Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 24
Teymi UN Women-teymið hjá Pipar\TBWA: Hreiðar Júlíusson, Víðir
Björnsson, Sævar Sigurgeirsson, Ásdís Rúnarsdóttir, Björn Jónsson,
Vigdís Jóhannsdóttir, Selma Þorsteinsdóttir og Snorri Sturluson.
laun, en það var fyrir 29 árum þegar
AUK, Auglýsingastofa Kristínar,
fékk verðlaun fyrir umbúðir sem El-
ísabet Cohran hannaði.
Verðlaunaherferðin var frumsýnd
á síðasta ári. Hún vakti strax mikla
athygli og var valin almannaheilla-
auglýsing ársins á Lúðrinum – ís-
lensku auglýsingaverðlaununum.
Átakanleg vinna
Í auglýsingunni lásu karlar tvo
texta um gróft kynferðisofbeldi.
Fyrst texta sem gerðist úti í heimi en
síðar lásu þeir lýsingu, sem þeir fengu
síðar að vita að var skrifuð af konu
sem sat á móti þeim.
„Verðlaunin verða ekki mikið stærri.
Þetta er eins og að fá Óskarsverð-
launin,“ segir Valgeir Magnússon,
starfandi stjórnarformaður auglýs-
ingastofunnar Pipar\TBWA, en stof-
an fékk á dögunum gullverðlaun í
hinni bandarísku CLIO-auglýsinga-
keppni, fyrir He for She-herferðina
sem unnin var fyrir UN Women á Ís-
landi. Titill herferðarinnar var: „Kyn-
bundið ofbeldi er nær en þú heldur“.
Valgeir segir að fulltrúar Pipar\-
TBWA muni fara til New York til að
veita verðlaununum viðtöku hinn 25.
september nk. Aðspurður segir hann
að íslensk auglýsingastofa hafi aðeins
einu sinni áður fengið CLIO-verð-
„Vinnan við herferðina var mjög
átakanleg. Þegar þú lest texta um
svona gróft kynferðisofbeldi, og færð
svo að vita að fórnarlambið situr beint
á móti þér, þá koma alvöru tilfinning-
ar fram beint í andliti viðkomandi. Við
sem fylgdumst með fengum einnig til-
finningarnar beint í æð.“
Spurður um hvaða þýðingu verð-
launin hafa fyrir Pipar\TBWA segir
Valgeir að það sé gott fyrir sjálfs-
traustið að fá svona alþjóðlega viður-
kenningu. „Þetta hefur líka vakið at-
hygli á okkur. Við erum hluti af hinni
alþjóðlegu TBWA-auglýsingastofu-
keðju og þetta þýðir að við skiptum
meira máli í heildarsamhenginu.“
Herferð Söngvarinn Króli var einn karlmannanna sem komu fram í auglýs-
ingunni. Hér sést hann á auglýsingaskilti úr herferðinni.
Eins og að fá Óskarsverð-
launin í auglýsingagerð
Pipar\TBWA fékk eftirsótt verðlaun fyrir herferð um kyn-
ferðisofbeldi Fara til New York 25. september
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
STUTT
● Hlutabréf Kviku
hækkuðu um
0,78%, mest allra
fyrirtækja, í Kaup-
höll Íslands í gær í
241 milljóna króna
viðskiptum. Gengi
bréfa Kviku nemur
10,3 kr. bréfið.
Heildarvelta í kaup-
höllinni í gær nam
711 milljónum
króna en viðskipti með bréf Marels,
sem lækkuðu um 0,09% og standa í
578,5 kr. og bréf Kviku námu 63% af
heildarviðskiptum gærdagsins. Mest
lækkuðu hlutabréf í sjávarútvegsfyr-
irtækinu Brimi, eða um 2,77% í 132
milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa
félagsins stendur í 36,9 kr. Þá lækkaði
Skeljungur um 1,15% og standa bréf
félagsins í 7,72 kr.
Kvika hækkaði mest á
rólegum degi í kauphöll
Bjalla Velta nam
711 mkr. í gær.
9,7% árið 2016. „Hlutfall framúr-
skarandi fyrirtækja í hverjum geira
gefur ákveðna mynd af því hversu
stöðugur geirinn er. Ef þú ert með
mörg framúrskarandi fyrirtæki inn-
an ákveðins geira, ætti það að gefa
til kynna að hann sé frekar stöð-
ugur,“ segir Kári Finnsson, við-
skiptastjóri hjá Creditinfo. Þá er
nýliðun í greininni að minnka, og
aðeins 83 ný fyrirtæki voru skráð
árið 2018. Árið á undan voru þau
108 og árið þar á undan voru þau
166.
Til að ná á lista yfir framúrskar-
andi fyrirtæki þurfa fyrirtæki meðal
annars að uppfylla skilyrði um
meira en 20% eiginfjárhlutfall og já-
kvæða rekstrarniðurstöðu síðustu
þrjú ár. Creditinfo mun gefa út lista
yfir framúrskarandi fyrirtæki þann
23. október nk. Sama dag kemur út
sérblað í samstarfi við Morgunblað-
ið.
Ferðaþjónustan byrjaði að
dragast saman 2017
Áhrif Icelandair mikil á greinina í heild sinni Nýliðun minnkar
Ferðaþjónustufyrirtæki á lista Framúrskarandi fyrirtækja
Þróun EBITDA og rekstrarhagnaðar með og án Icelandair, þús. kr.
Þróun rekstrarhagnaðar, meðaltal 2009-2018
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Öll ferðaþjónustufyrirtæki
Ferðaþjónustufyrirtæki án Icelandair
Þróun EBITDA, meðaltal 2009-2018
100.000
80.000
60.000
40.000
20.000
0
2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Öll ferðaþjónustufyrirtæki
Ferðaþjónustufyrirtæki án Icelandair
Heimild: Creditinfo
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt
um það á þessu ári að íslensk ferða-
þjónusta hafi dregist talsvert saman
síðustu mánuði vegna falls flug-
félagsins WOW air meðal annars,
þá sýna ný gögn frá Creditinfo að
samdráttur í ferðaiðnaði hafi byrjað
strax árið 2017.
Þannig sýna gögnin að meðal-
rekstrarhagnaður fyrirtækja í
greininni hafi verið rúmar 63 millj-
ónir króna árið 2016 en árið 2017
var hagnaðurinn orðinn rúmar 44
milljónir króna. Árið 2018 minnkaði
hann enn og var tæpar 25 milljónir
króna. Sömu þróun má sjá í
EBITDA-hagnaði félaganna.
Icelandair stórt
Á töflunni sem fylgir fréttinni má
bæði sjá þróun með og án Iceland-
air, en það er gert vegna umfangs
flugfélagsins og mikilla áhrifa sem
afkoma félagsins hefur á greinina
alla. Félagið tapaði t.d. rúmum 6,7
milljörðum króna á síðasta ári.
Séu aðrir mælikvarðar skoðaðir í
samantekt Creditinfo fyrir Morgun-
blaðið má sjá að hlutfall ferðaþjón-
ustufyrirtæka af fjölda framúrskar-
andi fyrirtækja, lista sem Creditinfo
tekur saman árlega, er aðeins að
dragast saman, og var 8,7% árið
2018. Það var 9% árið á undan og
● Í ágúst jókst velta erlendra greiðslu-
korta um 4,7% borið saman við sama
mánuð í fyrra, að því er fram kemur á
vef Hagstofu Íslands. Er aukningin að-
eins minni en í júlí þegar velta erlendra
greiðslukorta jókst um 5,1% borið sam-
an við júlí 2018. Þessar tölur Hagstof-
unnar taka ekki tillit til viðskipta við ís-
lensk flugfélög og hafa þau verið tekin
út úr veltunni, til að gefa betri mynd af
eyðslu útlendinga á Íslandi.
Á þessu ári hefur velta erlendra
greiðslukorta aukist í sex af þeim átta
mánuðum sem liðnir eru. Í maí og júní
var veltan nánast sú sama og í fyrra.
Kemur aukningin þrátt fyrir fækkun
ferðamanna. Þá hefur meðal annars
greiningardeild Arion banka spáð að
fækkun erlendra ferðamanna til lands-
ins verði um 15% á árinu.
Eyðsla ferðamanna
eykst þrátt fyrir fækkun
14. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.33 125.93 125.63
Sterlingspund 154.48 155.24 154.86
Kanadadalur 94.98 95.54 95.26
Dönsk króna 18.506 18.614 18.56
Norsk króna 13.987 14.069 14.028
Sænsk króna 12.969 13.045 13.007
Svissn. franki 126.42 127.12 126.77
Japanskt jen 1.161 1.1678 1.1644
SDR 171.44 172.46 171.95
Evra 138.11 138.89 138.5
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.5649
Hrávöruverð
Gull 1502.95 ($/únsa)
Ál 1773.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.16 ($/fatið) Brent
Selfoss // Akureyr i // Egilsstaðir
Sími 480 0400 // jotunn@jotunn.is // www.jotunn.is
Tilboðsverð frá
1.480.000
Mest seldu f
jórhjól
á Íslandi á ti
lboði!
ALLT AÐ 1
90.000 kr
.
AFSLÁTTU
R! 1.290.000