Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 42

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 42
UNDIR LOK 2018 ÝTTI VIRK STARFSENDURHÆFINGAR- SJÓÐUR VelVIRK FOR- VARNARVERKEFNINU AF STOKKUNUM SEM HEFUR ÞAÐ AÐ MARKMIÐI AÐ VINNA GEGN BROTTFALLI AF VINNUMARKAÐI VEGNA HEILSUBRESTS, EINKUM OG SÉR Í LAGI VEGNA ÁLAGSTENGDRA EINKENNA. ER BRJÁLAÐ AÐ GERA? Ársrit VIRK settist niður með VelVIRK teyminu: Ingibjörgu Loftsdóttur, Líneyju Árnadóttur og Maríu Ammendrup sem halda utan um verkefnið Er brjálað að gera hjá ykkur? „Við verðum eiginlega að viðurkenna að það var brjálað að gera við að koma velvirk.is í loftið,“ segja þær brosandi. „En við reyndum að vera skynsamar, tileinka okkur það sem við lærðum af vinnunni við verkefnið, höfum tekið innihald vefsíðunnar til okkar og breytt hegðun. Allt efnið og bjargráðin um það hvernig við getum haldið jafnvægi í lífinu hafa nýst okkur vel í vinnunni við forvarnarverkefnið almennt.“ Afhverju VelVIRK? „Undanfarin misseri hefur það verið rætt innan stjórnar VIRK að nauðsynlegt væri að VIRK færi í aðgerðir til þess að sporna við því að fólk falli af vinnumarkaði í ljósi þess að æ fleiri virðast heltast úr lestinni eða hverfa af vinnumarkaði, vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Í apríl 2018 samþykkti stjórnin að setja forvarnarverkefni af stað til að byrja með í þrjú ár. Í framhaldinu var stýrihópur settur á laggirnar sem styður við verkefnið, en hann er skipaður aðilum úr stjórn VIRK og fulltrúum frá Velferðarráðuneytinu, Landlæknisembættinu og Vinnueftirlitinu. Einnig var ákveðið að við þrjár myndum fara í verkefnið en við njótum dyggrar aðstoðar Vigdísar framkvæmdastjóra og Eysteins almannatengils VIRK,“ segir Ingibjörg sem leiðir verkefnið. Verkefnið er stórt og mikið er undir. Ákveðin var þríþætt nálgun þar sem horft er til einstaklingsins – til þess sem hvert María Ammendrup, Ingibjörg Loftsdóttir, Líney Árnadóttir. 42 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.