Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 5

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 5
 VIRK Halldóra Friðjónsdóttir formaður stjórnar VIRK en starfsmenn á almennum markaði en þar eru greiðslur í sjúkrasjóði aftur á móti hærri. Launagreiðslur og sjúkradagpeningar tryggja fjárhagslegt öryggi en áhyggjur af framfærslu er streituvaldur sem getur dregið úr árangri af starfsendurhæfingu. Miklu skiptir að stjórnendur fylgist vel með fjarvistum vegna veikinda og hvetji starfsmenn til að leita sér strax viðeigandi aðstoðar því rannsóknir sýna að snemmbært inngrip eykur líkur á því að starfsendurhæfing skili tilætluðum árangri. Stigvaxandi endurkoma til vinnu Annað atriði sem þyrfti að fjalla um í kjara- samningum eru svokölluð hlutaveikindi eða endurkoma til vinnu í skertu starfs- hlutfalli. Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá Virk, fjallaði um ávinning atvinnulífsins af stigvaxandi endurkomu til vinnu í ársriti VIRK 2017. Þar bendir hún á hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og þar með vinnuaflsins og þá staðreynd að heilbrigðisvandamál tengd krónískum sjúkdómum muni í framtíðinni verða æ algengari orsök fjarveru frá vinnu. Þessar breytingar kalli á nýja nálgun varðandi forvarnir auk þess sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfi að finna leiðir til að gera starfsmönnum með skerta starfsgetu kleift að vinna lengur. En stigvaxandi endurkoma til vinnu á ekki bara við um þá sem eldri eru heldur alla þá sem snúa aftur til vinnu eftir langtíma veikindi. Í grein sinni nefnir Jónína meðal annars þýskar rannsóknir sem virðast styðja þá kenningu að stigvaxandi endurkoma til vinnu hafi jákvæð áhrif og stuðli að því að starfsmenn nái sér að fullu. Í Þýskalandi hafa starfsmenn, að læknisráði, haft möguleika á því að snúa aftur til vinnu í skertu starfshlutfalli en fá bætur í formi sjúkradagpeninga til að vega upp á móti tekjuskerðingunni. Samkvæmt rannsókn á rúmlega 28 þúsund einstaklingum sem höfðu verið fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í meira en 45 daga flýtti stigvaxandi endurkoma fyrir fullri þátttöku á vinnumarkaði í samanburði við þá sem ekki fóru í gegn um slíkt ferli. Norsk rannsókn á gögnum frá sjúkratryggingakerfinu þar í landi leiddi til svipaðrar niðurstöðu. Þeir starfsmenn sem voru með vottorð um hlutaveikindi á móti skertu starfshlutfalli voru með styttri veikindafjarveru og hærri tíðni endurkomu til vinnu en þeir sem tóku hefðbundið veikindaleyfi. Endurskoða þarf umgjörð veikindaréttarins Í kjarasamningum ríkis og sveitarfélaga er nú þegar ákvæði sem heimilar skert starfshlutfall í kjölfar óvinnufærni vegna veikinda eða slyss. Þar er þó tekið fram að þessi heimild sé háð leyfi forstöðumanns og því er ekki um ótvíræðan rétt starfsmanna að ræða. Það getur verið dýrt fyrir litlar stofnanir að leyfa endurkomu í skert starfshlutfall. Þá þarf stofnunin í raun að greiða viðkomandi einstaklingi full laun auk þess að greiða laun annars starfsmanns sem sinnir þeim verkefnum sem ekki rúmast innan starfshlutfalls þess sem er að koma úr veikindaleyfi. Sambærilegt ákvæði er ekki í kjarasamningum á almennum markaði og ljóst að sá kostnaður sem hlýst af langtímaveikindum og stigvaxandi endurkomu getur reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum mjög þungur í skauti. Árangur af starfsemi VIRK gæti orðið enn betri ef hlutaveikindi eða stigvaxandi endurkoma til vinnu væri reglan en ekki undantekningin. Til að svo megi verða þarf að endurskoða umgjörð veikindaréttarins og huga þá sérstaklega að því hvort væri heppilegra að koma á laggirnar sérstökum sjóði sem greiddi laun þeirra sem eru lengi frá vinnu vegna veikinda og slysa. Slíkur sjóður gæti sömuleiðis greitt þau laun sem upp á vantar þegar um hlutaveikindi er að ræða og auðveldað þar með stofnunum og fyrirtækjum að taka við starfsfólki með skerta starfsgetu. átt þátt í því en ekki síður gott orðspor. Fjöldi einstaklinga hefur stigið fram og þakkað VIRK endurkomu á vinnumarkað og auðvitað er vitnisburður um gagnsemi starfsendurhæfingar besta auglýsingin. Snemmbært inngrip mikilvægt Ein forsenda góðs árangurs í starfsendur- hæfingu er snemmbært inngrip en með því er átt við að starfsendurhæfing hefjist sem fyrst. Í kjarasamningum er samið um lengd veikindaréttar, þ.e. hversu lengi starfsmenn eiga rétt á launagreiðslum séu þeir frá vinnu vegna veikinda. Opinberir starfsmenn hafa samið um lengri veikindarétt við sína viðsemjendur Árangur af starfsemi VIRK gæti orðið enn betri ef hlutaveikindi eða stigvaxandi endurkoma til vinnu væri reglan en ekki undantekningin.“ Einstaklingum í þjónustu VIRK fjölgar með hverju árinu. Sem betur fer er það ekki bara vegna þess að veikindi hafa aukist heldur líka vegna þess að nú eru langflestir landsmenn orðnir meðvitaðir um tilvist VIRK. Kynningarherferðir hafa auðvitað 5virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.