Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, er fyrsti flutn-
ingsmaður frumvarpa til laga um
breytingu á barnaverndarlögum, nr.
80/2002, og almennum hegningar-
lögum, nr. 19/1940 sem felur það í sér
að heimilt verði að viðhafa sérstakt
eftirlit með barnaníðingum sem af-
plánað hafa fangelsisdóm. Þetta er í
þriðja sinn sem frumvarpið er flutt.
Helga Vala Helgadóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar, og Halla
Signý Kristjánsdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins, eru meðflutn-
ingsmenn Silju að frumvarpinu.
Lögð er til breyting á barnavernd-
arlögum í nýrri grein, 36. gr. undir
fyrirsögninni Eftirlit. Þar segir m.a.:
„Fangelsismálastofnun veitir Barna-
verndarstofu upplýsingar um upphaf
afplánunar í þeim tilvikum þegar brot
á ákvæðum XXII. kafla almennra
hegningarlaga, nr. 19/1940, hefur
beinst gegn einstaklingi sem ekki
hefur náð 18 ára aldri.
Bendi niðurstöður mats sam-
kvæmt lögum um meðferð sakamála
til þess að veruleg hætta sé talin stafa
af viðkomandi einstaklingi og í refsi-
dómi er kveðið á um áframhaldandi
ráðstafanir í öryggisskyni eftir að af-
plánun lýkur skulu Barnavernd-
arstofa og Fangelsismálastofnun eiga
samstarf um úrræði gagnvart ein-
staklingnum á meðan afplánun og
reynslulausn varir.
Fangelsismálastofnun veitir
Barnaverndarstofu jafnframt upplýs-
ingar um lok afplánunar og reynslu-
lausnar, skilyrði sem sett eru í refsi-
dómi fyrir reynslulausn sem og
fyrirhugaðan dvalarstað einstaklings
að afplánun lokinni auk gagna sem til
eru frá heilbrigðisstarfsmönnum um
einstaklinginn. Viðkomandi ein-
staklingi er jafnframt skylt að til-
kynna breyttan dvalarstað til Barna-
verndarstofu án tafar þegar afplánun
er lokið allan þann tíma sem áfram-
haldandi ráðstafanir eiga að vara.
Í þeim tilvikum þar sem kveðið er á
um sérstakar öryggisráðstafanir
gagnvart einstaklingum, sem hafa
gerst sekir um brot á ákvæðum
XXII. kafla almennra hegningarlaga,
hefur Barnaverndarstofa, í samráði
við lögreglu og barnaverndar- og fé-
lagsmálayfirvöld þar sem ein-
staklingur er búsettur, það hlutverk
að gera þær öryggisráðstafanir.
Barnaverndarstofa getur tilkynnt
viðkomandi barnaverndarnefnd flytji
einstaklingur sem veruleg hætta er
talin stafa af í umdæmi hennar. Ef rík
barnaverndarsjónarmið mæla með
getur barnaverndarnefnd gert öðrum
viðvart að fengnu samþykki Barna-
verndarstofu.“
Vilja heimila
eftirlit með
barnaníðingum
Eftirlit geti farið fram þótt einstak-
lingur hafi lokið afplánun dóms
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Frumvarp um eftirlit með
barnaníðingum flutt í þriðja sinn.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Hvorki gengur né rekur hjá Strætó
að halda áætlun strætisvagna að
Háskólanum í Reykjavík. Strætó
gerði breytingar á leiðakerfi sínu
fyrir haustið til þess að bæta úr,
þær hafa litlu skilað fyrir farþega á
leið í HR. Sem kunnugt er teppist
umferð verulega í nágrenni við
skólann á álagstímum.
Morgunblaðinu barst ábending
um nemanda skólans sem rak upp
stór augu þegar mælt var með því á
vef Strætó að taka leið 18 ofan úr
Grafarholti niður að Veðurstofu til
þess að ganga síðan í hátt í 25 mín-
útur, yfir Öskjuhlíð og að HR.
Hugnaðist honum þetta illa, sér-
staklega með frost, slabb og
skammdegi í huga, og ákvað að
fjárfesta í bíl til þess að sækja skól-
ann.
Áætlanir standast ekki
Strætó gerir ráð fyrir annarri
leið, þ.e. úr Grafarholti með leið 18 í
Ártún þar sem skipt sé yfir í vagn
6. Með honum liggi leið að BSÍ það-
an sem leið 8 fer í HR, en hún er ný
af nálinni hjá Strætó. Guðmundur
Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi
Strætó, segir að áætlanir leiðar 8
standist þó nær aldrei á álagstímum
sökum umferðarþunga í Öskjuhlíð.
Guðmundur Heiðar segir að leið
8 hafi verið bætt við leiðakerfið í
byrjun hausts í tengslum við erf-
iðleikana í Öskjuhlíð. Fimman var
sú leið sem fór að HR, en leið henn-
ar liggur einnig upp í Árbæ og
Norðlingaholt. Guðmundur segir
það hafa komið fyrir að þrjár fimm-
ur hafi verið fastar í einu í umferð
við HR. „Leiðin upp í Árbæ og
Norðlingaholt fór bara í klessu.
Eins og við bjuggumst við, þá er
leið 8 reglulega föst og engar áætl-
anir standast á álagstímum liggur
við, þar til eitthvað meira kemur til.
Hvað það verður er ég bara ekki
viss um,“ segir hann.
Hugbúnaðurinn ferkantaður
Spurður hvort Strætó sé ráð-
þrota hvað varðar strætóferðir að
háskólanum svarar Guðmundur
Heiðar því til að það sé „eiginlega“
staðan.
„Það hefur verið rætt um for-
gangsakrein og brú þarna yfir [frá
Kársnesi], en það snýr algjörlega að
skipulagshliðinni. Það segir sig
sjálft að það verður teppa þegar
það er bara ein akrein að háskól-
anum. Sumir hafa lýst því að þeir
séu 70 mínútur á einkabíl frá Há-
skólanum að BSÍ. Aðstæðurnar eru
bara hræðilegar,“ segir hann. „Ég
veit að fólk er ekki endilega ánægt
með þá breytingu að þurfa að
skipta þrisvar um vagn, en þetta er
okkar tilraun til þess að gera fimm-
una að áreiðanlegri leið,“ segir Guð-
mundur Heiðar.
Spurður af hverju Strætó mæli
með því að fólk gangi í 25 mínútur
frá Veðurstofu Íslands segir Guð-
mundur Heiðar að á vefnum og í
smáforritinu sé lögð áhersla á það í
algríminu að stinga upp á leiðum
þar sem sjaldan sé skipt um vagna.
Þó sé einnig tekið með í reikninginn
að fólk þurfi ekki að ganga langar
vegalengdir. „Ég held að „appið“
gefi hugmyndir um að labba gegn-
um Öskjuhlíðina af því 18 stoppar
ekki á BSÍ, en síðan er einnig gef-
inn möguleiki á því að skipta yfir í
leið 6 í Ártúni. Appið reynir að
halda skiptingum milli vagna eins
fáum og hægt er,“ segir Guðmund-
ur. „Þetta er auðvitað hugbúnaður
sem er ótrúlega ferkantaður í hugs-
un. Við biðjum fólk að skoða mögu-
leikana aðeins betur því appið gerir
kannski ekki alveg ráð fyrir veðri
og vindum.“
Fastir í sömu súpu og aðrir
Leó Snær Emilsson, formaður
Stúdentafélags HR, segir félagið
hafa ritað borginni og Strætó bréf
vegna stöðu mála. Hann segir það
koma fyrir að nemendur mæti of
seint í kennslustundir vegna um-
ferðarinnar, en enn meiri álagstími
sé þó seinnipartinn. Ekki hefji allir
skóladaginn á sama tíma en margir
vilji komast heim á sama tíma.
„Það er ekki beint hvetjandi að
taka strætó ef þú ert fastur í sömu
súpunni og allir hinir,“ segir hann,
en samkvæmt svörum Strætó við
erindi stúdentanna sér Reykjavík-
urborg um að greiða úr flækjunni.
„Með tilkomu borgarlínu á að
breikka veginn og búa til sérakrein
fyrir strætó. Við erum að þrýsta á
Reykjavíkurborg um að gera þetta
fyrr,“ segir Leó Snær, en hug-
myndin gengur út á að viðbótar-
akrein yrði forgangsakrein fyrir
strætó eingöngu á álagstímum.
Leó bendir á að málið snúist ekki
aðeins um hentisemi fyrir nemend-
ur heldur sé einnig öryggisatriði
tengt rýmingu háskólans.
Strætó er ráðþrota
Strætó-appið mælti með 20 mínútna göngutúr í Öskjuhlíð
Áætlun HR-leiðar stenst illa Stúdentar þrýsta á borgina
Ferðatími með Strætó frá Grafarholti að Háskólanum í Reykjavík
Dæmi um tvær mismunandi
leiðir samkvæmt vefsíðu Strætó
Kristnibraut/
Prestastígur
07:35
Kristnibraut / Prestastígur
07:3708:19 07:59
Veðurstofan
Veðurstofan
Ártún
BSÍ
Háskólinn
í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík
Gangið yfi r Hinkrið í
2 mín.22 mín.20 mín.
Takið leið 18 í átt að HlemmiÖskjuhlíðina
Ferðatími er alls tæpar
45 mínútur
Kortagrunnur:
www.strætó.is
Miðað við neðangreinda
brottfarartíma
18 HLEMMUR
07:50
Kristnibraut / Prestastígur
07:5208:30
Ártún
08:1708:23 08:0308:08
BSÍ
Háskólinn
í Reykjavík
Hinkrið í
2 mín.11 mín.7-10 mín.*
Leið 18 í átt að Hlemmi
9 mín.
Leið 6 að BSÍLeið 8 að Nauthól
*Með stuttri göngu að
Háskólanum
Fyrir hrein eyru
EINFÖLD OG ÁHRIFARÍK LEIÐ TIL AÐ
MÝKJA OG FJARLÆGJA EYRNAMERG Á
NÁTTÚRULEGAN HÁTT MEÐ ÓLÍFUOLÍU
fæst í öllum helstu apótekum
Rúmlega tveir af hverjum tíu hafa
orðið fyrir einelti á vinnustað og
eru konur líklegri en karlar til að
greina frá því, eða um 25 prósent
kvenna á móti sjö prósentum karla.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu sem Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamála-
ráðherra, tók á móti í gær og
kynnti fyrir ríkisstjórninni. Skýrsl-
an nefnist „Valdbeiting á vinnustað
– rannsókn á algengi og eðli einelt-
is og áreitni á íslenskum vinnu-
markaði“.
Samkvæmt rannsókninni eru
fatlaðir þátttakendur og þátttak-
endur með skerta starfsgetu mun
líklegri til að hafa reynslu af einelti
en þátttakendur án skerðingar eða
fötlunar, eða 35% á móti 20%.
Um 16% þátttakenda greina frá
því að hafa orðið fyrir kynferðis-
legri áreitni einhvern tíma á vinnu-
ferlinum; 25% kvenna og 7% karla.
Fatlaðir þátttakendur og þátttak-
endur með skerta starfsgetu eru
samkvæmt skýrslunni líklegri til að
hafa orðið fyrir kynferðislegri
áreitni á vinnustað einhvern tíma á
lífsleiðinni en aðrir þátttakendur,
eða 21 prósent á móti 15 prósent-
um.
Konur líklegri til að greina frá einelti