Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 21

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 21
 VIRK AUÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK VIRK ER METNAÐARFULLUR VINNUSTAÐUR ÞAR SEM LÖGÐ ER ÁHERSLA Á JÁKVÆÐAN STARFSANDA OG STERKA LIÐSHEILD. GILDI VIRK ERU FAGMENNSKA, VIRÐING OG METNAÐUR OG ER STARFSFÓLK HVATT TIL AÐ HAFA GILDIN AÐ LEIÐARLJÓSI Í STÖRFUM SÍNUM. FLESTIR SEM STARFA HJÁ VIRK ERU MEÐ HÁSKÓLAMENNTUN S.S. Á SVIÐI SÁLFRÆÐI, SJÚKAÞJÁLFUNAR, IÐJUÞJÁLFUNAR, FÉLAGSRÁÐGJAFAR OG NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFAR. MANNAUÐUR VIRK MIKILVÆGASTA AUÐLINDIN Hjá VIRK starfa nú 60 starfsmenn í 54,5 stöðugildum, 54 konur og 6 karlar. Ráðgjafar VIRK sem starfa hjá stéttarfélögum og lífeyrissjóðum um allt land eru 52 talsins í 50,0 stöðugildum, 49 konur og 3 karlar. Hjá VIRK er rík áhersla á að öll starfsemin sé með ábyrgum hætti og í sátt við samfélag og umhverfi. Samfélagsábyrgð fyrirtækja er víðtæk og snýr að fjölmörgum þáttum s.s. hvernig við stöndum okkur í rekstri, umhverfismálum, hvernig stjórnarhættir eru og hvernig hugað er að starfsfólki. Við höfum unnið markvisst að öllum þessum þáttum síðustu árin og viljum vera góð fyrirmynd annarra vinnustaða. 21virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.