Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 14
Yfirbygging lögreglunnar alltof mikil
Ríkislögreglustjóri segir hægt að efla löggæslu og spara fé með sameiningu lögregluembætta
Gagnrýni á embættisverk hans að undanförnu sé hluti af rógsherferð til að koma honum úr starfi
Morgunblaðið/Hari
Ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hefur gegnt embættinu í 22 ár. Hann segist orðinn ýmsu vanur í umræðunni.
er alinn upp í því umhverfi að faðir
minn var níddur áratugum saman,
bæði sem ritstjóri og skáld, og ég
sem sonur hans varð fyrir barðinu á
þessu níði áratugum saman og enn
þann dag í dag er ég að lesa það og
heyra, til dæmis í kommentakerfum
og netmiðlum.“
– Hvernig birtist það?
„Það birtist í níði og rógi. Það birt-
ist í því að minn frami sé allur
byggður á pólitískum stöðuveit-
ingum. Að ég hafi orðið lögmaður
hjá ríkislögmanni, fangelsis-
málastjóri, varalögreglustjóri og
ríkislögreglustjóri allt út á pólitík,
allt út á Sjálfstæðisflokkinn, og allt
út á föður minn. Rógberarnir koma
af stað lyginni og áður en þú veist af
er lygin orðin að sannleik. Það er
það sem ég er að horfa upp á núna í
sambandi við að ég sé ógnar-
stjórnandi.“
– Hverjir hafa sett þetta á flot?
„Það hefur borið á þessu reglu-
lega í gegnum tíðina. Það var gríðar-
lega mikið um þetta í kringum
Baugsmálin. Þegar við vorum að
rannsaka Baugsmálin bar mikið á
persónulegu níði á hendur mér og
þeim sem voru hér að rannsaka þau
mál.“
Áróðursvél var sett af stað
– Voru menn þá gerðir út af örk-
inni til að dreifa slíku efni?
„Það hvarflaði að mér. Mér var
sagt að það hefði verið sett af stað
áróðursvél sem mallaði á netmiðlum
og í fjölmiðlunum. Ég veit það ekki.
Ég get ekki sannað það og í raun
þarf ég ekki að sanna það því mér er
hreint sama. Það var svo sem
skiljanlegt vegna þess að þar var um
stóra rannsókn að ræða gagnvart
aðilum sem höfðu mjög mikilla hags-
muna að gæta og eðlilegt í sjálfu
sér. Þannig að ég gat ekki fundið að
því opinberlega og hef aldrei gert
þar til núna að ég bendi á þetta. Ég
er sem sagt alinn upp við þetta og
hef búið við þessa áróðursvél ára-
tugum saman.“
– Hvað finnst þér um það að þess-
um aðferðum sé beitt á Íslandi?
„Eins og ég sagði í upphafi hef ég
nú ýmsa fjöruna sopið, af ýmsum
ástæðum. Ég held að Ísland skeri
sig ekkert úr hvað þetta varðar, að
reynt sé að koma mönnum frá með
svívirðilegum aðferðum í valdatafli,
hagsmunagæslu og pólitík, það er
mannlegt þótt það sé ekki stór-
mannlegt. Ég er búinn að vera í
þessu embætti í 22 ár og hef verið
embættismaður í erfiðum hlut-
verkum í hátt í 40 ár,en hef ekki
fyrr en á þessu ári þurft að ganga í
gegnum árásir af þeim toga sem við
erum að horfa á innan kerfisins.“
– Án þess að rjúfa trúnað gætirðu
sagt hvernig þetta birtist innan kerf-
is? Verðurðu var við baktal um þig?
„Já. Það eru sagðar ljótar sögur af
mér persónulega, sögur sem eru
búnar til og mínir nánustu sam-
starfsmenn kannast ekki við. Þær
koma frá fólki sem ég hef þurft að
taka á, oft á tíðum, og á harma að
hefna. Rógberar magna upp sögur
og dreifa þeim og áður en maður veit
af er lygin orðin að staðreyndum.
Síðan er byggt á þeim svokölluðu
staðreyndum og haldið áfram veginn
á sömu braut.“
– Hvaða áhrif hefur það haft á
starfsemina að embættið hafi verið
undir slíkum árásum?
„Þetta hefur niðurbrotsáhrif á allt
mitt frábæra samstarfsfólk sem
reynir að láta þessi hjaðningavíg
ekki hafa áhrif á starfsemi embætt-
isins. Þetta hefur slæm áhrif á mína
nánustu fjölskyldu og vini sem hafa
margoft óskað eftir því við mig að ég
hætti sem ríkislögreglustjóri til þess
að þau fengju frið fyrir níði og rógi
um mína persónu. Og ég hef hugsað
með mér að þetta sé nú að verða
ágætt og að það sé nú ef til vill mitt
hlutverk að bæði hlífa þeim og fara
að þeirra óskum um að hætta þessu.
Rógburðurinn er víða. Ég hef líka
verið kallaður rasisti, nasisti og fas-
isti. Mér er í fersku minni að doktor
við Háskóla Íslands skrifaði á face-
booksíðu fyrir nokkru að ég væri
bæði rasisti og fasisti.“
– Hvert var tilefnið?
„Það er kannski vegna þess að ég
er einhvers konar andlit fulltrúa
þeirra sem eiga að halda uppi rétt-
arríkinu og verða fyrir barðinu á
svona orðræðu. Það skýrir hins veg-
ar ekki þá orðræðu sem á sér stað
innan úr lögreglunni núna nema
varðandi það sem ég var að segja áð-
an. Ég held að þeir sem tala um ótta-
stjórn og ógnarstjórn, og saka menn
um fasisma, nasisma og rasisma, átti
sig ekki á merkingu þessara orða í
nútímanum. Ég held enda að þessi
orð séu merkingarlítil ef þau hafa þá
nokkra merkingu lengur. Guðni Th.
Jóhannesson, forseti Íslands, vék að
– Nýr dómsmálaráðherra hefur
sagt til skoðunar að bjóða þér
starfslokasamning. Kemur til
greina af þinni hálfu að undirrita
slíkan samning á þessu ári?
„Ég á þrjú ár eftir af mínum skip-
unartíma, þetta er fimmta tímabilið
sem ég er skipaður til fimm ára,
þ.e.a.s. ég hef verið hér í 22 ár og á
þrjú ár eftir af skipunartímanum.
Ég ætla mér ekki að vera lengur í
þessu starfi en það, að minnsta
kosti, en ef núverandi ráðherra
myndi vilja gera starfslokasamning
á þeim nótum sem mér myndi
hugnast, þá myndi ég skoða það í
fullri alvöru. En það leysir engan
vanda að ég hverfi af vettvangi. Það
er vegna þess að ríkislögreglu-
stjórinn Haraldur Johannessen og
persóna hans er ekki höfuðvandinn
heldur er vandinn kerfislægur. Fyrst
og fremst stjórnskipulag lögregl-
unnar og stofnanauppbygging en
– Hvernig vandamál eru þetta hjá
starfsmönnum sem ekki er tekið á.
Geturðu tekið dæmi?
„Það eru alls kyns agavandamál,
eins og ég nefndi áðan.“
– Eru menn ekki að sinna starfi
sínu vel?
„Ég nefni til dæmis að hjá þessu
embætti hafa komið upp erfið
starfsmannamál. Þegar tekið er á
slíkum málum, en án þess að ég
megi fara út í einstök mál, veldur
það ekki mikilli gleði hjá viðkom-
andi starfsmönnum. Það þarf hins
vegar að gera það og forstöðu-
maður sem ætlar sér að stjórna
sínu embætti þarf að hafa bein í
nefinu til þess. Ef hann er í vin-
sældaleik missir hann fljótt stöðu
sína sem stjórnandi en þeir stjórn-
endur sem ætla sér virkilega að
stjórna sínum embættum, og taka á
málum sem koma upp, eru oft kall-
aðir ógnar- og óttastjórnendur.“
kannski líka sá
að það eru of
margir stjórn-
endur hjá hinu
opinbera sem
veigra sér við
því að taka á
erfiðum mál-
um.“
Hvernig
málum?
„Starfs-
mannamálum til dæmis. Ég hef
horft á of marga stjórnendur í
gegnum árin kaupa sér frið og enda
eftir vinsældaleiki undir sínum
undirmönnum. Ég hef séð of mörg
dæmi um þetta. Vinnuumhverfi for-
stöðumanna ríkisstofnana er orðið
mjög erfitt. Þeir eiga mjög erfitt
með að beita sér. Lagaumhverfið er
þannig að þeir eiga oft á tíðum
erfitt með að ná fram því sem þeir
telja ákjósanlegt.“
Starfslokasamningur hefur komið til umræðu
HARALDUR Á ÞRJÚ ÁR EFTIR AF SKIPUNARTÍMANUM
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Embætti ríkislögreglustjóra hefur
verið í vörn að undanförnu. Har-
aldur Johannessen ríkislögreglu-
stjóri hefur sætt gagnrýni og Ríkis-
endurskoðun hyggst gera úttekt á
embættinu. Áslaug Arna Sigur-
björnsdóttir, nýr dómsmálaráð-
herra, segir starfslokasamning við
Harald til skoðunar.
Af því tilefni settist Morgunblaðið
niður með Haraldi á skrifstofu hans.
Með harðari skráp en flestir
– Byrjum á gagnrýninni. Undan-
farið hafa birst margar fréttir um
þig og embættið þar sem þú ert
heldur í vörn. Erfið mál hafa verið
rifjuð upp og m.a. verið fullyrt að
embættið hafi ofrukkað lögreglu-
embætti vegna lögreglubíla. Fata-
mál lögreglu hafa dregist inn í um-
ræðuna og því verið haldið fram að
ríkislögreglustjóri hafi vanrækt að
setja nýjar verklagsreglur, þrátt
fyrir ákall þar um. Er þetta skipu-
lögð herferð gegn þér?
„Ég hef rætt við marga, innan lög-
reglunnar og utan hennar, og allir
sem ég hef rætt við – þ.m.t. mínir
samstarfsmenn – eru sannfærðir um
að tilgangurinn með þessari opin-
beru umræðu á þessu ári, árið 2019,
sé að koma mér frá.“
– Af hverju? Hverjir vilja koma
þér frá?
„Það eru eflaust ýmsir sem telja
að þeir séu betur til þess fallnir en
ég að vera í þessu embætti.“
Þarf stundum að grípa inn í
– Hvað um fullyrðingar um að hjá
embættinu ríki ógnarstjórn?
„Mín persóna hefur verið í um-
ræðunni en hún er greinilega að
þvælast fyrir einhverjum. Í sumum
tilvikum eiga í hlut starfsmenn þar
sem stjórnendavald ríkislög-
reglustjóra hefur þurft að koma við
sögu. Skiljanlega eru ekki allir
starfsmenn sáttir við að for-
stöðumaðurinn þarf stundum að
grípa inn í varðandi starfshætti og
framkomu starfsmanna og einnig
hvað varðar til dæmis stöðuveit-
ingar. Það eru ekki allir sáttir við að
fá ekki framgang og frama. Ég hef
tekið eftir því í umræðunni að þetta
er að birtast með orðum eins og
ógnarstjórn og óttastjórn og fullyrð-
ingum um meðvirkni yfirmanna
þessa embættis. Þeir eru reyndar
um 20 þannig að ógnarstjórnin
hlýtur að koma frá bæði mér og
þeim að einhverju leyti.
Þetta eru myndbirtingar orða sem
eru notuð þegar stjórnendur þurfa
oft á tíðum að taka á starfsmanna-
málum en eiga erfitt um vik að segja
frá því opinberlega, nákvæmlega,
hvað býr þar að baki. Það er vegna
þess að við verðum víst að hlífa opin-
berum starfsmönnum frá því að
segja allt um þeirra hagi. Því væri
hins vegar öðruvísi farið í einkageir-
anum. Hið opinbera kerfi heldur
hlífiskildi yfir starfsmönnum sem
einkageirinn gerir ekki. Þetta gerir
forstöðumönnum ríkisstofnana oft á
tíðum erfitt fyrir. Þeir geta í raun
ekki losað sig við óhæfa starfsmenn.
Meðan þeir eru áfram starfandi
valda þeir ólgu og óróa og stíga svo
fram með þeim hætti sem við höfum
orðið vitni að á undanförnu,“ segir
Haraldur og þagnar.
Þekkir hatursorðræðuna
„Ég er alinn upp við það sem son-
ur ritstjóra Morgunblaðsins, Matt-
híasar Johannessen, að sótt sé að
mönnum. Ég þekki hatursorðræð-
una um föður minn og fjölskyldu
mína svo vel. Orðræða eins og sú
sem ég er að upplifa núna hrín ekki
eins á mér og hún myndi gera hjá
öðru fólki. Það er vegna þess að ég