Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.09.2019, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 Um síðustu helgi var haldið í Reykjavík skemmtilegt mál-þing um þýðingar Íslendingasagna á Norðurlandamálin,dönsku, sænsku og norsku (ýmist á nýnorsku eða bók-málið) sem komu út fyrir fimm árum. Hvatamaður þýð- inganna var hugsjónamaðurinn og útgefandinn Jóhann Sigurðsson sem einnig var frumkvöðull heildarþýðingar Íslendingasagna yfir á ensku á tíunda áratugnum. Þær þýðingar gerbreyttu aðgengi lesenda um allan heim að sögunum. Í fram- haldinu komu margar þeirra út hjá Penguin- forlaginu með nýjum og góðum formálum og hafa rokselst. Sama hefur átt sér stað með skandinavísku þýðing- arnar. Þær hafa vakið mikla athygli á Norð- urlöndum, ekki síst í Dan- mörku. Gyldendal-forlagið hefur gefið þær út í hand- hægum og fallegum bókum og talaði Johannes Riis forstjóri þess á þinginu um vinsældir þeirra meðal danskra lesenda. Einn þessara lesenda, Sofie Grå- bøl leikkona, var í viðtali í Morgunblaðinu í vikunni og lýsti hrifningu sinni á sögunum. Hún las upp fyr- ir gesti málþingsins, ásamt Halldóru Geirharðsdóttur á lifandi og skemmtilegan hátt. Á þinginu hugsuðum við fram á veginn. Áhugavert er að spyrja um erindi aldagamalla sagna við okkur í dag. Þegar rætt er um gamlan menningararf verðum við hátíðleg í framan og finnst við þurfa að vanda okkur sérstaklega vel. En klassískar bókmenntir eins og Íslendingasögur, leikrit Shakespeares eða sögur H.C. Andersens þurfa ekki á hátíð- leika að halda, þær verða lifandi samtímabókmenntir um leið og við sjálf lesum þær og tungutak þeirra smýgur áreynslulaust inn í nú- tímamálið. Svoleiðis bækur eru eins og veisla í farangrinum; þær fylgja kynslóðunum og breytast með einstaklingunum í gegnum líf- ið. Þessar nýju þýðingar á liprar tungur frænda okkar eru splunku- nýtt millistykki milli þessara heimsbókmennta og nýrra lesenda á Norðurlöndunum. Íslensk börn lesa hins vegar sögurnar enn á hinu gamla máli, sem er vitaskuld snúnara og með annan orðaforða en nútímaíslenska jafnvel þó að notuð sé nútímastafsetning. Það er því skemmtileg þversögn og umhugsunarefni fyrir okkar Íslendinga að nú sé jafnvel auðveldara fyrir börn og ungmenni annars staðar á Norðurlöndunum en íslenska jafnaldra þeirra að lesa sögurnar. Við eigum frábærar endursagnir sem hugmyndarík skáld og listamenn hafa gert, en við þurfum að gera meira og vera óhrædd við að fara nýjar leiðir og nota nýja miðla. Aðalatriðið er að færa sögurnar í þann búning sem laðar ungt fólk að þeim, eins og gert hefur verið á öllum öldum, og hleypa þessu magnaða efni inn í framtíðina svo að það endurnæri og efli mál og huga. Sígildu sögurnar Tungutak Guðrún Nordal gnordal@hi.is Handrit Njáls saga í Möðruvallabók. Umræðurnar á Alþingi sl. miðvikudagskvöldum stefnuræðu forsætisráðherra voruskýrt dæmi um þá staðreynd að ásýndstjórnmálaflokka virðist vera orðin mikil- vægari í hugum talsmanna þeirra en sá veruleiki sem við blasir í verkum þeirra eða verkleysi. Samfylking og Viðreisn eru kannski skýrasta dæm- ið um þetta. Talsmenn Samfylkingar tala alltaf mikið um ójöfnuð en þeir tala aldrei um það, hvaða stjórn- málaflokkar beri mesta ábyrgð á þeim ójöfnuði, sem hefur vaxið mjög í okkar samfélagi síðustu þrjá ára- tugi eða svo. Það voru þeir flokkar sem áttu aðild að ríkisstjórn sem hér sat frá því síðla sumars 1988 og þar til snemma árs 1991. Sú ríkisstjórn gaf framsal kvótans frjálst án þess að taka upp auðlindagjald um leið og með þeirri gerð urðu fyrstu milljarðamæring- arnir til á Íslandi. Þetta voru Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag, sem síðar gengu til samstarfs í Sam- fylkingunni en hluti síðarnefnda flokksins stofnaði VG, auk Framsóknarflokks og leifanna af Borgara- flokknum. Hvers vegna er þessi saga aldrei til umræðu af hálfu Samfylkingar, þegar ójöfnuð ber á góma? Í tilviki Viðreisnar er nokkuð ljóst að það eru samantekin ráð af hálfu talsmanna þess flokks að lýsa honum sem „frjálslyndum“. Flestir sem þar koma við sögu koma úr Sjálfstæðisflokknum en voru ekki þekktir þar fyrir meira „frjálslyndi“ en aðrir. Í innanflokksátökum þess flokks á lýðveld- istímanum hafa aðrir gripið til þessa orðs til að lýsa sérstöðu sinni án þess að hægt væri að sýna fram á það með efnislegum rökum, að þeir væru „frjálslynd- ari“ en aðrir. Þessi orðanotkun er sýndarmennska og til þess fallin að blekkja fólk, ekki sízt þegar til þess eru not- aðar gamalkunnar aðferðir, kenndar við Göbbels nokkurn, sem flestir hafa vafalaust gleymt að var til en fólust í því að endurtaka eitthvað nógu oft og þá færi fólk að trúa því. Þegar svo er komið að stjórnmálamennirnir sjálfir telja að ímynd þeirra og ásýnd skipti meira máli en málefnin og verk þeirra er hætta á ferðum fyrir lýð- ræðið. Að ekki sé talað um að það telst vera atvinnu- grein að hjálpa stjórnmálaflokkum við slíka ímyndar- smíð. Sýndarmennskan birtist í fallega orðuðum ræðum sem í raun voru að mestu innihaldslausar og vísbend- ing um að þingmennirnir hefðu eitthvað lítið að segja um málefni samtímans. Þó var það ekki alveg ein- hlítt. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, flutti eina af sínum eldmessum, sem þingið hefur gott af að heyra og kannski ekki fjarri lagi að segja að sjá hafi mátt á sumum þingmönnum að þeir skömmuðust sín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, flutti ræðu sem kallar á eftirtekt, um vanda ungs fólks á Íslandi um þessar mundir. Helga Vala á von- andi eftir að fylgja þessari ræðu eftir með frekari umræðum og tillöguflutningi á þingi. Það málefni, sem hún fjallaði um er í raun risastórt. Og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barna- málaráðherra, fjallaði um málefni fjölskyldna og tengdi þá umfjöllun augljóslega við þá miklu vinnu sem hann hleypti af stað í ráðuneyti sínu þegar hann kom þar inn og mun, ef vel tekst til, umbylta velferð- arkerfinu á Íslandi á næstu árum. Þessar þrjár ræður komu eins og ferskur vindur inn í fallegu en innihaldslausu orðasmíðina, sem að öðru leyti einkenndi þessar umræður. Það er ástæða til að hvetja stjórnmálamennina til að staldra við á þeirri vegferð sem þeir eru lang- flestir, þ.e. að tala um ekki neitt og halda að þeir geti náð til kjósenda með orðunum ein- um. Þannig er það ekki og tilhneig- ingin í þá átt er ein af skýringun- um á þeirri óáran, sem ríkir í stjórnmálum okkar um þessar mundir. Það er hlutverk þingmanna að taka upp í þinginu margvísleg mál, sem valda vand- kvæðum í samfélaginu. Það er ekki hlutverk þeirra að reyna að fela slík mál eða ýta þeim til hliðar. Og það er heldur ekki hlutverk þeirra að breiða yfir ágreining í eigin röðum. Það er öllum ljóst að ágreiningur um orkupakka 3 var meiri innan stjórn- arflokkanna en af er látið. Ráðherraskiptin í Sjálf- stæðisflokknum gengu heldur ekki eins átakalaust fyrir sig og reynt er að gefa til kynna. Í samfélögum sem byggja á lýðræði er sjálfsagt og eðlilegt að ágreiningur af margvíslegu tagi komi upp á yfirborðið. Opnar og frjálsar umræður eru sjálf- sagður þáttur í lýðræði. Og alls ekki við hæfi að ein- stakir þingmenn séu nánast lagðir í einelti, hafi þeir aðra skoðun en samherjar þeirra. Alþingi er hápunktur okkar lýðræðislega sam- félags. Og ekki sízt þess vegna er beinlínis hættulegt ef vinnubrögð í þinginu, umburðarlyndi gagnvart skoðunum annarra og ítrekaðar tilraunir til að láta veruleikann sýnast vera annan en hann raunverulega er, eru til þess fallin að grafa undan því opna og gagnsæja lýðræði sem við eigum að hafa metnað til að búa við. Nokkrum þingmönnum varð tíðrætt um svonefnd- an „pópúlisma“ og hættuna sem þeir telja að stafi af því fyrirbæri fyrir lýðræðið. Kannski þeir ættu að líta sér nær. Það er ekki fráleitt að halda því fram, að lýðræðinu á Íslandi stafi meiri hætta af þeim vinnubrögðum sem hér hafa verið gerð að umtalsefni og þingmenn- irnir sjálfir stunda. Það má vel vera að við þurfum á lýðræðisbyltingu að halda. Ásýnd og veruleiki í stjórnmálum Þurfum við á lýðræðis- byltingu að halda? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Í Fróðleiksmola árið 2011 velti égþví fyrir mér hvers vegna Ís- lendingar settu kónginn af árið 1944 en létu sér ekki nægja að taka utanríkismál og landhelgis- gæslu í sínar hendur, eins og tví- mælalaust var tímabært. Ein skýr- ingin var hversu hranalegur Kristján konungur X. gat verið við Íslendinga. Sagði ég söguna af því hvernig hann ávarpaði Jónas Jóns- son frá Hriflu á Alþingishátíðinni 1930: „Svo að þér eruð sá sem leik- ið lítinn Mússólíni hér á landi?“ Jónas á að hafa roðnað af reiði en stillt sig og svarað: „Við þörfnumst ekki slíks manns hér á landi, yðar hátign.“ Um þetta atvik fór ég eftir fróð- legri ævisögu Jónasar eftir Guðjón Friðriksson. En þegar ég var að grúska í gömlum blöðum á dögun- um tók ég eftir því að sögunni var á sínum tíma vísað á bug. Ein fyrsta fregnin af þessu atviki var í Morgunblaðinu 13. júlí 1930. Sagði þar að konungur hefði vikið sér að Jónasi og heilsað honum sem hin- um litla Mússólíni Íslands þegar hann steig á land í Reykjavík 25. júní. „En Jónasi varð svo mikið um þetta ávarp, að hann kiknaði í hnjá- liðunum og fór allur hjá sér. Er- lendir blaðamenn og fregnritarar voru þar margir viðstaddir.“ Morgunblaðið minntist aftur á atvikið 15. ágúst, þegar það skýrði frá viðtali við Ludvig Kaaber bankastjóra í dönsku blaði. Kvaðst Kaaber hafa það eftir Jónasi sjálf- um að kóngur hefði sagt: „Þarna kemur okkar íslenski Mússólíni?“ Þá hefði Jónas svarað með bros á vör: „Mússólíni er algerlega óþarf- ur í því landi sem yðar hátign stjórnar.“ Hefði kóngur látið sér svarið vel líka. En Morgunblaðið andmælti sögu Kaabers og kvað marga votta hafa verið að samtal- inu á steinbryggjunni 25. júní. Sag- an væri aðeins um „hvernig Jónas eftir á hefur hugsað sér, að hann hefði viljað hafa svarað“. Ef til vill var tilsvar Jónasar, eins og við Guðjón höfðum það eft- ir, aðeins dæmi um það sem Denis Diderot kallaði „l’esprit de l’escal- ier“ eða andríki anddyrisins: Hið snjalla tilsvar, sem okkur dettur í hug eftir á. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Þegar kóngur móðgaði Jónas

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.