Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 27

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 27
 VIÐTAL FRAMTÍÐARSÝN Í FYRIRRÚMI INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR ráðgjafi VIRK hjá Eflingu Í sófa undir fallegum málverkum í þægilegu andrúmi bíður blaðamaður þar til Ingibjörg kemur fram og fyrr en varir hefst viðtalið í hlýlegu vinnuherbergi hennar. „Hjá Eflingu starfar fjölbreytt teymi,“ segir Ingibjörg þegar spurt er um menntun og bakgrunn þeirra ráðgjafa VIRK sem starfa hjá Eflingu. „Sjálf er ég sjúkraþjálfari, hef meistaragráðu í viðskiptafræði og er viðurkenndur bókari. Þetta eru ólíkir heimar en að mörgu leyti góður undirbúningur undir svona starf. Við erum sjö ráðgjafar VIRK sem störfum hjá Eflingu. Við höfum ólíka menntun sem nýtist vel. Í okkar hópi erum við með félagsráðgjafa, iðjuþjálfa, markþjálfa og sálfræðinga. Þessi fjölbreytni í menntun og reynslu gefur okkur möguleika á bera saman bækurnar og fá ráð hvert hjá öðru án þess þó að rjúfa á nokkurn hátt trúnað við það fólk sem er í samstarfi við okkur.“ Í MÓTTÖKUNNI HJÁ EFLINGU AÐ GUÐRÚNAR- TÚNI 1 ER EKKI MARGT UM MANNINN. STÚLKAN VIÐ SÍMANN LÆTUR INGIBJÖRGU ÓLAFS- DÓTTUR, RÁÐGJAFA VIRK, VITA AÐ KOMINN SÉ GESTUR TIL HENNAR. 27virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.