margvísleg starfsemi Verið velkomin í glæsilega sýningaríbúð Breiðakri 4 íbúð merkt 104 Guðbjörg Guðmundsdóttir löggiltur fasteignasali gudbjorg@manalind.is sími: 899 5533 Thelma Víglundsdóttir, löggiltur fasteignasali thelma@manalind.is sími: 860 4700 www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Sölusýning Breiðakur 6-8 Garðabæ Laugardaginn 14. september frá 13:00-14:00 Sunnudaginn 15. september frá 13:00-14:00 Lækkað verð, aðeins 6 íbúðir eftir. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar, fullbúnar án gólfefna. Verð frá 62,9 millj. Nýtt átta íbúða fjölbýli með lyftu, á eftirsóttum stað. Þriggja og fjögurra herbergja íbúðir, 122-138 fm. Öllum íbúðum fylgja stæði í lokaðri bílageymslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.