Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 18

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 18
NIÐURSTÖÐUR FYRSTU FORMLEGU GÆÐAÚTTEKTAR Á ÞEIRRI IPS ÞJÓNUSTU SEM VEITT ER AF ATVINNU- LÍFSTENGLUM VIRK, MEÐFERÐARGEÐDEILD LSH Á LAUGARÁSI OG GEÐHEILSUTEYMI HEILSUGÆSLU HÖFUÐ- BORGARSVÆÐISINS AUSTUR LOFAR GÓÐU UM ÁRANGUR. LÍNEY ÁRNADÓTTIR sérfræðingur VIRK T ilgangur úttektarinnar er að kortleggja hver staðan er á IPS verkefninu nú þegar um fimm ár eru liðin frá upphafi þess og meta hversu vel gæðaviðmiðum IPS er fylgt. Verkefnið fór hægt af stað en síðustu þrjú árin hefur það eflst verulega með auknum mannafla og bættum verkferlum. Við gæðaúttektina var lagður fyrir tryggðarskali (e. fidelity scale) sem þróaður hefur verið af upphafsmönnum IPS aðferðafræðinnar. Tryggðarskalinn setur IPS þjón- ustunni ákveðin viðmið sem þarf að ná til að hún geti talist IPS þjónusta og við fyrirlögn skalans þarf að fylgja ákveðnum reglum um hvernig mæla skuli tryggð við viðmiðin. Fyrirlögn tryggðarskalans nú var í höndum Hildar Ævarsdóttur iðjuþjálfa hjá LSH og Líneyjar Árnadóttur sérfræðings hjá VIRK. Æskilegt er við innleiðingu og viðhald á IPS þjónustu að leggja tryggðarskalann fyrir reglulega til að mæla tryggð við gæðaviðmið skalans. Á niðurstöðum úttektar geta ábyrgðaraðilar síðan byggt upp þjónustu sína og sett markmið um að bæta þau atriði sem þarf til að ná betri árangri. Gagnreyndar rannsóknir sýna að þegar fylgni við gæðaviðmið er góð eða framúrskarandi næst mestur árangur af IPS 1. Niðurstöður gæðaúttektarinnar nú sýna að tekist hefur að ná allgóðri tryggð við viðmið GÆÐAÚTTEKT Á IPS 18 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.