Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 24

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 24
HINN GULLNI MEÐALVEGUR ELFA HRUND GUTTORMSDÓTTIR ráðgjafi VIRK á Reykjanesi segir Elfa Hrund Guttormsdóttir ráðgjafi VIRK á Suðurnesjum, þegar hún er spurð um tengingu hennar við það stóra svæði sem hún ásamt tveimur öðrum ráðgjöfum sinnir fyrir VIRK. Um er að ræða Suðurnesjabæ, Reykjanesbæ, Grindavík og Voga. Elfa Hrund Guttormsdóttir útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja, tók BA-próf frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum og fór svo í tveggja ára nám þar í félagsráðgjöf til starfsréttinda. „Fyrstu ráðgjafar VIRK hófu störf á Suðurnesjum árið 2009. Ég fór að vinna sem ráðgjafi hjá VIRK árið 2011. Áður vann ég í ellefu ár hjá Félagsþjónustu Reykjanesbæjar. Ég var því vel kunnug aðstæðum þeirra sem minna máttu sín. Miklar breytingar urðu þegar bandaríski herinn yfirgaf svæðið árið 2006. Þá urðu margir atvinnulausir og leituðu til félagsþjónustunnar til að fá ráð og annað. Einnig upplifði ég hrunið eins og allir aðrir landsmenn. Þetta hvort tveggja kom mjög illa við Suðurnesin – var afar erfitt tímabil sem Félagsþjónusta Reykjanesbæjar gerði ÉG ER UPPALIN Í NJARÐVÍKUNUM SEM ER HLUTI AF REYKJANESBÆ“ 24 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.