Morgunblaðið - 27.09.2019, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.09.2019, Qupperneq 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2019 sagði Róbert, sem lék með Stjörn- unni tímabilið 2017-2018 en hjálpaði Fjölni að komast upp á síðasta tíma- bili. Leikmannahópur Fjölnis hefur tekið nokkrum breytingum. Liðið nældi í KR-inginn, Orra Hilmarsson, yngri bróður Darra Hilmarssonar margfalds Íslandsmeistara, sem hef- ur burði til að springa út í vetur. Tækifæri fyrir Orra og Egil „Orri er með efnilegri leikmönnum landsins. Ég sé alveg fyrir mér að hann gæti blómstrað og sama má segja um Egil (Agnar Októsson). Þetta er alla vega stóra tækifærið fyrir þá báða en þeir hafa verið með hlutverk í U-20 ára landsliðinu. Srdjan (Stojanovic) verður áfram með okkur en við höfum einnig fengið Króata (Jere Vucica) og nýjan Kana (Victor Moses). Báðir lofa þeir góðu miðað við æfingaleikina sem þeir hafa spilað með okkur,“ sagði Róbert. Fjölnir lék síðasta í efstu deild tímabilið 2014-2015 og staldraði þá einungis við í eitt keppnistímabil. Hvernig er stemningin í baklandinu fyrir liðinu og komandi tímabili? „Auðvitað vonast ég eftir því að við fáum góðan stuðning á okkar heima- leikjum en það fer væntanlega eftir gengi liðsins. Ég býst við því að vel verði mætt á fyrstu leikina og það gæti haldið áfram ef vel gengur. Það er bara eins og gengur og gerist í ís- lenskum körfubolta,“ sagði Róbert enn fremur við Morgunblaðið. Fjölnir er ekki gamalt félag í sam- anburði við önnur Reykjavíkurfélög. Félagið hefur alið upp marga snjalla leikmenn þótt þeirra njóti ekki við sem stendur. Þar er fremstur í flokki Haukur Helgi Pálsson sem leikur í Rússlandi en einnig má nefna lands- liðsmennina Hörð Axel Vilhjálmsson hjá Keflavík og Ægi Þór Steinarsson hjá Stjörnunni. Teljum okkur vera tilbúna í slaginn Morgunblaðið/Eggert Nýliðar Fjölnismaðurinn Róbert Sigurðsson reynir að brjóta sér leið að körfu Hamars í úrslitaeinvígi liðanna um úrvalsdeildarsæti síðasta vor.  Fjölnir er nýliði í Dominos-deild karla  Liðið hefur styrkt hópinn töluvert FJÖLNIR Kristján Jónsson kris@mbl.is Fjölnir úr Grafarvogi er nýliði í Dom- inos-deild karla í körfuknattleik í vet- ur og eru þá karlalið félagsins í körf- unni, knattspyrnunni og hand- knattleikleiknum öll í efstu deild. (Knattspyrnuliðið hefur unnið sér rétt til þess fyrir tímabilið næsta sumar). Fjölnismenn mæta til leiks með nokkuð vel mannað lið þetta haustið að því er virðist. „Keppnistímabilið leggst mjög vel í mig enda erum við spenntir fyrir því að leika aftur í efstu deild og teljum okkur vera tilbúna í slaginn,“ sagði Róbert Sigurðsson þegar Morgun- blaðið tók hann tali í vikunni en Fjölnismenn hafa undirbúið sig vel undir stjórn reynsluboltans Fals Harðarsonar. „Við höfum spilað fullt af æfinga- leikjum. Það hefur gengið misvel en liðið er að slípast til. Falur veit alveg hvað hann er að gera og kann þetta allt saman.“ Miklar breytingar á liðunum Deildin hefur síðustu árin verið geysilega sterk og fyrir síðustu tvö tímabil hefur verið meira um að sterkir íslenskir leikmenn fari á milli liða en oftast áður. Róbert segir erfitt að átta sig á styrkleika liðanna á þess- um tímapunkti. „Okkar helstu markmið eru að halda sæti okkar í deildinni og kom- ast inn í úrslitakeppnina. Maður veit þannig séð ekki neitt hvað maður er að fara út í því nánast öll lið eru búin að styrkja sig. Erfitt er að sjá fyrir hvort hlutirnir smelli saman hjá lið- unum. En í ljósi þess að deildin virðist æ sterkari með hverju árinu þá má segja að það verði bara erfiðara fyrir liðin sem eru að koma upp í deildina,“ MIÐHERJI: Hlynur Logi Ingólfsson Þjálfari: Falur Jóhann Harðar- son. Aðstoðarþjálfari: Halldór Karl Þórsson. Árangur 2018-19: 2. sæti í 1. deild og sigur í umspili. Íslandsmeistari: Aldrei. Bikarmeistari: Aldrei.  Fjölnir tekur á móti Val í Dal- húsum í 1. umferð deildarinnar fimmtudaginn 3. október og sækir svo Þórsara heim til Akureyrar í 2. umferð föstudaginn 11. októ- ber. BAKVERÐIR: Egill Agnar Októsson Gauti Björn Jónsson Guðjón Ari Logason Hlynur Breki Harðarson Orri Hilmarsson Ólafur Ingi Styrmisson Róbert Sigurðsson Srdjan Stojanovic Viktor Máni Steffensen FRAMHERJAR: Jere Vucica Rafn Kristján Kristjánsson Victor Moses Vilhjálmur Theodór Jónsson Lið Fjölnis 2019-20 KOMNIR Jere Vucica frá Elchingen (Þýska- landi) Orri Hilmarsson frá KR Victor Moses frá Newcastle Eagles (Englandi) FARNIR Andrés Kristleifsson í fríi Davíð Guðmundsson í Skallagrím Davíð Alexander H. Magnússon í Keflavík Marques Oliver, óvíst Sigmar Jóhann Bjarnason í Selfoss Breytingar á liði Fjölnis Loksins er Fjölnir í efstu deild aftur en þetta félag á alltaf að eiga lið í deild þeirra bestu að mínu mati.  Liðið hefur sýnt það á undirbúningstímabilinu að það getur skorað en hversu gott liðið verður í vetur ræðst af varnarleiknum.  Fjölnir reyndi að gera sig gildandi á leikmannamarkaðnum í sumar með lágmarksárangri þar til Falur Harðarson, þjálfari liðsins, náði í Orra Hilmarsson frá KR núna í haust.  Það er mikill fengur í Orra. Benedikt Guðmundsson um Fjölni  Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði 28. mark sitt á leiktíðinni fyrir LA Galaxy þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni bandarísku MLS-deildar- innar í knattspyrnu. LA Galaxy hafði betur á móti Real Salt Lake 2:1 og skoraði Zlatan síðara mark sinna manna á 80. mínútu leiksins. Svíinn er annar markahæsti leikmaður deildar- innar á eftir Mexíkóanum Carlos Vela sem hefur skorað 30 mörk.  Brynjar Ásgeir Guðmundsson, leik- maður FH, var dæmdur í leikbann á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ á þriðjudag en nú hefur leikbannið verið dregið til baka af aganefnd KSÍ. Brynj- ar var dæmdur í bann vegna uppsafn- aðra gulra spjalda en hann hafði feng- ið þrjú gul spjöld í liði FH í sumar. Brynjar er einnig þjálfari ÍH í 4. deild- inni og fékk þar eitt gult svo hann var kominn með fjögur gul spjöld sam- anlagt í sumar. Hann er því gjald- gengur í liði FH þegar það tekur á móti Grindavík í lokaumferð Pepsi Max- deildarinnar á morgun.  Forráðamenn spænsku 1. deild- arinnar í knattspyrnu hafa ákveðið leiktíma á El Clásico en spænsku ris- arnir Barcelona og Real Madrid leiða saman hesta sína í fyrri umferð deildarinnar á Camp Nou í Barcelona laugardaginn 26. október og hefst rimma liðanna klukkan 11 fyrir hádegi að íslenskum tíma.  Spænska knattspyrnusambandið hefur dæmt Barcelona til að greiða Atlético Madrid 300 evrur í bætur í tengslum við félagaskipti Antoine Griezmann frá Atletíco Madrid í sumar. Madridarliðið sakaði Barcelona um að hafa haft samband við Griez- mann fyrir 1. júlí. Spænska knatt- spyrnusambandið hefur ekki fundið neinar vísbendingar um að Griezmann hafi skrifað undir samning við Barce- lona fyrir fram en aftur á móti hafi samningaviðræður verið hafnar án skriflegs fyrirvara.  Hinn 18 ára gamli Rodrygo skoraði í sínum fyrsta leik með Real Madrid í fyrrakvöld í 2:0 sigri gegn Osasuna. Brasilíumaðurinn hafði ekki verið inni á nema í 93 sekúndur þegar hann skoraði síðara mark sinna manna. Hann var því nálægt því að slá met landa síns, Ronaldo, en Ronaldo skor- aði eftir að hafa verið inni á í 62 sek- úndur í fyrsta leik sínum með Madridarliðinu. Rodrygo kom til Real Madrid frá Santos í sumar fyrir 45 milljónir evra en sú upphæð jafngildir 6,1 milljarði króna.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Berglind Björnsdóttir eru jafnar á tveimur höggum yfir pari eftir fyrsta hring á Rügenwalder Mühle Ladies Open-mótinu í golfi. Mótið er hluti af LET Access-mótaröðinni, þeirri næst- sterkustu í Evrópu. Guðrún og Berglind léku báðar á 74 höggum og eru í 43. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Guðrún fékk tvo fugla, tvo skolla og einn tvöfaldan skolla. Berglind fékk þrjá fugla og fimm skolla. Eitt ogannað „Vegna fullyrðinga Bjarna Helgasonar blaðamanns í bak- verði Morgunblaðsins, fimmtu- daginn 26. september, vilja knattspyrnudeildir Breiða- bliks og Vals óska svara við eftirfarandi: Hvaða dæmi um „gylliboð“ hefur blaðamaður Mbl fyrir því að leikmenn hafi fengið í ferð með yngri landsliðum Ís- lands? Getur blaðamaður Morgun- blaðsins bent á aðila tengda Breiðabliki eða Val sem hafa markvisst reynt að selja ung- um leikmönnum slíkt í ferðum á vegum KSÍ? Knattspyrnustjórnir Breiða- bliks og Vals líta þessar ásak- anir blaðamanns mjög alvar- legum augum enda úr lausu lofti gripnar og eiga við engin rök að styðjast. Þess er krafist að blaðamað- ur biðjist afsökunar á fullyrð- ingum sínum. Virðingarfyllst, Stjórnir knattspyrnudeildar Breiða- bliks og Vals.“ Athugasemdir frá Breiðabliki og Val Bikarævintýri Aalesund, sem fjórir Ís- lendingar leika með, lauk í gærkvöld. Aalesund mætti Viking í átta liða úrslit- um norsku bikarkeppninnar í gær. Staðan var jöfn 1:1 eftir venjulegan leik- tíma og framlengingu en Viking hafði betur í vítakeppni 5:4 þar sem Samúel Kári Friðjónsson skoraði úr fjórðu spyrnu Viking. Aalesund, sem leikur í B- deildinni, hafði slegið út stórliðin Rosen- borg og Molde. Daníel Leó Grétarsson og Aron Elís Þrándarson léku allan tím- ann með Aalesund, Hólmbert Aron Frið- jónsson fór af velli á 39. mínútu en Davíð Kristján Ólafsson var í banni. Bikarævintýri Aalesund lokið Ljósmynd/aafk.no Úr leik Aron Elís Þrándarson og félagar hans í Aalesund eru úr leik í bikarnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.