Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 25

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 25
 VIÐTAL þó með tímanum margt til að milda,“ segir Elfa Hrund. Hvað varð til þess að þú færðir þig yfir til VIRK? „Mér fannst VIRK vera nýtt sjónarhorn í mínu starfi hjá félagsþjónustunni. Mig langaði að taka þetta skref og sé ekki eftir því. Það var góð tilfinning að geta boðið einstaklingum sem leituðu til VIRK þau úrræði sem fyrir hendi voru þar. Hjá félagsþjónustunni var meira eins og maður væri að „slökkva elda“ hjá einstaklingum í erfiðleikum, framhaldið var stundum erfiðara. Hjá VIRK var boðið Mörg úrræði og stuttar boðleiðir Hvaða úrræði eru í boði hjá VIRK? „Í raun var og er allt í boði í Reykjanesbæ. Við erum með sjúkraþjálfara og sálfræðinga. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum er í sama húsi og við störfum, ráðgjafarnir þrír hjá VIRK. Húsnæðið er að Krossmóa 4, sem er miðsvæðis í Reykjanesbæ. Þar er einnig Vinnumálastofnun til húsa. Því er um stuttar boðleiðir að ræða og samstarfið milli þessara aðila gengur hratt og vel fyrir sig. Lífeyrissjóðurinn Festa er með aðsetur þarna líka. Samstarfið við Félagsþjónustu Reykjanesbæjar er líka mjög skilvirkt. Um 24 prósent íbúa þessa svæðis eru erlendir ríkisborgarar. Þeir eru duglegir að leita sér aðstoðar hjá stéttarfélögum sem mér finnst jákvætt. Útlendingar eru þó almennt í verri stöðu en Íslendingar, hafa síður félagslegt net og glíma oft við tungumálaerfiðleika. Það skiptir miklu máli að geta tjáð sig á íslensku eða ensku. Hafi þeir hvorugt þá er erfitt að fá vinnu. Ég veit þó að aðilar vinnumarkaðarins hafa farið til Póllands til að ráða fólk til starfa á Suðurnesjum.“ Þess ber að geta að hjá Miðstöð símennt- unar er íslenskukennsla. Þar hefur líka verið starfandi landnemaskóli sem skil- greinir hvernig samfélagið virkar. Sagt er frá helstu stofnunum á svæðinu, svo sem sýslumannsembættinu, heilbrigðisþjónustu og Vinnumálastofnun. Í lok námskeiðs koma allir með veitingar frá sínum heimaslóðum og úr verða þessi fínu „Pálínuboð“. Hvernig fer fram val á þeim sem njóta samstarfs við VIRK? „Verklagið hvað þetta snertir er eins um allt land. Allir einstaklingar sem vilja fá þjónustu hjá VIRK þurfa að fara til læknis og fá vottorð um heilsubrest og beiðni um þjónustu til að eiga rétt á að komast í samstarf við VIRK. Beiðni læknisins er send til höfuðstöðva VIRK að Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Þar fer inntökuteymi yfir það hvort viðkomandi einstaklingur eigi heima hjá VIRK eða ekki. Leiki vafi á því þá fer viðkomandi einstaklingur í mat á raunhæfni. Sé niður- staðan sú að sérfræðingurinn sem gerir matið telji að viðkomandi eigi heima hjá VIRK þá er honum vísað til þess stéttarfélags sem hann hefur greitt í. Einstaklingar sem leita eftir þjónustu hjá VIRK en eiga enga starfssögu hafa líka sinn rétt. Allir sem vilja endurhæfast til atvinnuþátttöku eða komast á vinnumarkað eiga, sé skilyrðum fullnægt, rétt á þjónustu hjá VIRK. Ef örorkuþegi finnur að hann er kominn með meiri starfsgetu en áður getur hann látið á það reyna hvort hann eigi rétt á þjónustu hjá VIRK. Sé heilsuleysi fólks af andlegum toga ein- blínum við á sálfræðimeðferð. Auðvitað skipta virkniúrræði líka máli þegar þannig háttar til. Þeir sem þurfa á daglegri virkni að halda fara í þverfaglega endurhæfingu hjá Samvinnu, sem staðsett er í húsinu sem við störfum í. Einstaklingurinn fer þá til Samvinnu og fær sinn ráðagjafa þar. Útbúin er virkniáætlun fyrir viðkomandi sem inniheldur allt það sem hann þarfnast og hægt er að veita. Við á Suðurnesjum búum svo vel að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu taka því vel að leyfa fólki sem kemur frá VIRK að reyna sig í starfi. Fyrst finnum við út með viðkomandi einstaklingi hvað hann getur helst hugsað sér að vinna við svo förum við á stúfana að finna heppilegt starf. Við leitum ekki út fyrir Suðurnesin ef einstaklingur er búsettur þar. Þetta starf fer allt fram á Suðurnesjum. Rétt er að taka fram að VIRK tekur ekki þátt í kostnaði við heilbrigðisþjónstu. Við höldum okkur við greiðslu fyrir sálfræðimeðferð, sjúkraþjálfun, námskeið og þess háttar. Við leiðbeinum hins vegar fólki ef þörf er á. Í vottorði frá lækninum sem einstaklingurinn kemur með í upphafi er að finna upplýsingar um þann heilsubrest sem viðkomandi glímir við – sem og hefur einstaklingurinn þá þegar svarað spurningalistum sem við ráðgjafar fáum svo aðgang að. Þannig fáum við tiltölulega skýra sýn á ástand viðkomandi. Í framhaldi af þessu spyrjum við einstaklinginn staðlaðra spurninga. Allt þetta hjálpar. Mæti einstaklingum þar sem þeir eru staddir Ég hef í mínu starfi haft að leiðarljósi að mæta einstaklingum þar sem þeir eru staddir. Í viðtali finnur maður hvernig viðkomandi líður. Þetta tekur tíma og gengur misvel. Ég vinn út frá því að hver og einn sé sérfræðingur í eigin lífi. Finni maður að lítill áhugi sé til staðar þá beitum við áhugahvetjandi samtalstækni. Hafi einstaklingur til dæmis lítinn áhuga á hreyfingu spyrjum við hvaða hreyfing hafi höfðað mest til hans á yngri árum. Svo er unnið út frá því. Glími einstaklingur við Við á Suðurnesjum búum svo vel að fyrirtæki og stofnanir á svæðinu taka því vel að leyfa fólki sem kemur frá VIRK að reyna sig í starfi.“ upp á mun fleiri úrræði og því hægt að koma einstaklingum lengra í átt að vinnumarkaði. Mikil aðsókn var í aðstoð frá VIRK nánast frá upphafi og þannig er það enn í dag. Strax var fyrir hendi vitneskja um starfsemi VIRK á svæðinu. Félagsþjónustan var til dæmis dugleg að vísa því fólki til VIRK sem talið var að hefði gagn af þjónustu þar. Óneitanlega áttu sumir einstaklingar sem þáðu fjárhagsaðstoð félagsþjónustunnar ekki heima þar. Margir þeirra voru að glíma við heilsubrest, andlegan og líkamlegan. Þeir aðilar áttu frekar heima hjá VIRK.“ 25virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.