Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 32

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 32
Auk þess þá hefur orðið í hinum vestræna heimi mikil vitundarvakning um skaðleg áhrif óvirkni og hliðsetningar. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á það að vinna, þátttaka og virkni hefur jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði einstaklingsins og er um leið jákvæð fyrir samfélagið allt. Rannsóknir hafa m.a. sýnt fram á það að löng fjarvera frá vinnumarkaði ógnar heilsu og lífsgæðum einstaklinga meira en lífshættulegir sjúkdómar og þátttaka á vinnumarkaði hefur almennt jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu einstaklinga – einnig þeirra einstaklinga sem glíma við varanlegan heilsubrest af ýmsum toga. Hér má einnig benda á að hugmyndin um örorku varð til við aðrar aðstæður, á tímum þegar starfsgeta takmarkaðist öðru meira af líkamlegri getu og talið var að heilsuvandinn væri meira varanlegt ástand. Í dag er algengara að skert starfsgeta stafi af álagstengdum og geðrænum vanda sem ekki er alltaf varanlegur. Sjúkdómurinn sjálfur eða heilsufarsástandið gefur einnig oft takmarkaða mynd af getu einstaklings til virkni og starfa. Getan er í eðli sínu fjölþætt og ræðst af mörgum öðrum þáttum en heilsu einstaklingsins. Færni og geta einstaklinga er auk þess breytileg og getur þróast með tímanum. Endurhæfing, bætt heilsa og breyttar aðstæður geta þannig aukið færni einstaklinga og aðstæður á vinnumarkaði geta einnig bæði aukið og dregið úr möguleikum einstaklinga til að sinna ólíkum störfum. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á það að vinna, þátttaka og virkni hefur jákvæð áhrif á heilsu og lífsgæði einstaklingsins og er um leið jákvæð fyrir samfélagið allt.“ 1 Það þarf að hafa það í huga að um er að ræða hóp einstaklinga sem búa við hvað verstu lífskjörin í okkar samfélagi og hafa oft á tíðum þurft að ganga í gegnum mikla erfiðleika á sínum lífsferli. Það þarf því að ígrunda vel öll þau skref sem tekin eru og gæta þess að einstaklingar séu ekki settir í slæmar aðstæður. 2 Það getur verið erfitt að samhæfa höfuðmarkmiðin með uppbyggingu kerfisins því þau eru í eðli sínu ólík og geta unnið gegn hvort öðru. Annars vegar vilja menn tryggja einstaklingum með skerta starfsgetu öryggi og góða framfærslu og hins vegar þarf líka að vera til staðar hvatning til atvinnuþátttöku þessa hóps. Það er því ákaflega mikilvægt að á sama tíma og einstaklingar með skerta starfsgetu fá góðan stuðning á örorkulífeyri þá sé líka tryggður góður stuðningur til einstaklinga á vinnumarkaði til að gera einstaklingum á vinnumarkaði sem glíma oft við heilsubrest af ýmsum toga kleift að vera þar áfram. 3 Sá hópur sem þarf aðstoð samanstendur af mjög ólíkum einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn, vandamál og þarfir. Það þarf því ólíkar aðferðir til að virkja og hvetja þessa einstaklinga og þarfir þeirra fyrir stuðning og þjónustu eru mismunandi. Það má því velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að framfærslukerfin taki mið af þessum breytileika og mæti mismunandi hópum á mismunandi hátt. 4 Mikill fjöldi aðila og stofnana kemur með einum eða öðrum hætti að þjónustu og stuðningi við einstaklinga með skerta starfsgetu. Þessir aðilar starfa oft með ólíkum hætti og hafa ólíkra hagsmuna að gæta. Hér þarf að tryggja samhæfingu og samstarf fjölda ólíkra aðila til að gæta þess að allir fái þjónustu við hæfi. 5 Breyting á einum þætti kerfisins hefur áhrif á aðra þætti sem flókið getur verið að gera sér grein fyrir. Þannig getur samdráttur í heilbrigðisþjónustu haft veruleg áhrif á hvaða árangri er hægt að ná í starfsendurhæfingarþjónustu. Eins geta breytingar á uppbyggingu bótagreiðslna haft áhrif á flæði einstaklinga milli mismunandi bótakerfa og þá um leið á milli mismunandi þjónustuaðila. Vegna þessa flækjustigs eru breytingar í heildarkerfinu flóknar og oft erfiðar í framkvæmd og þurfa að vera vel ígrundaðar. Það kemur þó ekki í veg fyrir það að flest vestræn ríki leita nú leiða til að breyta þeim kerfum sem hafa verið við lýði m.a. úr því að líta eingöngu á skerðingar í að horfa meira á möguleika og athuga m.a. hvernig hægt er að vinna betur í umhverfi einstaklings til að auka möguleika á aukinni vinnumarkaðsþátttöku sem flestra. Ástæðan er sú að menn sjá að núverandi kerfi getur ekki gengið upp til framtíðar og því er mikilvægt að finna nýjar leiðir til að unnt verði að tryggja enn betur framfærslu og stuðning við einstaklinga með skerta starfsgetu. Starfsgetumat og breytingar í nágrannalöndum okkar Flest nágrannalönd okkar hafa stigið einhver skref í að breyta áherslum varðandi mat á örorku og framfærslugreiðslum í því samhengi. Þessar breytingar hafa verið mismunandi bæði að formi og umsvifum en í flestum löndum er reynt að breyta matsaðferðum í átt að starfsgetumati ásamt öðrum kerfisbreytingum sem styðja við það markmið. Í umræðum um starfsgetumat í fjölmiðlum undanfarna mánuði og ár hefur orðið starfsgetumat stundum verið sett í samhengi við breytingar á bótakerfum í nágrannalöndum okkar sem hafa heppnast illa og orðið til þess að stefna heilsu og lífi fjölmargra einstaklinga í voða. Í því samhengi er m.a. vísað í bresku kvikmyndina „I Daniel Blake“ þar sem einstaklingur með alvarlegan hjartasjúkdóm var neyddur til að leita sér að starfi sem hafði mjög alvarlegar afleiðingar. Í myndinni er lýsing á ákaflega vondu vel- Breytingar og flækjustig Það er mjög flókið og vandasamt að breyta matskerfi og framfærslukerfum einstaklinga sem glíma við skerta starfsgetu. Ástæður þess eru m.a. eftirfarandi: 32 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.