Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 40

Morgunblaðið - 14.09.2019, Side 40
40 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019 ✝ Adda KristrúnGunnarsdóttir fæddist 7. júní 1933 á Brettings- stöðum á Flateyj- ardal. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 21. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar voru hjónin Em- ilía Sigurðardóttir húsmóðir, f. 8. október 1893, d. 30. mars 1960, og Gunnar Tryggvason bóndi, f. 30. júní 1885, d. 23. október 1973, sem bæði voru af Brett- ingsstaðaætt. Systkini Öddu eru: a) Sigurður Þórður vél- stjóri, f. 1925, d. 1990. b) Tryggvi skipstjóri, f. 1927, d. þýðuskólanum á Laugum. Haustið 1953 fluttist hún til Akureyrar með foreldrum sín- um frá Flateyjardal. Þá fór dalurinn í eyði. Adda var starfsstúlka á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri í hartnær hálfa öld, frá 1954 til 2001. Heimili Öddu stóð öllum opið og var þar mikill gestagangur. Hún var sumum börnum systk- ina sinna sem önnur móðir, enda dvöldu þau hjá henni í lengri eða skemmri tíma á námsárum sínum, jafnvel öll gagnfræða- og menntaskóla- árin. Adda hélt tryggð við æsku- stöðvarnar og varði þar mörg- um sumrum með Sigurði bróð- ur sínum. Eftir fráfall hans kom hún þangað lengst af á hverju sumri, í eina eða fleiri heimsóknir, með systkinum sín- um og börnum þeirra. Adda var jarðsungin í kyrr- þey frá Höfðakapellu á Ak- ureyri 5. september 2019. 2015, kvæntur Heiðbjörtu Björns- dóttur, f. 1930, d. 2018. Börn þeirra eru Þorgerður, f. 1949, Hulda, f. 1953, Gunnar Björn, f. 1955, Emma, f. 1959, og Adda, f. 1961, d. 2002. c) Óli Brett- ingur sjómaður, f. 1929. d) Ingveldur ljósmóðir, f. 1931, gift Albert Þorvaldssyni, f. 1915, d. 2006. Synir þeirra eru Sigurður Malmquist, f. 1957, og Emil, f. 1960. Adda ólst upp á Brettings- stöðum. Hún var við nám í Flatey á Skjálfanda og í Al- Það er margt í lífinu sem gefur því líf og lit. Adda frænka, með stórum staf, var liturinn og lífið. Yndislegri manneskja er vand- fundin, en við vorum svo lánsöm í minni fjölskyldu að eiga hana að, aldrei styggðaryrði, hlý hönd á vanga og væntumþykja var það sem hún var örlát á, svo ekki sé nú talað um mat, kaffi og gist- ingu, að ógleymdu spjalli um það sem á dagana dreif. Dalurinn okkar var okkur öll- um hugleikinn og afar kær, þar áttum við margar ánægjustundir sem glöddu hug og hjarta. Far þú í friði, elsku hjartans Adda frænka. Guð geymi þig og allar fallegu minningarnar. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér ástrík skildir bros og tár. Í samleik björt, sem sólskinsdagur samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt sem okkur varstu ástarþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki góðri konu vitni ber. Aðalsmerkið: elska og fórna yfir þínum sporum skín. Hlý og björt í hugum okkar hjartkær lifir minning þín. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín Þorgerður Tryggvadóttir (Gerða). Adda frænka var góðhjörtuð, hlý og glaðlynd kona. Við einfald- lega munum ekki eftir því að hafa séð hana í vondu skapi og höfum við systur eflaust gefið henni ófá tækifæri til þess að vera pínu pirruð. Við munum eftir einu skipti sem við buðumst til að þrífa baðherbergið hennar. Við vorum nú örugglega ekki nema 10 ára og kunnum ekkert að þrífa. Við skrúbbuðum það hátt og lágt með vatni og settum allt á flot. Adda knúsaði okkur, þakk- aði okkur kærlega fyrir og borg- aði okkur fyrir ómakið. Hún var bara þannig. Þolin- móð og hjartahlý og hugsaði svo vel um alla í kringum sig. Maður gat alltaf treyst á það að fá eitt- hvað gott að borða þegar maður kom í heimsókn, sætabrauð og ís- blóm. Það var hið mesta afrek að yfirgefa Holtagötuna án þess að þiggja veitingar. Það var allt svo einfalt með Öddu frænku, það þurfti enga dagskrá. Samvera hennar var mikið meira en nóg og sýnir það hvað allar þessar hversdagslegu stundir eru dýrmætar. Adda frænka var svo góð að maður get- ur ekki annað en tekið það sér til fyrirmyndar. Takist okkur það, jafnvel bara að hluta til, erum við í góðum málum. Takk fyrir knúsin, brosin og hláturinn, elsku frænka, þér munum við aldrei gleyma. Góða tungl um loft þú líður, ljúft við skýja silfur skaut. Eins og viljinn alvalds býður, eftir þinni vissu braut. Öllum þreyttum, ljós þitt ljáðu, læðstu um glugga sérhvern inn. Lát í húmi, hjörtun þjáðu huggast blítt við geisla þinn. Góða tungl um götur skírðar gengur þú og lýsir vel. Þar er setti sér til dýrðar, sjálfur Guð, þitt bjarta hvel. Lít til vorra lágu ranna, lát þitt friðarandlit sjást. Og sem vinhýr vörður manna vitna þú um drottins ást. Góða tungl í geislamóðu glansar þú í stjarnasæ og með svifi hvelfist hljóðu hátíðlega’ í næturblæ. Þú oss færir, frá þeim hæsta föður mildan náðar koss. Og til morguns, gullinglæsta, góða tungl þú leiðir oss. (Steingrímur Thorsteinsson) Berglind og Dagný Steindórsdætur. Okkar ástkæra Adda frænka er látin, 86 ára gömul, eftir stutt veikindi. Minningar koma fram í hug- ann og tengjast þær allar Daln- um okkar, Flateyjardalnum, Brettingsstöðum og Jökulsá. Þetta eru æskustöðvar Öddu frænku og föður míns, Blængs Grímssonar, d. 2003, en þau voru systkinabörn í báðar ættir. Adda var fædd og uppalin á Brettingsstöðum til tvítugs. Hún var yngst fimm systkina. Brettingsstaðir fóru í eyði 1953, síðastur bæja á Flateyjar- dal. Fluttist fjölskyldan inn á Ak- ureyri og keypti efri hæðina á Holtagötu 12. Þar bjó Adda frænka alla sína tíð eftir það. Hún sá um heimilið fyrir foreldra sína og síðan bræður sína. Hún var ógift og barnlaus. Adda frænka starfaði í fjölda- mörg ár sem starfsstúlka á hand- lækningadeild Fjórðungssjúkra- húss Akureyrar þar til hún fór á eftirlaun. Hún átti farsælan feril þar og vann sitt verk af alúð. Það var yndislegt að koma til Öddu frænku og alltaf var komið við á leið út á Dal á sumrin. Ávallt átti hún góðgæti með kaffinu, sama á hvaða tíma dagsins. Hún vildi fá fréttir af Dalnum í bakaleiðinni og þá sérstaklega hvernig berjasprettan væri í ár. Hún elskaði Dalinn sinn og æsku- stöðvarnar og vildi hvergi annars staðar vera. Adda frænka var umhyggju- söm, hreinskilin, skemmtileg og hlý kona og talaði ekki illa um nokkurn mann. Hún hugsaði ávallt um velferð annarra en minna um sjálfa sig. Þannig var það alla tíð. Ég minnist þess hve fasið hennar var skemmtilegt, brosið breitt og hláturinn innilegur. Alltaf jákvæð og yndisleg. Að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir alla væntumþykju og umhyggju sem þú sýndir okkur systkinum alla tíð. Hlýja þín og mildi var svo notaleg, nokkuð sem umvafði allt um kring. Eftirlifandi systkinum Öddu, Ingu, Óla og öðrum aðstandend- um, sendi ég, fyrir hönd Mar- grétar móður minnar, systkina og maka míns, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Megi sál þín ná áfangastað. Gríma Huld Blængsdóttir. Adda Kristrún Gunnarsdóttir ✝ Guðrún Atla-dóttir fæddist 9. nóvember 1951 í Holti í Hafnarfirði. Hún lést 31. ágúst 2019. Foreldrar henn- ar: Þóra Sigurjóns- dóttir og Atli Ágústsson. Systkini Guðrúnar: Ágúst Atlason, Sigríður Atladóttir og Jó- anna Atladóttir. Maki Guðrúnar: Helgi Vil- berg Sæmundsson. Foreldrar maka: Sæmundur Kristjánsson og Bjarglaug Jóns- dóttir. Guðrú nólst upp í Holti og í Heið- argerði í Reykja- vík. Hún starfaði sem dagforeldri og einnig sem hómó- pati, svæðanuddari og höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnari. Útförin fór fram í kyrrþey 6. september 2019. Farin er frá okkur góð og hjartahlý kona og margs er að minnast. Ég kynnist þeim mæðgum þegar þær flytja í Garðabæinn 1989 og urðum við Íris strax mjög góðar vinkonur. Ég minnist þess að Guðrún hafi alltaf verið glöð og jákvæð. Hún brosti mikið og ég gleymi aldrei smitandi hlátrinum henn- ar. Það var ýmislegt brallað í Lækjarfitinni með frændsystk- inum Írisar sem bjuggu á efri hæðinni. Guðrún kom alltaf fram við okkur eins og jafningja og þær mæðgur áttu mjög gott og fallegt mæðgnasamband. Guðrún var einstaklega ósér- hlífin og lagði mikið á sig til að geta veitt þeim mæðgum gott líf. Alla tíð var gott að koma heim til Írisar. Guðrún tók alltaf vel á móti öllum. Sama hvaða vitleysu okkur vinkonum datt í hug, þá sýndi hún okkur alltaf traust. Þegar við vorum að fara út á lífið þá sagði hún alltaf: „Passið ykkur sjálfar og hvor aðra. Það er enginn sem gerir það fyrir ykkur.“ Þessu hef ég aldrei gleymt og segi núna við mína dóttur og vinkonur hennar. Elsku Íris, Grettir, Atli, Rósa, Bjartmar, Helgi og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum. Hér er ljóð sem Íris samdi þegar bróðir minn og góður vin- ur hennar lést. Ég laga það hér að Guðrúnu: Góði Guð gefðu að Guðrún ljósið finni. Þó hún hverfi hef ég hana hérna, í minningunni. (Íris Kristinsdóttir) Stefanía Sif og fjölskylda. Guðrún Atladóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð vegna andláts bróður okkar, mágs og frænda, ÁSMUNDAR ÁRMANNSSONAR frá Akranesi, Meistaravöllum 17. Sérstakar þakkir til allra þeirra sem aðstoðuðu hann í veikindunum. Þóra Emilía Ármannsdóttir Ármann Ármannsson Sigurbjörg Ragnarsdóttir Margrét Ármannsdóttir Þorvaldur Jónasson og fjölskyldur Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför HARÐAR GUÐMUNDSSONAR, Holtsgötu 19, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Hafnarfjarðar. Jóhanna Gunnlaugsdóttir Gunnlaugur Harðarson Guðrún Harðardóttir Pétur Einarsson Jóhanna Harðardóttir Stefán Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI KRISTJÁNSSON fyrrv. rektor Tækniskóla Íslands, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 6. september. Útförin fer fram í Garðakirkju þriðjudag 17. september klukkan 13. Gunnar Bruun Bjarnason Bára Einarsdóttir Kristján Bjarnason Svava Bogadóttir Snjólaug Elín Bjarnadóttir Hans Kristjánsson Björn Bjarnason Kolbrún Elíasdóttir Knútur Bjarnason Helga Friðriksdóttir barnabörn og barnabarnabörn Einar Oddsson læknir er fallinn frá eftir langvinn veik- indi. Einar útskrifað- ist úr læknadeild 1971. Hann stundaði sérnám í Danmörku frá 1972-77 en flutti þá aftur til Ís- lands. Hann starfaði sem sér- fræðingur í meltingarsjúkdóm- um á Landspítalanum frá 1980-2013. Ferill Einars sem meltingar- læknis var farsæll. Hann var vel liðinn bæði af samstarfsmönnum og sjúklingum. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Landspítalann og hafði sérstak- an áhuga á siðfræði. Hann var virkur í starfi Félags sérfræð- inga í meltingarsjúkdómum, var í stjórn félagsins nánast samfellt á annan áratug og formaður þess um hríð. Einar hætti ekki að mæta á samkundur félagsins þó að hann væri hættur að vinna og var allt- af gaman að hitta hann. Hann var fyrstur til að gera gallvega- speglun á Íslandi, árið 1981. Hann var einnig einn af stofn- endum Meltingarsetursins og vann þar í tæp 15 ár. Einar var góður samstarfs- maður og félagi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með honum á Landspítalanum og Meltingarsetrinu og fórum við saman á nokkrar ráðstefnur þar sem hann var hrókur alls fagn- Einar Oddsson ✝ Einar Oddssonfæddist 30. des- ember 1943. Hann lést 24. ágúst 2019. Úför Einars fór fram 5. september 2019. aðar. Þægilegri og betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Hann var fróður um sögu, bókmenntir, mat- gæðingur og nátt- úruunnandi en tróð ekki fram þekkingu sinni heldur gaf hana frá sér ef eftir var leitað. Hann var mjög gagnrýn- inn í hugsun og ekki hræddur við að láta í sér heyra þegar hann taldi kollega fara með fleipur. Hann var bóngóður og átti erfitt með að segja nei þegar sjúklingar og læknar þurftu á sérþekkingu hans að halda. Einar var góð fyrirmynd okk- ar hinna jafnt í starfi en ekki síður í einkalífinu. Hann og Eva voru einstaklega samhent hjón og Einar talaði af stolti um fjöl- skyldu sína. Leitt þótti mér svo að heyra af veikindum hans um það leyti sem hann hætti á Landspítalan- um. Einar nálgaðist veikindi sín af æðruleysi og minnisstæður er fundur okkar meltingarlækna þegar hann ræddi um veikindi sín af hispursleysi og einlægni. Það var okkur lærdómsríkt. Við munum sakna þess að hitta Ein- ar á fundum og í góðra vina hópi. Einar er farinn en eftir sitja minningar okkar um sómamann og þakklæti fyrir samstarf og samverustundir. Evu og fjölskyldu sendum við innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Félags sérfræð- inga í meltingarsjúkdómum, Sigurður Einarsson formaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.