Morgunblaðið - 14.09.2019, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Á kjörtímabilinu hef-
ur gengið vel að sækja
fram á öllum sviðum
samfélagsins og í fjár-
lagafrumvarpi ársins
2020 birtist glögglega
áframhaldandi sókn í þá
veru. Í frumvarpinu
birtist enn frekari fram-
sókn í þágu mennta-,
vísinda-, menningar-,
lista-, íþrótta- og æsku-
lýðsmála í landinu sem er í samræmi
við sáttmála ríkisstjórnarflokkanna.
Heildarframlög málefnasviðanna eru
komin í 115 milljarða. Til sam-
anburðar námu heildarframlögin
tæpum 98 milljörðum króna árið 2017
og er því um að ræða nafnverðs-
hækkun upp á 17,5% eða 17 milljarða
króna á þremur árum!
Vel fjármagnaðir
framhaldsskólar
Framlög á hvern framhaldsskóla-
nemenda í fullu námi hækka úr
1.732.000 kr. árið 2019 í 1.819.800 kr.
árið 2020. Framlög til framhalds-
skóla hafa hækkað umtalsvert und-
anfarin ár en sú hækkun mun halda
sér samkvæmt fjármálaáætlun fyrir
árin 2020-2024. Árið 2020 munu
heildarframlög til framhalds-
skólastigsins nema 36,3 milljörðum
kr. sem er aukning um 6 milljarða frá
árinu 2017. Auknir fjármunir sem
runnið hafa til skólanna að und-
anförnu gera þeim kleift að efla sitt
skólastarf enn frekar, meðal annars
með því að bæta námsframboð,
styrkja stoðþjónustu og endurnýja
búnað og kennslutæki.
Starfsnám í forgangi
Meðal áhersluverkefna á árinu
2020 er að efla starfsnám. Forgangs-
raðað er í þágu þess í nýju reiknilík-
ani framhaldsskólanna á komandi
ári. Þá verður unnið að tillögu um
framkvæmd þingsályktunar um að-
gengi að stafrænum
smiðjum og farið í mat
á endurskipulagningu
námstíma til stúdents-
prófs. Áfram er unnið
að því fjölga nem-
endum sem útskrifast
úr framhaldsskóla á til-
settum tíma með því að
kortleggja betur nem-
endur í brotthvarfs-
hættu og innleiða
reglubundnar mæl-
ingar. Sérstök áhersla
er þar lögð á nemendur
með annað móðurmál en íslensku og
nemendur á landsbyggðinni. Þá hef-
ur verið settur á laggirnar starfs-
hópur sem meta mun þörf á heima-
vist á höfuðborgarsvæðinu fyrir
framhaldsskólanema.
Öflugra háskólastig og
OECD-markmið í augnsýn
Undanfarin ár hafa framlög til há-
skóla og rannsóknastarfsemi verið
aukin verulega og er ráðgert að þau
nemi tæpum 41 milljarði kr. á næsta
ári. Það er hækkun um 22,3% frá
árinu 2017 þegar þau námu tæpum
33,4 milljörðum. Nýverið birti Efna-
hags- og framfarastofnunin (OECD)
árlega skýrslu sína Menntun í
brennidepli 2019 (e. Education at
Glance) þar sem fram kemur að Ís-
land nálgist óðfluga meðaltal OECD í
framlögum á hvern ársnema í há-
skóla. Samkvæmt henni voru fram-
lögin á Íslandi 94% af meðaltalinu ár-
ið 2016 sem er nýjasta mælingin.
Ríkisstjórnin stefnir á að framlög á
hvern nemanda hér á landi nái
OECD-meðaltalinu árið 2020. Við er-
um því sannarlega á réttri leið. Meg-
inmarkmið stjórnvalda er að íslensk-
ir háskólar og alþjóðlega
samkeppnishæfar rannsóknastofn-
anir skapi þekkingu, miðli henni og
undirbúi nemendur til virkrar þátt-
töku í þekkingarsamfélagi nútímans
og til verðmætasköpunar sem bygg-
ist á hugviti, nýsköpun og rann-
sóknum. Til að ná meginmarkmiði
háskólastigsins er meðal annars unn-
ið að því að auka gæði náms og náms-
umhverfis í íslenskum háskólum,
styrkja rannsóknastarf og umgjörð
þess ásamt því auka áhrif og tengsl
háskóla og rannsóknastofnana. Unn-
ið er að heildstæðri menntastefnu Ís-
lands til ársins 2030, þvert á skóla-
stig. Á sviði háskóla stendur yfir
endurskoðun á reglum um fjárveit-
ingar til þeirra með það að markmiði
að styðja betur við gæði í háskóla-
starfi. Þá er einnig unnið að gerð
stefnu um starfsemi rannsókna-,
fræða- og þekkingarsetra og ráðgert
að birta og hefja innleiðingu á stefnu
Íslands um opinn aðgang að rann-
sóknaniðurstöðum og rann-
sóknagögnum.
Gríðarleg fjölgun í kennaranám
Meðal áhersluverkefna á mál-
efnasviði háskólastigsins eru aðgerð-
ir sem miða að fjölgun kennara. Í
frumvarpi til fjárlaga ársins 2020 er
gert ráð fyrir 220 milljónum kr. til
verkefnisins en meðal aðgerða sem
að því miða eru námsstyrkir til kenn-
aranema á lokaári meistaranáms til
kennsluréttinda á leik- og grunn-
skólastigi. Stjórnvöld hafa ásamt lyk-
ilfólki í menntamálum unnið að því að
mæta yfirvofandi kennaraskorti og
fyrr á árinu kynntum við tillögur og
byrjuðum hrinda þeim í framkvæmd.
Árangurinn hefur ekki látið á sér
standa en umsóknum um kenn-
aranám hefur stórfjölgað eða um 45%
í Háskóla Íslands.
Stórbætt kjör námsmanna
Í undirbúningi er nýtt og full-
fjármagnað stuðningskerfi fyrir
námsmenn sem felur í sér gagnsærri
og jafnari styrki til námsmanna.
Námsaðstoðin sem sjóðurinn mun
veita verður áfram í formi lána á hag-
stæðum kjörum og til viðbótar verða
beinir styrkir vegna framfærslu
barna og 30% niðurfelling á hluta af
námslánum við lok prófgráðu innan
skilgreinds tíma. Kerfið miðar að því
að bæta fjárhagsstöðu háskólanema,
ekki síst þeirra sem hafa börn á
framfæri, og skapa hvata til að nemar
klári nám sitt á tilsettum tíma. Á yf-
irstandandi haustþingi mun ég mæla
fyrir frumvarpi þessa efnis og vil ég
þakka námsmönnum sérstaklega fyr-
ir virkilega gæfu- og árangursríkt
samstarf við smíði þess.
Þróttmikið vísindastarf
Á næsta ári aukast framlög til vís-
indamála sem heyra undir mennta-
og menningarmálaráðuneyti veru-
lega. Markmið okkar er efla rann-
sóknir, vísindamenntun og tækniþró-
un í landinu og gera íslenskt
vísindasamfélag enn betur í stakk bú-
ið til þess að taka þátt í alþjóðlegu
vísindasamstarfi. Vel fjármagnaðir
samkeppnissjóðir í rannsóknum
styrkja framúrskarandi vísinda- og
nýsköpunarstarf á öllum sviðum. Sá
árangur sem íslenskt vísindafólk hef-
ur náð á undanförnum árum er fram-
úrskarandi og því er mikilvægt að
halda áfram að styðja myndarlega
við málaflokkinn.
Menning í blóma
Á næsta ári munu framlög til
menningar-, lista-, íþrótta- og æsku-
lýðsmála vaxa í 16,1 milljarð króna.
Það er 32% aukning frá árinu 2017
þegar að framlögin námu 12,2 millj-
örðum. Meðal áhersluverkefna á sviði
menningar og lista eru málefni ís-
lenskrar tungu, aðgengi að menningu
og listum og mótun nýrrar menning-
arstefnu. Til marks um áherslur
stjórnvalda sem stuðla vilja að bættu
læsi og styrkja stöðu íslenskrar
tungu hækka framlög í bókasafnssjóð
höfunda um 62% árið 2020. Aukinn
stuðningur er við starf safna í landinu
með hækkuðu framlagi sem nemur
100 milljónum kr. til Safnasjóðs sem
úthlutar til verkefna og rekstrar-
styrkjum til viðurkenndra safna. Þá
hækka framlög til þriggja höfuðsafna
þjóðarinnar, Þjóðminjasafns Íslands,
Listasafns Íslands og Náttúru-
minjasafns Íslands um 15 milljónir
kr. Áfram er unnið að tillögum að
byggingu nýs þjóðarleikvangs í
knattspyrnu í Laugardal og unnið
eftir nýrri íþróttastefnu sem var
samþykkt nú í ár.
Bætt rekstrarumhverfi
fjölmiðla
Rekstrarumhverfi einkarekinna
fjölmiðla er erfitt. Í fjárlaga-
frumvarpinu er eyrnamerkt fjár-
magn til stuðnings fjölmiðlum í sam-
ræmi við sáttmála
ríkisstjórnarflokkanna. Ég mun
leggja það fram á haustþingi en það
heimilar opinberan stuðning við
einkarekna fjölmiðla vegna öflunar
og miðlunar frétta og fréttatengds
efnis.
Það hefur gengið vonum framar á
kjörtímabilinu að efla þá málaflokka
sem heyra undir mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið. Vinna við
helstu stefnumál hefur gengið vel og
aðgerðir á ýmsum sviðum eru þegar
farnar að skila árangri. Það er í senn
ánægjulegt að finna fyrir þeim mikla
meðbyr sem þessir málaflokkar njóta
í samfélaginu. Slíkt er hvetjandi fyrir
mennta- og menningarmálayfirvöld
til að gera enn betur og halda ótrauð
áfram á þeirri vegferð að bæta lífs-
kjör á Íslandi til langrar framtíðar.
Eftir Lilju
Alfreðsdóttur » Það hefur gengið
vonum framar á
kjörtímabilinu að efla þá
málaflokka sem heyra
undir mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytið.
Vinna við helstu stefnu-
mál hefur gengið vel og
aðgerðir á ýmsum svið-
um eru þegar farnar að
skila árangri.
Lilja Alfreðsdóttir
Höfundur er mennta- og
menningarmálaráðherra.
Framsækið fjárlagafrumvarp 2020
Það reynist ekki vel
að breyta trúar-
brögðum í pólitík og
ekki heldur að breyta
pólitík í trúarbrögð.
Ein af afleiðingum
sýndarstjórnmála sam-
tímans er sú að því
meiri athygli sem póli-
tísk viðfangsefni vekja,
þeim mun meiri hætta
er á þau séu gerð að
trúarbrögðum. Þegar sú er orðin
raunin teljast hinir áköfustu jafnan
hæst skrifaðir í söfnuðinum og sam-
keppnin um að vera betri en aðrir
eykst. Það er ýmist gert með því að
ganga lengra en félagarnir eða með
því að fordæma aðra, t.d. þá sem
efast um ofsann.
Þannig getur það gerst að þeir
sem vilja leysa málin með hliðsjón af
vísindum og almennri skynsemi séu
fordæmdir sem villutrúarmenn. Þá
er ekkert hlustað á skýringar.
Þeir sem vilja falla í kramið þurfa
m.a. að sýna tryggðina með því að
temja sér að nota orðin sem æðstu-
klerkarnir telja viðeigandi hverju
sinni. Annars eru þeir úti. Sam-
anber: „Maðurinn sagði loftslags-
breytingar eftir að búið var að gefa
út tilskipun um að þetta héti ham-
farahlýnun. Hann er augljóslega
ekki einn af okkur.“
Þeir sem reyna sitt besta til að
komast í söfnuðinn, læra kennisetn-
ingarnar og tungutakið, geta þó átt
erfitt uppdráttar ef þeir koma ekki
úr réttri átt. Sýndarpólitíkin dæmir
nefnilega það sem er sagt og gert út
frá því hver á í hlut, jafnvel út frá
líkamlegum einkennum.
Stærsta
forgangsmálið
Ríkisstjórnin vill
gera loftslagsmálin að
forgangsverkefni og
virðist ætla að leita í
smiðju söfnuðarins
sem leggur línurnar í
þeim efnum, m.a. fínni
meðlimanna sem koma
reglulega saman á
einkaþotunum til að
tala um fyrir fólki sem
keyrir bíl eða fer stöku
sinnum í flugvél til út-
landa.
Í umræðum um stefnuræðu for-
sætisráðherra vöruðu margir við
popúlisma og þeim hræðsluáróðri
sem einkenni hann um leið og þeir
minntu á að heimurinn væri að far-
ast.
Ég lagði áherslu á mikilvægi um-
hverfismálanna eins og ég hef oft
gert áður en benti á mikilvægi þess
að nálgast þetta stóra viðfangsefni
með hjálp vísinda og út frá stað-
reyndum. Auk þess benti ég á að það
hjálpaði ekki að viðhafa tilhæfu-
lausan hræðsluáróður og nefndi eitt
dæmi (af mörgum).
Í ræðu vísaði ég líka í einkar skyn-
samlegar athugasemdir Petteri Taa-
las, forstjóra Alþjóðaveðurfræði-
stofnunarinnar (WMO), um
mikilvægi þess að við nálguðumst
loftslagsmál út frá vísindum og
skynsemi en ekki hræðslu og öfgum.
Viðbrögðin
Viðbrögð safnaðarins létu ekki á
sér standa. Aðstoðarmaður ráðherra
sendi frá sér skilaboð um að þetta
rugl þyrfti að stöðva í fæðingu. Fé-
lagsskapur sem kallar sig hvorki
meira né minna en Náttúruvernd-
arsamtök Íslands brást skjótt við og
fullyrti snemma næsta dag að ég
hefði verið að vísa í félagsskap í
Bretlandi sem skipaður væri
falsspámönnum og því væri þetta
allt tóm vitleysa. Ekki vissi ég af til-
vist þess hóps og gat því ekki vísað í
hann en hafði látið mér nægja að
vísa í gögn Sameinuðu þjóðanna.
Dagurinn var svo ekki hálfnaður
þegar dreift var nýrri yfirlýsingu frá
Finnanum skynsama hjá WMO.
Hvernig skyldi það hafa gerst?
Langlínusamtal
Rétt er að taka fram að eftirfar-
andi er bara kenning en ekki stað-
reynd byggð á gögnum SÞ:
Finninn vinalegi var e.t.v. nýsest-
ur með morgunkaffið á skrifstofu
sinni í Genf þegar ritarinn skaut inn
kollinum og tilkynnti að í símanum
væri maður sem segðist vera ís-
lenskur starfsmaður Sameinuðu
þjóðanna í Brussel. Þessi maður
héldi því fram að á Íslandi væri full-
yrt að hann, sjálfur framkvæmda-
stjóri WMO, teldi enga þörf á að-
gerðum í loftslagsmálum. Þetta væri
byggt á blaðaviðtölum við hann.
Hvort sem skilaboðin bárust með
þessum hætti eða ekki lét Finninn
yfirvegaði hafa sig í að verja hluta
dagsins í að skrifa langa yfirlýsingu
um að hann hefði vissulega áhyggjur
af loftslagsmálum.
Þótt ekki verði fullyrt hver fékk
framkvæmdastjórann til að skrifa
yfirlýsinguna er ljóst að embætt-
ismaðurinn og aktívistinn í Brussel
tók að sér að skila henni til íslenskra
fjölmiðla. Maður sem hafði enga að-
komu að málinu (hvað sem líður
tengslum við umhverfispopúlista á
Íslandi).
Finninn staðfasti
Ekki er vitað til þess að nokkur
maður hafi haldið því fram að fram-
kvæmdastjóri WMO hafi afneitað
loftslagsbreytingum. Það var því illa
gert að raska ró hans með slíkum
fullyrðingum. Best var þó að yfirlýs-
ing Finnans skynsama fól fyrst og
fremst í sér ítrekun á fyrri afstöðu.
Hann útlistaði að loftslagsbreyt-
ingar væru vissulega áhyggjuefni en
mikilvægt væri að nálgast vandann á
grundvelli vísinda og skynsemi en
ekki með hræðsluáróðri. Ég var því
ekki síður ánægður með nýju yfir-
lýsinguna en viðtalið.
Túlkunin
Túlkun sumra fjölmiðla á Íslandi
var þó allsérkennileg og jafnvel vill-
andi, samanber fyrirsögnina „Stjóri
veðurstofunar sem Sigmundur vitn-
aði í segir orð sín afbökuð“. Erfitt
var að skilja þetta öðruvísi en svo að
„veðurstofustjórinn“ teldi mig hafa
afbakað orð sín. Hann hafði ekki
sagt neitt slíkt. Aðeins ítrekað það
sem ég hafði hrósað honum fyrir.
Ríkisútvarpið lét ekki sitt eftir
liggja. Í Kastljósi var málinu fylgt
eftir með hreint dæmalausu viðtali
við stjórnmálafræðing. Þar leitaðist
þingfréttaritari ríkisins til margra
ára við að fylgja eftir hlutleysis-
stefnu stofnunarinnar með því að
krefja viðmælandann svara um
hvort það væri ekki alveg á hreinu
að hann teldi Miðflokkinn algjörlega
glataðan.
Framgangan kallar á umræðu á
öðrum vettvangi en aftur að um-
hverfismálunum.
Við þurfum skynsamlegri
aðgerðir
Ríkisstjórnin boðar aðgerðir í
loftslagsmálum sem ekki eru allar til
þess fallnar að leysa vandann. Enn á
að refsa almenningi fyrir það eitt að
vera til með alls konar nýjum gjöld-
um. Ofan á ný eldsneytisgjöld bæt-
ast ný gjöld fyrir að fara um göt-
urnar sem skattgreiðendur voru
þegar búnir að borga. Afraksturinn
á að fara í óendanlega dýra borgar-
línu sem mun hafa þann „viðbót-
arkost“ að þrengja að umferðinni.
Urðunarskattur verður svo notaður
til að refsa fólki fyrir að kaupa hluti
og draga þannig úr neyslu. Á sama
tíma reiða stjórnvöld sig þó á aukna
neyslu til að láta fjárlögin ganga
upp.
Getum við ekki sameinast um að
taka á umhverfismálum af skyn-
semi? Ræktað landið, stutt vel við ís-
lenska matvælaframleiðslu, eflt
rannsóknarstarf, lyft þróunarverk-
efnum sem þegar hafa skilað ótrú-
legum árangri, en mæta endalausum
hindrunum, og framleitt orku úr
sorpi í umhverfisvænni hátækni-
sorpbrennslu? Þannig mætti lengi
telja.
Umhverfismálin eru of mikil-
vægur málaflokkur til að þeim sé
fórnað á altari sýndarstjórnmál-
anna.
Eftir Sigmund
Davíð
Gunnlaugsson
»Ríkisstjórnin boðar
aðgerðir í loftslags-
málum sem ekki eru
allar til þess fallnar að
leysa vandann. Enn á
að refsa almenningi
fyrir það eitt að vera
til með alls konar
nýjum gjöldum.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Höfundur er formaður Miðflokksins.
Eftirlátum ekki popúlistum umhverfismálin