Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Á vordögum voru sett upp skiptitjöld í bæði
íþróttahúsin í Fjallabyggð, þ.e. í Ólafsfirði og á
Siglufirði. Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skipti-
tjöld sem skipta húsunum í þrjú bil. Með þeim
skapast tækifæri til að nýta húsin betur og vera
með þjálfun eða kennslu í hverju bili fyrir sig
þegar það hentar. Samhliða þessu var skipt um
lýsingu í íþróttahúsunum, sett upp stillanleg
LED-lýsing þar sem möguleiki er á að vera
með mismunandi birtustig í bilum salanna.
Kostnaður við uppsetningu skiptitjalda og end-
urnýjun raflýsingar í bæði hús var um
20.000.000 kr. Á döfinni er að byggja við
Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði. Við-
byggingunni er ætlað að bæta aðgengi að
íþróttahúsi, sundlaug og líkamsrækt.
Mikil ánægja er meðal forsvarsmanna
Síldarminjasafns Íslands með 12% aukningu í
gestafjölda fyrstu sex mánuði ársins, miðað við
sama tímabil í fyrra. Gestir heimsækja nú safn-
ið allan ársins hring, því vetrarferðamennska í
Siglufirði hefur tekið stakkaskiptum í kjölfar
opnunar Héðinsfjarðarganga, 2. október 2010.
Árið áður, 2009, voru gestir safnsins fyrstu sex
mánuði ársins tæplega 200% færri en þeir eru
nú.
Umferð um Héðinsfjarðargöng er enn að
aukast. Árið 2011 fóru 548 bílar um þau að með-
altali á dag, í fyrra voru þeir 743, sem er 35%
aukning á sjö árum, og það sem af er þessu ári
er fjöldinn að meðaltali 768 bílar á dag. Mið-
vikudaginn 24. júlí síðastliðinn var metumferð
um göngin en þá fóru 2.128 bílar um þau. Þegar
ráðist var í gerð Héðinsfjarðarganga áætlaði
Vegagerðin að 350 bílar myndu fara um þau á
dag, að meðaltali.
Ferðatímaritið Condé Nast birti í síðasta
mánuði grein sem ber yfirskriftina „The Best
Things to Do in Iceland: Our Definitive List“ –
en eins og titillinn gefur til kynna fjallar greinin
um það besta sem í boði er fyrir ferðalanga á
Íslandi. Þar er að finna náttúruperlur og mat-
arupplifanir, en líka heimsókn á Síldarminja-
safnið. Að mati greinarhöfundar var heimsókn
á safnið meðal þess áhugaverðasta og fróðleg-
asta sem hann upplifði á ferð sinni um landið.
Anna Brynja Agnarsdóttir, nýlega orðin 15
ára gömul, hefur verið valin í U15 landslið Ís-
lands í knattspyrnu. Hún er Siglfirðingur en
leikur með Þór á Akureyri, er á yngra ári í 3.
flokki en hefur jafnframt verið að spila með 2.
flokki í sumar. Hún lék sinn fyrsta leik með
meistaraflokki Þórs/KA á Íslandsmótinu í
Pepsi Max-deild kvenna hinn 10. júlí síðastlið-
inn, þá enn 14 ára. Anna Brynja er nýkomin
heim frá Víetnam eftir sigurför U15 þangað.
Frænka hennar, Margrét Brynja Hlöðvers-
dóttir, en þær eru systradætur, var á sama
tíma valin í lokahóp U17 ára landsliðs Íslands í
blaki sem er að keppa í Köge í Danmörku. Liðið
fór utan í fyrradag og spilaði í gær, og svo eru
leikir í dag og á morgun.
Ekki nóg með það, heldur hafa Tinna
Helgadóttir landsliðsþjálfari í badminton og
Jeppe Ludvigsen afreksstjóri/aðstoðarlands-
liðsþjálfari valið í landsliðshópa fyrir tímabilið
2019-2020 og þar á meðal eru tvær siglfirskar
systur, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, sem
hefur verið valin í landsliðshóp yngri spilara, og
Sólrún Anna Ingvarsdóttir, sem hefur verið
valin í A-landslið og afrekshóp BSÍ.
Aðsókn að Ljóðasetri Íslands hefur aldrei
verið meiri á einu ári. Árið 2015 komu 1.310
gestir í Ljóðasetrið en nú eru þeir orðnir 1.400.
Stefnt er að því að gestir setursins í ár verði yf-
ir 1.500. Ljóðahátíðin Haustglæður hefst í
Fjallabyggð í dag, og nú 13. árið í röð. Aðal-
gestir hennar verða að þessu sinni ljóðskáldið
Anton Helgi Jónsson og leikarinn Elfar Logi
Hannesson.
Á fundi Bæjarráðs Fjallabyggðar 9. sept-
ember var lögð fram umsögn bæjarstjóra, dag-
sett 6. september 2019, vegna fráveitumála og
þeirra aðstæðna sem sköpuðust í Fjallabyggð
dagana 14.-16. ágúst síðastliðinn, þegar flæddi
inn í mörg hús í sveitarfélaginu. Tillögur um úr-
bætur voru eftirfarandi: a) Að halda áfram
vinnu við að fanga lindar-/ofanvatn og tengja
það í sérstakar ofanvatnslagnir, b) að fjárfesta í
færanlegum dælum með mikla afkastagetu
sem notaðar yrðu við útrásarbrunna til að létta
á kerfinu í miklu úrhelli og hárri sjávarstöðu, c)
að gera samkomulag við Veðurstofu Íslands um
að viðvörun berist til yfirstjórnar Fjallabyggð-
ar ef miklar rigningar eru fyrirsjáanlegar á
utanverðum Tröllaskaga, og d) að brýna fyrir
húseigendum, sem eru með niðurgrafna kjall-
ara á Eyrinni á Siglufirði, að setja einstreym-
isloka á hús og leggja drenkerfi með dælu í
kringum húsin.
VSÓ ráðgjöf hefur séð um hönnun á frá-
veitu Fjallabyggðar.
Siglfirðingur.is hefur með tölvubréfi dag-
settu 15. ágúst 2019 farið þess á leit við bæj-
aryfirvöld að þau gefi upp kostnaðartölur við
úrbætur á fráveitukerfi Siglufjarðar allt frá því
að ákveðið var að ráðast í þær samkvæmt heild-
aráætlun sem gerð var árið 2000, og til þessa
dags, og einnig spurt hvenær ráðgert sé að
framkvæmdum ljúki, en upphaflega átti það að
vera 2018. Ekkert svar hefur enn borist, þrátt
fyrir ítrekanir.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Fráveitumál hafa lengi verið í brennidepli á Siglufirði og eru það enn, innan sem utan bæjarstjórnarinnar.
Beðið svara um kostnað við fráveitukerfið
„Þetta er mjög merk viðbót við fán-
una okkar þó að tegundin sé útdauð,“
segir Hilmar J. Malmquist, forstöðu-
maður Náttúruminjasafns Íslands,
um þá niðurstöðu hóps vísindamanna
að sérstakur íslenskur rostungastofn
hafi lifað á Íslandi fram að landnámi.
Grein um rannsóknina, sem unnin
var af hópi vísindamanna frá Íslandi,
Danmörku og Hollandi, var í gær
birt í vísindatímaritinu Molecular
Biology and Evolution og nefnist
„Disappearance of Icelandic walru-
ses coincided with Norse settle-
ment“.
Fjórir íslenskir vísindamenn eru
meðal höfunda greinarinnar, en auk
Hilmars eru það þeir Snæbjörn Páls-
son erfðafræðingur, Bjarni F. Ein-
arsson fornleifafræðingur og Ævar
Petersen dýrafræðingur. Aðrir
greinarhöfundar eru danskir og hol-
lenskir vísindamenn.
Niðurstaðan var fengin með DNA-
rannsókn á hvatberum úr 800-900
ára gömlum tönnum, beinum og
hauskúpum 34 rostunga, sem fundist
hafa á Íslandi. Þeir mynduðu sér-
stakan erfðafræðilegan stofn ís-
lenskra rostunga sem dó svo út um
landnám, eða fyrir um 1.100 árum.
„Það er tvennt sem er athyglisverð-
ast í þessu,“ sagði Hilmar í samtali
við mbl.is í gær. „Í fyrsta lagi að hér
hafi verið sérstakur rostungastofn
sem er erfðafræðilega aðgreindur frá
öðrum rostungum í Atlantshafinu.
Það er alveg ný vitneskja. Í öðru lagi
er það svo að stofninn hafi liðið undir
lok í kringum landnám og þjóðveld-
isöldina.“ Segir Hilmar íslenska rost-
ungastofninn hverfa upp úr miðri 13.
öld, en eftir það finnast ekki fleiri
dæmi um þennan stofn.
Undanfarin ár og jafnvel aldir hafa
ratað hingað einn til tveir rostungar
á ári, en eins og Hilmar bendir á eru
þeir flækingar en þessi séríslenski
stofn hafði hér fasta viðveru.
Stofn rostunga hér
fyrir landnám
Ný vísindarannsókn birt í gær
Rostungur Sérstakur íslenskur
stofn lifði hér við land áður fyrr.