Morgunblaðið - 14.09.2019, Page 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2019
Glæsilegir skartgripir
innblásnir af íslenskri sögu
G U L L S M I Ð U R & S K A R T G R I PA H Ö N N U Ð U R
Skólavörðustíg 18 – www.fridaskart.is
Tónlistarhátíðin
Myrkir músík-
dagar (MM) er
meðal 24 evr-
ópskra listahá-
tíða sem til-
nefndar eru til
EFFE-verð-
launanna í ár. Al-
þjóðleg dóm-
nefnd valdi þær
úr hópi 715 há-
tíða á úrvalslista EFFE. Verðlaunin
verða afhent í Brussel 26. sept-
ember. Þar verða einnig veitt sér-
stök áhorfendaverðlaun sem al-
menningur getur kosið um á
vefnum festivalfinder.eu. „Við hjá
MM erum ótrúlega ánægð og þakk-
lát fyrir þessa viðurkenningu,“ seg-
ir Gunnar Karel Másson, listrænn
stjórnandi MM, og tekur fram að
þetta sé gott veganesti inn í 40 ára
afmælisár hátíðarinnar á næsta ári,
en hátíðin verður næst haldin 25.
janúar til 1. febrúar.
Tilnefnd til EFFE-
verðlaunanna
Gunnar Karel
Másson
Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafs-
dóttir hafa verið tilnefndar til
FAUST-verðlaunanna, eftirsótt-
ustu leiklistarverðlauna Þýska-
lands, sem danshöfundar ársins fyr-
ir uppfærslu sína á verkinu Rómeó
+ Júlía eftir Shakespeare, við tón-
list Prokofiev. Þær sköpuðu verkið
fyrir dansflokk Gärtnerplatz-
leikhússins í München 2018 og
hlutu mikið lof fyrir frá bæði áhorf-
endum og gagnrýnendum. Verð-
launin verða afhent 9. nóvember.
Erna og Halla munu endurskapa
verkið í samstarfi við dansara Ís-
lenska dansflokksins og sýna á
Listahátíð í Reykjavík á næsta ári.
Tilnefndar til
FAUST-verðlauna
Erna Ómarsdóttir og Halla Ólafsdóttir.
Hjörtur Ingvi
Jóhannsson
píanóleikari held-
ur einleiks-
tónleika í Menn-
ingarhúsinu Hofi
á Akureyri í dag
kl. 13. Þar ýtir
hann úr vör nýju
verkefni sem
nefnist 24 mynd-
ir. „Hjörtur
spinnur á staðnum stuttar tónsmíðar
úr öllum 24 tóntegundum á píanó í
ákveðinni röð. Lögð er áhersla á að
tæma hugann á undan, þannig að
tónlistin verði til á staðnum en bygg-
ist ekki á áður ákveðinni áætlun,“
segir í tilkynningu og rifjað upp að
tónskáld á borð við Bach, Chopin og
Rachmaninoff hafi samið prelúdíur í
öllum 24 tóntegundunum. „Þá hafa
djasspíanistar eins og Keith Jarrett
haldið spunatónleika, þar sem þeir
leika einir á píanóið músík sem verð-
ur til á staðnum.“
Hjörtur Ingvi með
24 myndir í Hofi
Hjörtur Ingvi
Jóhannsson
Hið árlega sundlaugarbíó Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykja-
vík, RIFF, fer fram í Sundhöllinni
í Reykjavík 28. september kl.
19.30. Skrímslamynd verður sýnd
að þessu sinni, Skrímslið frá árinu
2006 eftir suðurkóreska leikstjór-
ann Bong Joon-ho. Kvikmyndinni
verður varpað á tjald í gömlu inni-
lauginni sem verður hituð upp.
„Heilmikið havarí verður í öllum
krókum og kimum Sundhall-
arinnar þar sem andrúmsloftið
verður tileinkað þessari sérstöku
mynd. Fólk get-
ur alveg búist
við því að
skrímsli troði
sér inní sturtu-
klefann hjá því,
þó aðeins í
karlaklefann,“
segir í tilkynn-
ingu og bætt við
að fólk verði að
muna eftir sundfötum og hand-
klæði. Upplýsingar má finna á
riff.is.
Skrímsli í Sundhöllinni í Reykjavík
Bon Joon-Ho
„Að brúa haf milli Lettlands og
Íslands“ er yfirskrift tónleika
sem haldnir verða í Norræna hús-
inu í kvöld kl. 20. Á þeim leikur
einn virtasti píanóleikari Letta,
Dzintra Erliha, lög eftir tón-
skáldið Snorra Sigfús Birgisson
og lettnesk tónskáld, Jânis
Ivanovs, Lûcija Garûta, Aivars
Kalçjs og fleiri. Snorri mun einn-
ig leika eigin verk á tónleikunum
og saman munu þau Erliha leika
fjórhent eitt verk eftir Snorra.
Dzintra Ehrlia er einn þekkt-
asti og virtasti píanóleikari Lett-
lands og hefur haldið fjölda tón-
leika í heimalandi sínu og víða
um heiminn bæði sem einleikari
og meðleikari og gefið út geisla-
diska, að því er fram kemur í til-
kynningu. Hún hefur unnið til al-
þjóðlegra verðlauna, m.a. hlotið
1. verðlaun í ROMA-1997 á Ítalíu
og 1. verðlaun í alþjóðlegu
Nicolai Rub-
instein-
keppninni í
Frakklandi 1999
og er nú gesta-
kennari við
Jazeps Vitols-
tónlistar-
akademíuna í
Lettlandi. Meðal
þeirra sem hún
leikur með eru söngvararnir
Maija Kovalevska, Krisjanis Nor-
velis og flautuleikarinn Ilona
Meija. Ehrila er nú á leið til
Bandaríkjanna þar sem hún mun
halda einleikstónleika í Cleve-
land, Fíladelfíu, Omaha og New
York.
Snorri er píanóleikari og tón-
skáld og hefur samið tónverk af
ýmsu tagi m.a. töluvert af píanó-
verkum og flutt þau á opinberum
tónleikum.
Einn virtasti píanóleikari Lettlands
Dzintra Erliha Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„Ég er búinn að vera svo mikið inn á
við í sumar á vinnustofunni,“ segir
Kristinn Már Pálmason myndlist-
armaður, allt að því afsakandi, þar
sem við stöndum á sýningu hans,
Rauður spaði, í Tveimur hröfnum.
Hann bætir sposkur við að hann hafi
áttað sig á því, að loknu sumri, að
hann væri orðinn dálítið skrítinn.
Sýningin var opnuð í gær, föstu-
dag, og lýkur 12. október.
Það er mikið um að vera í verk-
unum, alls konar form og litir í bland
við einstaka teikningu og skrift. Það
er heilmikil dýpt í þeim og við nánari
eftirgrennslan kemur í ljós að máln-
ingarlögin eru mörg í hverju verki.
Kristinn notar akrýlmálningu og ak-
rýlblek sem hann sprautar m.a. á
strigann með airbrush-byssu. „Mig
langaði líka til að sýna prósessinn,
hvernig hann er,“ segir Kristinn um
verkin og er spurður að því hver
prósessinn, vinnuferlið, sé þá. Byrj-
ar hann á því að skissa á strigann
með blýanti? „Nei, ég er alveg hætt-
ur því, ég byrja bara en prósessinn
áður en ég byrja felst m.a. í því að
finna hvaða skali þetta er og hvort
ég hef tilfinningu fyrir einhverjum
litum eða er með einhverjar rann-
sóknir sem ég fattaði í síðasta mál-
verki sem ég vil taka lengra,“ svarar
Kristinn. „Ég er kominn með gagna-
banka í hausinn, áður en ég byrja að
vinna, um hvað ég ætla að gera þó ég
viti ekkert hvað ég er að gera þegar
ég byrja, sem er svolítil mótsögn,“
segir Kristinn sposkur.
Breytti um stefnu
Verk Kristins eru ekki abstrakt
þó úr fjarlægð megi halda það,
a.m.k. við fyrstu sýn. „Þetta er
byggt á abstrakt kompósisjón, það
er það sem tengir þetta við abstrakt
málverk. Að vissu leyti er þetta frá-
sögn,“ útskýrir Kristinn. „Ég skipti
rosalega um stíl milli áranna 2010 og
2013, árin áður hafði ég verið að
vinna með stök form, stór olíu-
málverk með einu stöku formi og
það var mikil pensilskrift og formin
fullkomin. Mér fannst ég vera kom-
inn út í horn með það, einhvern veg-
inn, og fór út í ferli og tilraunir og
svo datt ég niður á þetta. Ég var bú-
inn að gera tilraunaverk í nokkur ár
sem enginn hefur séð, ég veit ekki
hversu góð þau eru,“ segir Kristinn
kíminn.
Snemma árs 2014 var hann að
vinna að sýningu með pappírs-
verkum og segist þá hafa farið yfir í
ofhlæðið, algjöra andstæðu þess sem
hann hafði verið að gera fram að því.
„Ég fór bara að gúggla, fann einhver
hugtök, geómetrísk og alls konar
symbólisma. Ég hef alltaf pælt í
symbólismanum reyndar og hann er
sterkur partur af þessu líka. Þannig
kom þetta og ég byrjaði bara, gerði
teikningu með geómetrískum form-
um sem mér fannst rosalegt ofhlæði
þá en í dag mjög snyrtilegt,“ segir
Kristinn og brosir að þessu. „Ég
kallaði verkin Google Nest og hug-
myndin var að láta ekki myndflæðið
vinna þig, þú þarft að vinna mynd-
flæðið í heiminum sjálfur,“ útskýrir
hann.
Aðskilnaður aðferða
– Notarðu Google-leit í listsköp-
uninni?
„Jú, jú, ég geri það en miklu
minna en áður. Á tímabili var ég að
vinna meira með ákveðin þemu í
táknfræðinni og þess vegna segi ég
að þetta sé orðið meira abstrakt þó
þetta sé ekki abstrakt,“ segir Krist-
inn og bendir á eitt málverkanna og
forvitnileg form sem þar má sjá.
„Það eru eiginlega engin skapalón
sem ég nota þarna því ég hef alveg
gert skapalón fyrir þessi verk til
jafns við það sem er sjálfsprottið og
það sem ég þróa sjálfur. Ég er líka
svolítið að vinna með að skipta upp
aðferðunum sem ég hef verið að
nota,“ segir Kristinn og nefnir að á
tímabili hafi komið til greina að kalla
sýninguna Division, þ.e. Skipting
eða Aðskilnaður. Rauður spaði
trompaði þann titil.
Skemmtilega absúrd
Kristinn segist heillaður af því
sem er alltaf í gangi í hausnum.
„Þessi sjálfstæði hugur er þarna
alltaf eins og vél í gangi, með hugs-
anir og minningar og ég hef reynt að
nálgast það flæði,“ útskýrir hann.
–Hvernig kemurðu þér í stuð á
vinnustofunni, hlustarðu á tónlist?
„Já, já, það er mismunandi núorð-
ið en ég tek góðan morgun, byrja
ekki að vinna strax. Ég þarf að fá
mér kaffi,“ segir Kristinn og brosir.
„Ég er á góðum degi kominn kl. 10
eða 11 á vinnustofuna og fyrir sýn-
ingar er ég yfirleitt að vinna langt
fram á kvöld.“
Talið berst að lokum að þessum
furðulega sýningartitli, Rauður
spaði. Er þar ekki átt við áhaldið
spaða heldur spaða í spilum. Krist-
inn bendir á eitt verkanna og þar
blasir einmitt við blaðamanni rauður
spaði. Listamaðurinn hlær að tilurð
titilsins og segir að stutt hafi verið í
sýningaropnun og enginn titill kom-
inn. Hann hafi verið kominn í tíma-
þröng og líklegast að sýningin yrði
án titils. Þá fór hann að skoða betur
verkin og rak augun í spaðann. „Mér
fannst þetta svo skemmtilega abs-
úrd, svolítið eins og verkin,“ segir
Kristinn, léttur í bragði.
Reynir að nálgast flæði
hins sjálfstæða hugar
Morgunblaðið/Hari
Spaði Kristinn og málverkið með rauða spaðanum í bakgrunni.
Kristinn Már Pálmason sýnir í Tveimur hröfnum