Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 30

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 30
STARFSGETUMAT VIGDÍS JÓNSDÓTTIR framkvæmdastjóri VIRK Hvað er starfsgetumat? Starfsgetumat felur í sér að reynt er að meta getu einstaklings fremur en að meta einvörðungu læknisfræðilega skerðingu eins og gert er í örorkumati. Í starfsgetumati eru metnir bæði styrkleikar og skerðingar einstaklings með tilliti til þátttöku á vinnumarkaði. Starfsgetumat getur líka falið í sér að leita að þáttum sem unnt er að bæta með endurhæfingu eða þáttum sem hægt er að koma til móts við með aðlögun og stuðningi þannig að viðkomandi geti betur tekið þátt bæði á vinnumarkaði og í lífinu almennt. Starfsgetumat er í eðli sínu flóknara mat en örorkumat þar sem taka þarf tillit til mun fleiri þátta. M.a. þarf að skoða möguleika og störf á vinnumarkaði og eins er óraunhæft að meta starfsgetu án þess að einstaklingar fái aðstoð og tækifæri til að efla styrkleika sína og takast á við þær hindranir sem eru til staðar vegna afleiðinga sjúkdóma og/eða slysa. Mat á starfsgetu snýst því ekki eingöngu um einstaklinginn sjálfan heldur einnig um möguleika og tækifæri í síbreytilegu umhverfi einstaklings. Hlutverk VIRK Á árinu 2005 var skipuð nefnd um endur- skoðun örorkumats og eflingu starfsendur- hæfingar. Þessi nefnd var skipuð fulltrúum stjórnvalda, aðila vinnumarkaðarins, Landssamtaka lífeyrissjóða og Öryrkja- bandalags Íslands. Nefndin skilaði skýrslu á árinu 2007 þar sem m.a. var lagt til að tekið yrði upp „mat á getu einstaklings til að afla tekna í kjölfar sjúkdóms eða slyss“ eða starfsgetumat. Margar fleiri tillögur voru einnig settar fram svo sem að starfsendurhæfing væri efld m.a. í samstarfi 30 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.