Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 31

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 31
 VIRK við sjúkrasjóði stéttarfélaga, lögð yrði áhersla á snemmtæka íhlutun, þverfaglega nálgun og forvarnir. Ári síðar eða árið 2008 sömdu aðilar vinnu- markaðarins síðan um stofnun VIRK. Í þessum kjarasamningum var m.a. eftir- farandi ákvæði um stofnun sjóðsins: „Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa á undanförnum misserum rætt saman um nýtt fyrirkomulag endurhæfingar. Samkomulag er um að hefja þróun þeirra á árinu 2008 með því að skipuleggja þjónustu og veita úrræði fyrir þá starfsmenn sem veikjast til lengri tíma og slasast þannig að vinnugeta skerðist. Markmið aðila er að koma að málum eins snemma og kostur er til að stuðla að því að hver einstaklingur verði svo virkur á vinnumarkaði sem vinnugeta hans leyfir“. Það hefur því alltaf verið skýrt að hlutverk VIRK er að veita þjónustu sem miðar að því að efla starfsgetu einstaklinga og auka þátttöku á vinnumarkaði og til að geta gert það er nauðsynlegt að meta reglulega stöðu einstaklinga með tilliti til starfsgetu í öllu starfsendurhæfingarferlinu. Í dag er VIRK fjármagnað af atvinnu- rekendum, lífeyrissjóðum og ríki. Þetta eru sömu aðilarnir og bera ábyrgð á fram- færslugreiðslum til einstaklinga með skerta starfsgetu vegna veikinda og/eða slysa. Aðkoma þessara aðila að fjármögnun VIRK byggir á þeirri staðreynd að þessir sömu aðilar hafa ásamt þeim einstaklingum sem um ræðir, hag af því að einstaklingar fái sem besta starfsendurhæfingarþjónustu og geti orðið virkir þátttakendur á vinnumarkaði í kjölfar hennar. Starfsgetumat hjá VIRK Hjá VIRK hefur verið þróað matsferli með það að markmiði að einstaklingar í þjónustu VIRK fái bæði starfsendurhæfingu við hæfi og í lok starfsendurhæfingar getur starfs- getumat aðstoðað einstakling við að meta starfsgetu sína og mögulega þátttöku á vinnumarkaði. Þjónusta VIRK felur þannig í sér að til þess að unnt sé að veita faglega og góða þjónustu og meta mögulega vinnumarkaðsþátttöku fara flestir einstaklingar í eitt eða fleiri möt á endurhæfingarferlinu. Þessi möt eru gerð af ýmsum fagaðilum eins og læknum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum og félagsráðgjöfum, en einstaklingurinn sjálfur tekur virkan þátt. Sjónarmið einstaklings eru í forgrunni en fagaðilar koma einnig með sitt sérfræðimat. Í lok þjónustu hjá VIRK hafa flestir einstaklingar náð þeirri starfsgetu sem stefnt var að og fara þá aftur til starfa á vinnumarkaði en þeim einstaklingum sem ekki treysta sér í fulla þátttöku á vinnumarkaði er boðið að fara í starfsgetumat til að meta stöðu sína og framtíðarmöguleika. Niðurstöður starfsgetumats hjá VIRK eru ekki settar fram sem tiltekið hlutfall starfs- getu eða ákveðin prósentutala heldur sem lýsing á stöðunni og leiðbeiningar um næstu skref fyrir bæði einstakling og fagaðila. Næstu skref geta þannig verið bæði þátttaka á vinnumarkaði að hluta eða öllu leyti, áframhaldandi starfsendurhæfing, önnur endurhæfing eða að endurhæfing sé fullreynd og ekki sé raunhæft að stefna að þátttöku á vinnumarkaði. VIRK kemur ekki að ákvörðun um rétt einstaklinga til örorkulífeyris eða annars konar framfærslu. Þar koma aðrir aðilar að svo sem Tryggingastofnun, lífeyrissjóðir og sjúkrasjóðir stéttarfélaga. Þessir aðilar hafa sínar eigin reglur og viðmið sem farið er eftir við úrskurð á rétti til greiðslna og VIRK kemur ekki að þeim ákvörðunum. Þessir aðilar geta hins vegar farið fram á það að einstaklingur afhendi þeim gögn frá VIRK svo sem niðurstöður úr starfsgetumati VIRK og upplýsingar um ástundun í starfsendurhæfingu. Bæði ríki og lífeyrissjóðir starfa samkvæmt lögum og reglum þar sem m.a. er kveðið á um að einstaklingar þurfi að taka þátt í endurhæfingu til að eiga rétt til framfærslugreiðslna. Í opinberri umræðu um starfsgetumat hefur verið haldið fram ýmsum staðhæfingum um starfsgetumat sem ekki eru í samræmi við framkvæmd starfsgetumats hjá VIRK og við þekkingu og reynslu fagaðila í starfsgetumati hér á landi. Starfsgetumat hjá VIRK er alltaf framkvæmt af lækni og auk þess getur læknirinn kallað til aðra sérfræðinga eftir þörfum, t.d. sjúkraþjálfara og sálfræðinga, ef mál einstaklings eru flókin. Farið er eftir ákveðnum viðmiðum og eyðublöðum og þess er alltaf gætt að sjónarmið einstaklings komi fram í matinu. Ef einstaklingur er ósáttur við niðurstöður matsins þá getur hann komið því á framfæri við VIRK og í sumum tilfellum er matið endurskoðað af öðrum aðila en þeim sem kom að því í upphafi. Af hverju starfsgetumat í stað örorkumats? Mörg ríki hafa stigið einhver skref í þá átt að breyta matsaðferðum og nálgun í þjónustu gagnvart einstaklingum með skerta starfsgetu þar sem meiri áhersla er lögð á getu en vangetu einstaklinga. Markmiðið með þessari breyttu nálgun er að auka þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði. Ástæðan er fjölgun einstaklinga á örorku m.a. vegna hækkandi lífaldurs og fjölgun ungra einstaklinga á örorku. Ef þessi þróun heldur áfram getur hún orðið ógn við velferðarkerfi vestrænna ríkja þar sem færri einstaklingar á vinnumarkaði þurfa að skapa verðmæti til að sjá fyrir stækkandi hópi þeirra sem ekki eru virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Það er mikilvægt að samfélagið geti til framtíðar séð vel fyrir þeim einstaklingum sem ekki geta tekið þátt á vinnumarkaði á hverjum tíma, ef sá hópur er orðinn mjög stór þá er hætta á því að ekki verði til staðar samfélagsleg geta eða sátt um það að tryggja þessum hópi einstaklinga sómasamleg lífskjör. Mat á starfsgetu snýst því ekki eingöngu um einstaklinginn sjálfan heldur einnig um möguleika og tækifæri í síbreytilegu umhverfi einstaklings.“ 31virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.