Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 4
Halldóra Friðjónsdóttir formaður stjórnar VIRK ÞAÐ MÁ MEÐ SANNI SEGJA AÐ ÝMIS FRAMFARASKREF HAFI VERIÐ STIGIN Í KJARASAMNINGUM ASÍ OG SA ÁRIÐ 2008. ÁVARP STJÓRNARFORMANNS Þ ar má nefna samkomulag um þróun vottunarferlis sem feli í sér vottun á framkvæmd stefnu um launajafnrétti. Niðurstaða þeirrar þróunarvinnu var fyrsti íslenski staðallinn, oftast nefndur jafnlaunastaðall, en innleiðing hans á að tryggja konum og körlum á sama vinnustað sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf. Annað og ekki síður mikilvægt skref var yfirlýsing um stofnun Endurhæfingarsjóðs sem hefði það meginhlutverk að draga úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði í kjölfar veikinda og slysa. Þótt SA og ASÍ hafi átt frumkvæðið að jafnlaunastaðlinum og stofnun Endurhæfingarsjóðs þekktust önnur samtök launafólks og atvinnurekenda boð um þátttöku og því eru allir aðilar íslensks vinnumarkaðar eigendur þessara verkefna. Nú hefur VIRK Starfsendurhæfingarsjóður starfað í rúman áratug og er góður árangur af starfseminni næg sönnun þess að stofnun sjóðsins var nauðsynleg og tímabær. 4 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.