Morgunblaðið - 27.09.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.09.2019, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 rsk@rsk.is Nánari upplýsingar á rsk.is Álagningu opinberra gjalda á lögaðila árið 2019 er lokið Álagningu tekjuskatts 2019 á lögaðila sem skattskyldir eru samkvæmt I. kafla, sbr. og 4. mgr. 71. gr., sem og álagningu annarra opinberra gjalda lögaðila sem lögð skulu á vegna tekjuársins 2018 skv. VIII.-XIV. kafla laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er lokið. Álagningarseðlar eru nú aðgengilegir á þjónustuvef ríkisskattstjóra á rsk.is og skattur.is. Álagningarskrár fyrir hvert sveitarfélag liggja frammi á viðkomandi starfsstöðvum ríkisskattstjóra eða sérstaklega auglýstum stöðum dagana 27. september til 11. október 2019 að báðum dögummeðtöldum. Kærufresti vegna álagningar þeirra skatta og gjalda, sem álagning þessi tekur til, lýkur föstudaginn 27. desember 2019. Auglýsing þessi er birt samkvæmt 98. gr. laga nr. 90/2003. Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:0 442 1000 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er óskaplega gaman að taka þátt í þessu. Margir koma að. Ég hef stundum sagt að það sé jafn nauð- synlegt fyrir hestamenn að koma í Laufskálarétt og fyrir múslima að fara til Mekka,“ segir Haraldur Þór Jóhannsson, bóndi í Enni í Viðvíkur- sveit í Skagafirði. Laufskálarétt, drottning stóðréttanna, verður í Hjaltadal á morgun, laugardag. Skagfirðingar gera þriggja daga hátíð úr stóðsmölum og réttum. Ferðaþjónustufyrirtæki bjóða gest- um að taka þátt í stóðsmölun í Una- dal við Hofsós og réttum í Árhóla- rétt í dag og síðan smölun í Kolbeinsdal á morgun, sem lýkur með sundurdrætti hrossa í Lauf- skálarétt. Hrossaræktendur hita upp með opnu húsi á búum sínum í dag og í kvöld verður skemmtun og hesta- sýning í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Á laugardagsmorgni fer fólk ríðandi í Kolbeinsdal til móts við bændur sem smala dalinn og hjálpa til við að reka stóðið til réttar. Sundurrekstur á hrossum hefst síðan í Laufskálarétt um klukkan 13. Um kvöldið verður réttardans- leikur í reiðhöllinni Svaðastöðum. Þurfum að selja hross Haraldur í Enni segir að Lauf- skálaréttarhelgin sé mikilvæg fyrir ræktendur. Þeir þurfi að selja hross. Menn séu að spá og spekúlera í rétt- inni og jafnvel sé gengið þar frá kaupum en oft fari menn þó heim á bæina til að skoða hrossin betur. Hann segir að þetta sé skemmti- legur dagur. „Þetta er dagurinn þegar við hrossabændur eigum ekki að drekka brennivín. Við erum að þjónusta fólk sem kemur til okkar og byggja upp sambönd. Þegar manni er boðinn snafs í réttinni segi ég stundum við viðkomandi: Ef þú værir að kaupa þér bíl myndir þú kaupa hann af drukknum bílasala? Við getum drukkið okkar brennivín á öðrum tímum og jafnvel farið með vinum út að skemmta okkur um kvöldið,“ segir Haraldur. Stóðréttir eru víðar á Norður- landi í dag og á morgun og um næstu helgi eru stóðréttir í Víðidals- tungurétt í Víðidal og víðar. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Hrossabóndi Haraldur Þór Jóhannsson – Halli í Enni – við störf í réttinni. Getum drukkið brenni- vín á öðrum tímum  Fjöldi gesta mætir í Laufskálarétt Samkvæmt nýrri samantekt Euro- stat, sem tekin var saman í tilefni Evrópska tungumáladagsins í gær, er enskan allsráðandi í tungumála- kennslu í grunnskólum Evrópu. Skipar Ísland sér í hóp þjóða þar sem enska er kennd í efri bekkjum grunn- skólans, eða á unglingastiginu, í 95- 100% tilvika. Á Íslandi er hlutfall enskunnar 99,6% en 100% í löndum á borð við Danmörk og Svíþjóð. Í flest- um löndum er miðað við tölur um 8- 10. bekk grunnskólanna og byggir samantekt Eurostat á tölfræði frá árinu 2017. Þegar komið er upp í framhalds- skólana bætast fleiri tungumál við og hlutfall enskunnar minnkar í flestum löndum. Þannig er enska kennd í 58,9% tilvika í framhaldsskólum hér á landi, þýska með 17,3% og danska 26,8%. Ísland er í algerri sérstöðu í Evrópu þegar kemur að dönskunni, sem kennd er í 96% grunnskóla í eldri bekkjunum og 26,8% í framhaldsskól- unum. Er Ísland eina landið í Evrópu utan Danmerkur sem kennir dönsku í grunnskóla. Í framhaldsskólum Sví- þjóðar er hlutfall dönskunnar 1%. Þýska er nokkuð áberandi í dönsk- um grunnskólum, eða 76% á ungl- ingastiginu og 17% í framhalds- skólum. Á Íslandi er hlutfall þýskunnar 2,3% á unglingastigi og 17,3% í framhaldsskólum. Þessi töl- fræði um Norðurlandaríkin sést nán- ar í meðfylgjandi töflu. Tvö eða fleiri erlend mál Samkvæmt Eurostat eru tvö lönd með 100% hlutfall nemenda þar sem kennd eru tvö eða fleiri erlend tungu- mál í efri bekkjum grunnskóla; þetta eru Lúxemborg og Liechtenstein. Hlutfallið er 99% í Finnlandi og 98% á Íslandi en 68% í Noregi. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu. bjb@mbl.is Enskan allsráðandi í tungumálakennslunni  Ísland eina landið utan Danmerkur sem kennir dönsku Tungumálakennsla í skólum Erlend tungumál í norrænum skólum árið 2017 Algengustu tungumál sem voru kennd í evrópskum grunnskólum 2017 Heimild: Eurostat Unglingastig grunnskóla, % Framhaldsskólar. % Enska Danska Þýska Enska Danska Þýska Ísland 99,6 96,2 2,3 58,9 26,8 17,3 Noregur 95,2 0,0 27,0 43,2 0,0 11,1 Danmörk 100 * 76,1 56,4 * 17,5 Svíþjóð 100 0,0 19,5 99,9 1,0 13,6 Finnland 99,4 * 10,8 97,6 * 8,1 U n g ve rj a la n d A u st u rr ík i Ír la n d B ú lg a rí a S ló ve n ía Þ ýs ka la n d S p á n n Be lg ía (fl æ m sk i h lu ti) K ró a tí a S ló va kí a T é kk la n d N o re g u r Le tt la n d H o lla n d Fr a kk la n d S ví þ jó ð L it h á e n D a n m ö rk K ýp u r P o rt ú ga l P ó lla n d M a lt a E is tl a n d R ú m e n ía G ri kk la n d Ít a lía Ís la nd F in n la n d ** *L ú x e m b o rg L ie ch te n st e in 6% 8 % 11 % 15 % 35 % 36 % 46 % 50 % 58 % 63 % 66 % 68 % 73 % 74 % 75 % 77 % 79 % 85 % 87 % 90 % 94 % 95 % 95 % 95 % 96 % 97 % 98 % 99 % 10 0% 10 0% Enska Franska Þýska Spænska Rússneska Ítalska 97,9% 33,4% 23,3% 16,9% 2,5% 1,3% Hlutfall nemenda í grunnskólum sem lærðu tvö eða fleiri erlend tungumál 2017** *Ekki gefið upp/á ekki við. **Upplýsingar vantar frá Bretlandi og frönskumælandi hluta Belgíu. ***Þótt opinberu tungumálin í Lúxemborg séu franska, þýska og lúxemborgíska, eru franska og þýska taldar til erlendra tungumála í tölfræðinni „Hér má engan tíma missa. Tilhneig- ing til enskunotkunar á mörgum sviðum íslensks þjóðlífs virðist fara sívaxandi. Á okkur hvílir sú skylda að halda íslensku á lífi sem lífvæn- legu máli, nothæfu á sem allra flest- um sviðum.“ Þannig kemst Íslensk málefnd að orði í ályktun um stöðu íslenskrar tungu, sem kom út í tilefni Evrópska tungumáladagsins. Nefndin sendir slíka ályktun frá sér árlega. Að þessu sinni er sjónum beint að að- gengi almennings að orðabókum og öðrum málgögnum. Nefndin telur fátt mikilvægara en að sannfæra almenning, og ekki síst ungu kynslóðina, um að íslenska sé „gagnlegt, glæsilegt, fagurt, skemmtilegt og lipurt tungumál til að orða á hvaðeina sem þarf að ræða“. Þar gegni rithöfundar, aðrir listamenn, pistlahöfundar, kennarar, alþýðufræðarar, þýðendur og aðrir áhrifavaldar í samfélaginu lykilhlut- verki. „Snjöll beiting íslensku er það sem einna helst sannfærir ungt fólk um að íslenska sé aðlaðandi tungumál sem bæði sé þess virði að nota sjálfur og halda að komandi kynslóðum,“ segir m.a. í ályktuninni. Opnuð verði ein vefgátt Telur nefndin að huga þurfi að netinu og snjalltækjum til að koma hjálpargögnum og fróðleik á fram- færi. Best sé að huga að einni vefgátt þar sem hægt verði að nálgast t.d. stafsetningarorðabækur, samheita- orðabækur, málnotkunarorðabæk- ur, tvímála orðabækur, handbækur um orðtök, málshætti og alfræðiupp- lýsingar um tungumálið. Til að koma verkefninu af stað stingur nefndin upp á verkefna- stjórn sem setji skýr markmið, móti útlit vefgáttarinnar og stefnu um þau gögn sem þar eigi að vera. Íslensk málnefnd telur mikilvægt að verkefninu verði hleypt af stokk- unum með „snjallri áróðursherferð“ og áhrifavaldar verði fengnir til að auglýsa gáttina með reglulegri notk- un hennar á samfélagsmiðlum. Það hafi aðrir gert með góðum árangri. Einnig sé mikilvægt að aðgangur að gögnunum verði ókeypis fyrir not- endur. bjb@mbl.is Halda þarf ís- lenskunni á lífi  Ályktað um stöðu íslenskunnar í dag Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tungumál Ratleikur fór fram í Ver- öld Vigdísar Finnbogadóttur á Evr- ópska tungumáladeginum í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.