Morgunblaðið - 27.09.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 27.09.2019, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 ✝ Ágústa varfædd 23. apríl 1935 í Bæ, Trékyll- isvík í Árneshreppi, Strandarsýslu. Hún lést 12. september 2019 á Heilbrigð- isstofnun Vest- urlands, Akranesi. Foreldrar Ágústu voru Samúel Sam- úelsson, f. í Skjalda- bjarnavík 4.12. 1907, d. 20.2. 1942, og Anna Jak- obína Guðjónsdóttir, f. í Skjalda- bjarnavík 6.10. 1913, d. 4.10. 2006. Dætur Önnu og Samúels: Þor- björg Samúelsdóttir, Ágústa Guðrún Samúelsdóttir, Sig- urvina Guðmunda Sam- úelsdóttir, Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir og Selma Jóhanna Samúelsdóttir. Fóstri þeirra 4.2. 1956, Anna Ragna, f. 6.2. 1958, Guðbjörg Guðmunda, f. 16.10. 1959, Guðni, f. 10.8. 1965, d. 16.10. 1965, Jón, f. 14.7. 1968, og Guðni, f. 25.8. 1969. Barnabörnin eru fimmtán og barnabarnabörnin 22. Ágústa og Benjamín hófu bú- skap á Seljanesi, Ströndum, árið 1953, og fluttust að Stóru- Reykjum, Fljótum, árið 1967. Þar starfaði Ágústa sem matráður í Sólgarðaskóla og starfaði við það í mörg ár. Ágústa var með græna fingur, og ræktaði fallegan garð og hafði gróðurhús, þar sem hún ræktaði hin ýmsu blóm og mat- jurtir. Einnig voru þau hjón með hefðbundinn búskap. Eftir að Benjamín lést flutti hún suður til Hafnarfjarðar, og starfaði á Hrafnistu í nokkur ár. Eftir að hún flutti suður kynntist hún Gesti Bergmanni Magnússyni og hófu þau sambúð í Hafnarfirði. Fluttust þau síðar á Laugarbraut 21, á Akranesi, þar sem Ágústa bjó til æviloka. Útför Ágústu fer fram í Akra- neskirkju í dag, 27. september 2019, klukkan 13. systra og seinni eig- inmaður Önnu Jak- obínu var Kristinn Hallur Jónsson, f. í Litlu-Ávík, Ár- neshr., Strand- arsýslu 8.9. 1912, d. 9.8. 2000. Börn Önnu og Kristins: Jón Krist- insson, Sveinn Kristinsson, Sólveig Stefanía Kristins- dóttir, Arngrímur Kristinsson, Elías Svavar Kristinsson, Guð- mundur Óli Kristinsson, Guðjón Stefán Kristinsson, Benjamín Kristinsson og Óskar Kristinsson. Eiginmaður Ágústu var Benja- mín Jóhannes Jónsson, f. í Teiga- stöð, Árneshreppi, Strand- arsýslu, 30.8. 1927, d. 16.12. 1992. Börn þeirra: Samúel Óskar, f. og d. 24.12. 1954, Sólveig Stefanía, f. Elsku mamma, þá ertu farin í ferðalagið sem á fyrir okkur öll- um að liggja. Nú hefurðu hitt pabba og litlu strákana þína tvo, ömmu, afa og alla hina í sum- arlandinu. Það hafa orðið fagn- aðarfundir. Elsku mamma, þú ert laus undan veikindum sem hafa hrjáð þig síðasta árið, þú stóðst þig eins og hetja, kvartaðir ekki, hélst skopskyninu fram á síðustu stundu og tókst veikindum þín- um með æðruleysi. Þú varst al- veg tilbúin til að flytja í aðra heima. Elsku mamma, þú varst snilldarkokkur og bakari, þið pabbi voruð miklir gestgjafar og hrókar alls fagnaðar. Þú varst mikill listamaður, hvort sem þú saumaðir, prjónaðir eða málaðir, það lék allt í höndunum á þér. Þú hafðir gaman af því að ferðast, hvort sem það var innan eða utan landsteinanna. Þú fórst til margra landa, en okkur er sérstaklega minnisstætt þegar þú fórst til Finnlands, og pabbi sagði að þú hefðir farið til að láta lappa upp á þig. Elsku mamma, við viljum þakka þér fyrir allt og allt, það er mikið að þakka og margs að minnast. Þú varst móðir, kona, meyja, glæsileg á velli, glaðlynd og víkingur til allra verka. Þú varst meira en bara móðir, þú varst besta vinkona og vildir allt fyrir alla gera. Þín verður sárt saknað. Við kveðjum þig að sinni, elsku mamma, þar til næst Kveðja, Sólveig, Anna Ragna, Guð- björg (Gugga), Jón, Guðni og makar. Kæra Ágústa amma mín. Fimmtudaginn 12. september kvaddir þú heiminn og fjölskyldu þína. Ekki komst ég í tæka tíð til þín til að kveðja þig en ég samdi stuttu eftir andlát þitt ljóð svo ég gæti kvatt þig. Um ókomna tíð á ég eftir að minnast þín og ég á margar góð- ar minningar um þig. Þú átt eftir að lifa í minningum fjölskyldu og vina þinna, ég hlakka til að fá að sjá þig einn daginn. Í svartnætti geislar hin bjartasta stjarna sú sem er á himnum og horfir til mín amma, þú varst sól allra þinna barna þó þú sért farin ertu stjarnan sem skín. Ómögulega gæti ég þakkað þínar gjaf- ir. Þín ást og umhyggja var mér ávallt nóg. Nú hvarfstu til heima sem allir eru glaðir. Nú hefur þú fundið hina dýrðlegu ró. Með söknuð í hjarta, ég kveð þig nú amma. Á hverjum degi ég mun hugsa til þín. Í mætti minningar þú lifir hér áfram mun heyra nafn þitt í vindi sem hvín. Auðmjúkur er ég en sár kveðjan mun reynast. Andinn þinn lifir í hjarta mínu enn hittumst við seinna, munum þá heils- ast því við vitum það bæði, þangað fara allir menn. Nú lifir þú áfram í andans ljóma í hjarta mínu verður þú geislandi sól farin þar sem allt er í eilífum blóma en lifir í mínum minningum þó. Kær kveðja, Elís. Elsku amma mín. Þú varst einstök kona, eins og allir vita sem voru svo lán- samir að þekkja þig. Þú varst með hjarta úr gulli, fórnfús, virðuleg, falleg og bjóst yfir miklum þokka. Síðastliðnar vikur hef ég ver- ið að hugsa til baka, til allra stundanna sem við áttum sam- an. Ég fyllist af hlýju, kærleik og ást. Ég er svo þakklát að hafa fengið svona sterka fyrirmynd, þú hefur sýnt mér hvernig kona ég vil vera. Þú hefur gefið mér svo dýrmæta gjöf, þú gafst mér af hjarta þínu. Jafnvel þó að þú sért horfin úr þessum heimi, þá ertu ekki horfin mér, hluti af þér mun ávallt lifa í mér. Allt það sem þú kenndir mér og allt það sem þú gafst mér mun ætíð vera í hjarta mér og vera hluti af mér. Ljósið sem bjó í hjarta þér, mun lýsa mér alla vegi, alla tíð. Hjartans þakkir fyrir sam- leiðina. Ég elska þig, amma, hvíldu í friði. Nafna þín, Ágústa Líf Jónsdóttir. Í dag kveðjum við þig í hinsta sinn elsku hjartans amma Gústa. Það eru ótal hugsanir og minningar sem streyma í gegn- um hugann þessa dagana. Skemmtilegu ferðirnar í sum- arbústaðinn, spilakvöldin, spá- dómarnir, ævintýralegu sög- urnar sem þú samdir fyrir okkur, tímarnir okkar saman á Stóru-Reykjum og svo margt fleira. Þú gerðir svo marga litla hluti sem skiptu okkur, afkom- endur þína, svo miklu máli. Ég man til dæmis hvað það var ótrúlega mikið sport að fá að gista hjá þér, elsku amma mín. Þá fékk ég morgunmat í rúmið á fallegum bakka og stundum leyndist súkkulaðimoli eða brjóstsykur á koddanum. Það var sérstaklega gaman að gista hjá þér í desember, þá heyrði ég sögurnar um jólasveina mömmu og jólasveina pabba, þú horfðir með mér á jóladagatalið og svo fékkst þú líka í skóinn alveg eins og ég. Þú sagðir mér nefni- lega að þegar maður væri orð- inn gamall fengi maður aftur í skóinn. Þú varst alveg einstök kona, amma mín, þú vissir alltaf á undan mér þegar ég var með barni og giskaðir á rétt kyn í hvert einasta skipti. Þú varst með svo ótrúlega góða og hlýja nærveru og þú varst og munt alltaf vera kjarnakona, enda ekki kölluð amma dreki fyrir ekki neitt. Þínar dyr voru ætíð opnar öllum og þú lagðir mikið upp úr því að enginn færi svangur heim. Ég mun sakna þess að geta ekki hringt í þig þegar mig vantar ráðleggingar, það eru vissir hlutir sem enginn getur svarað nema amma Gústa. Ég kveð þig í dag full af söknuði en einnig þakklæti, ég er þakklát fyrir samveruna, hlýjuna, hálfmánana sem þú sendir mér fyrir hver jól og all- ar góðu minningarnar. Ég er þér afar þakklát og ég mun halda minningu þinni á lofti. Þú lifir áfram í hjarta okkar allra. Ég sé þig svo í sumarlandinu þegar minn tími kemur. Hafrún Eir Hafliðadóttir. Við skildum ekkert í því syst- urnar, að dúkkurnar okkar voru horfnar. Við leituðum dyrum og dyngjum og fundum ekki. Þetta var rétt fyrir jólin 1946 og við höfðum um margt að hugsa. Loksins kom aðfangadagskvöld og stofan var opnuð með jóla- ljósunum. Þar sátu þær allar, dúkkurnar okkar, í nýjum kjól- um undir jólatrénu, svo óskap- lega fínar. Hún Gústa mín var alltaf að hugsa um að gleðja okkur syst- urnar. Hún hafði setið í laumi og saumað nýja kjóla á allar brúðurnar okkar. Hún var bara 11 ára. Samt var hún eins og fullorðin manneskja að hjálpa mömmu í eldhúsinu, að gefa litlu systkinum okkar að borða, skúra gólfin og hvaðeina sem til féll að gera. Ég var tveimur ár- um yngri, nýkomin heim á Selja- nes, veikburða eftir 8 ára vist á sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hún breiddi alltaf yfir mig hún Gústa systir, þegar á þurfti að halda, huggaði mig og studdi. Nú er elskuleg systir mín far- in. Hún var næstelst okkar 14 systkina. Við erum nú 12 eftir. Þorbjörg systir er elst, svo Ágústa, ég, Bjarnveig og Selma sem lést 2012. Hún var fædd 1942, rétt áður en Samúel faðir okkar lést. Þegar ég kom heim var mamma flutt frá Bæ í Trékyll- isvík að Seljanesi í Ingólfsfirði með Kristni seinni eiginmanni sínum og fóstra okkar. Tveir elstu bræður okkar, Jón og Sveinn, höfðu bæst í hópinn, voru tveggja ára og hálfs árs. Seinna komu sex strákar og ein stelpa í viðbót. Gústa reyndist mér besta systir og vinkona við algerlega ókunnar aðstæður. Það bar aldrei skugga á vináttu okkar síðan, í blíðu og stríðu. Gústa og Benni kynntust ung á Seljanesi, urðu hjón og eign- uðust fallega fjölskyldu. Benni var yndislegur og blíður maður. Líf þeirra Gústu var ekki alltaf dans á rósum. Þau bjuggu á Seljanesi allt til ársins 1969, þeg- ar það brást enn og aftur að veg- ur yrði lagður þangað. Þá barði Gústa í borðið og þau Benni fluttu með allt sitt hafurtask norður í Fljót. Þar bjuggu þau á Stóru-Reykjum. Leiðir okkar systranna lágu í ólíkar áttir, mín suður í Rangárþing þar sem ég er enn. Við skrifuðumst alltaf á og stundum náðum við að hittast. En það var kaldhæðni örlaganna að þegar Gústa flutti af Strönd- um var hún eiginlega bara enn lengra í burtu frá mér. Þegar við heimsóttum Gústu, Benna og fjölskyldu var mikið fjör og gaman, bæði á Ströndum og norður í Fljótum. Einu sinni komum við Elli svo seint um nótt norður á Stóru-Reyki að við tjölduðum bara við lækinn og sváfum til morguns. Gústa átti ekki orð þegar hún vaknaði yfir því að við hefðum ekki barið upp og vakið sig, heldur sofið úti. Við sáumst oftar þegar við urðum eldri og hittumst síðast skömmu áður en hún lést. Við héldumst í hendur, rétt eins og um jólin 1946 og þurftum svo sem ekki að segja mikið. Börnum Gústu minnar, tengdabörnum og afkomendum öllum sendi ég mínar bestu samúðarkveðjur. Góða ferð elsku besta systir, takk fyrir allt og allt. Sigurvina Samúelsdóttir (Vinsý). Ágústa Guðrún Samúelsdóttir ég fékk fyrst almennilega að kynnast þér. Ég man að á ein- hverjum tímapunkti settist ég niður á bekk og þú komst og settist hjá mér. Við fórum strax að tala saman um allt milli himins og jarðar. Þú varst svo einlæg og ófeimin að segja það sem þú varst að hugsa og velta fyrir þér. Ég man ekki mikið frá þessari ferð en þetta samtal okkar á milli hefur allt- af setið í mér. Þú varst svo full af samkennd og við tengdumst strax sterkum böndum í gegn- um tal um grænmetisfæði og velferð dýra. Mér þótti líka svo vænt um það hvernig þú talaðir við mig þarna. Ég var svo ný í fjölskyldunni enn þá, enn að fóta mig, og þú varst svo áhugasöm um mig, okkur Ívar og sambandið okkar. Þú talaðir svo vel um Ívar og hvað þér fannst við passa vel saman. Mér þótti svo vænt um að heyra það því ég sá það strax þarna að þú sagðir ekkert sem þú meintir ekki. Þannig varst þú alla tíð. Svo einlæg og hlý. Horfðir á fólk, djúpt inn í sál þess og sást það. Sást allt það góða í öllum. Allt- af til staðar og alltaf tilbúin að útdeila hrósum og hlýju til allra í kringum þig. Stútfull af samkennd sem stundum reynd- ist þér þung byrði. Þú vildir nefnilega gera heiminn betri. Þú áttaðir þig ekki á því að þú gerðir það með tilveru þinni einni saman. Þú barst nefnilega nafn þitt svo vel enda varst þú ljós í lífi okkar allra sem feng- um að kynnast þér. Ég mun alltaf vera svo þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Birta. Að eiga tíma með þér. Þær eru margar minningarnar sem rifj- ast upp þegar ég lít til baka en ein af mínum uppáhalds er og verður alltaf þegar við héldum „stelpu“áramót heima hjá ömmu Rósu á Látraströndinni. Ívar og strákarnir fóru og eyddu kvöldinu með föðurfjöl- skyldunni og ég fékk að eiga kvöldið með ykkur konunum í fjölskyldunni hans Ívars. Þetta eru ennþá ein af uppáhalds- áramótunum sem ég hef átt. Að spá í spil, velta fyrir okkur hvað nýja árið myndi bera í skauti sér og tala um vænt- ingar og vonir fyrir komandi ár. Engar sprengingar eða læti af okkar hálfu. Einungis góður matur, yndislegur félagsskapur og ljúfar stundir. Svona eru minningarnar sem virðist helst rifjast upp núna þegar kveðjustundin er runnin upp. Það er auðvitað sárt að þurfa að kveðja þig strax, að eiga ekki fleiri stundir saman en líka að finna fyrir sorginni sem situr eftir hjá allri fjöl- skyldunni þinni. Öllum sem þótti svo vænt um þig. Því okk- ur þótti svo vænt um þig. Elsku bjarta líf. Birtan okkar. Takk fyrir okkur. Takk fyrir allt. Hanna Guðmundsdóttir. Elsku besta vinkona mín. Á sama tíma og ég syrgi það að þú sért farin þá þakka ég fyrir allt það sem þú gafst mér á þeim tíma sem við höfðum sam- an. Þú tókst mér opnum örmum frá fyrsta degi, nákvæmlega eins og ég var. Við áttum það nefnilega sameiginlegt að vera ekki alveg eins og hinir krakk- arnir. Þú kenndir mér svo margt. Miklu meira en ég held að þú hafir gert þér grein fyrir. Þú varst alltaf að hrósa mér og segja mér hvað þér fyndist ég mikill snilli. Þú varst líka óhrædd að hrósa öðrum, jafn- vel ókunnugum. Þú sagðir hlut- ina eins og þú upplifðir þá og það var aðdáunarvert. Það hefðu ekki margar níu ára stelpur ætt upp að stóru stelp- unum í frímínútum einfaldlega til þess að segja þeim hvað þeim fyndist þær afburða fal- legar. En svona varst þú bara. Sköpunargleðin þín og hæfi- leikarnir voru magnaðir. Mis- lyndir myndmenntakennarar sáu ekki sólina fyrir þér, þú ljómaðir í hvert skipti sem þú fórst í píanótíma og alltaf tókst þér að búa eitthvað til úr engu. Elsku Birta, þú varst og ert fallegasta sál sem ég hef kynnst. Takk fyrir að hafa valið mig. Ég elska þig svo mikið. Góða nótt. Elfa Björk Hauksdóttir. Elsku stelpan mín. Lítil kveðja og minning til þín. Ég man alltaf þegar þið Elfa mín hittust fyrst. Það var eins og þið hefðuð alltaf þekkst,vin- skapur ykkar bara small sam- an. Það sem er svo yndislegt er að það kom féll aldrei skuggi á. Gleði, hlátur, fliss alla daga. Og það gladdi mig mikið. Ef við fórum í sund þurfti ég aldr- ei að athuga hvort allt væri í lagi með ykkur, hláturinn dill- andi sagði mér að allt væri í góðu. Gistinætur á milli heimila okkar voru mjög algengar, helgarnar voru þannig að ann- aðhvort var Birta hjá okkur eða Elfa hjá Birtu. Ég var allt- af mjög örugg með að Elfa gisti því ég vissi að Áslaug var traustsins verð. Þær gistu í Jöklafold hjá okkur, það var kominn svefn- tími. Við heyrðum hlátur og fliss og sofnuðum út frá því. Þegar sólin kom upp og tími til að vakna heyrðum við enn í flissandi glöðum vinkonum. Jú, þær höfðu sofið, en það var svo gaman að þið eydduð ekki tím- anum í að sofa of mikið. Þið fóruð upp í kofa með Ás- laugu og fenguð útrás í að drulla ykkur út, renna ykkur úti í náttúrunni og veltast um. Eitt sinn komu þær eins og forarpyttir heim til okkar. Ég saup hveljur, smápjatt. Þá sagði Birta með sínu einstaka brosi: áttu ekki þvottavél? Svo hlógum við allar og allt var þvegið. Einnig var það fjaran á Nes- inu, þar elskuðuð þið að vera, bjugguð til leynihelli og það var ykkar. Ég hef sjaldan séð fallegri augu en augun hennar Birtu, undur fögur sem hún sjálf var. Birta mátti ekkert aumt sjá, hún elskaði dýr, öll dýr. Eitt sinn var ég með fluguspaðann á lofti, það var býfluga inni og ég er ekki mikið fyrir þær. Birta kom með angist í andlitinu og sussaði á mig og sagði: við gef- um flugum líka líf. Þannig var Birta, bar mikla virðingu fyrir mönnum og dýrum. Hún var hreinskilin, sagði það sem henni fannst og það er gjöf að geta það sem unglingur, bara alltaf. Birta hafði mikla hæfileika hvort sem var í teikningu eða tónlist og var hún alltaf með blokk og blýant með sér. En nú er Birta mín komin í Blómabrekkuna sem er svo fal- leg, fullt af litum, góðu fólki og enginn veikur. Hún hressir brekkuna upp með sínum dillandi hlátri og fegurð. Góða ferð, elsku Birta, nú ertu frjáls og laus við þján- ingar. Takk fyrir að hafa verið hluti af mínu lífi. Elsku Áslaug, samúð mín er einlæg. Það er eitthvað rangt við að jarða barnið sitt. Þú varst heppin að Birta valdi þig sem mömmu sína, þú sinntir henni vel. Megi almættið gefa ykkur öllum styrk. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Heittelskaður eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, JÓN ÓLAFUR ÞÓRÐARSON lögfræðingur, varð bráðkvaddur mánudaginn 23. september. Útförin fer fram frá Guðríðarkirkju í Grafarholti föstudaginn 4. október klukkan 13. Jarðsett verður í Mosfellskirkjugarði í Mosfellsdal. Bjarnveig Bjarnadóttir Þórður Jónsson Fríða Metz Saad Metz Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.