Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 43

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 43
 VIÐTAL Það þarf ekki alltaf að gera svo mikið, bæta heldur einhverju, sama hve litlu, jákvæðu inn í líf þitt og þér líður strax betur.“ Á jákvæðu nótunum Stiklurnar, sem finna má á velvirk.is og á Youtuberás VIRK, hafa það að markmiði að vekja fólk til vitundar um stöðuna, bæði í einkalífi og í vinnu, og vísa þeim í framhaldinu inn á velvirk.is sem er full af upplýsingum og bjargráðum. „Velvirk.is, sem við unnum í samvinnu við Hvíta húsið og Stefnu, er tvískipt. Annars vegar góð ráð og upplýsingar um það hvernig við höldum jafnvægi í lífinu almennt og hinsvegar horfum við til stuðnings við stjórnendur og leiðtoga á vinnustöðum og fjöllum um líðan á vinnustöðum,“ segir Ingibjörg. Vefsíðan sé komin til að vera, vaxi stöðugt að efni og innihaldi og umferðin inn á hana er stöðug. „Tónninn í auglýsingunum og á velvirk.is er á jákvæðu nótunum, verið er að draga fram hvernig við getum gert betur fyrir okkur sjálf. Þarna má finna einfaldar og góðar lausnir t.d. í sambandi við hreyfingu. Bara það að bæta einhverju litlu við daglegt líf s.s. stuttum göngutúr, hefur strax jákvæð áhrif. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið og við þurfum ekki öll að vera ofurkonur/menn eins og samfélagið virðist heimta. Það þarf ekki alltaf að gera svo mikið, bæta heldur einhverju, sama hve litlu, jákvæðu inn í líf þitt og þér líður strax betur,“ segir Líney. „Við höfum t.d. bent fólki á að rannsóknir sýna að það að hreyfa sig jafnt og þétt, setja hreyfingu inn í vinnudaginn sinn, hefur meiri áhrif heldur en þegar fólk er í kyrrsetu alla daga en fer þrisvar í viku í ræktina,“ segir Ingibjörg. „Við viljum algerlega forðast sjúkdómsvæðingu, erum ekki að hræða fólk á vefsíðunni með því hvað gæti gerst ef það er ekki að borða rétt eða hreyfa sig, heldur hvetja það til þess að taka þau skref sem það treysta sér til.“ Streitustigi og náttúrukort Líney segir að reynt sé að hvetja einstaklinga til sjálfshjálpar á vefsíðunni en einnig séu stjórnendur hvattir til að sækja sér efni sem þeir geta nýtt til að auka vellíðan á sínum vinnustað. „Það finnst mér mikilvægur kafli.“ Streitustiginn sé dæmi um eitt slíkt verkfæri sem finna megi á velvirk.is sem nýtist stjórnendum og innan fyrirtækjanna til þess að hjálpa til við að opna á umræðuna um streitu. „Steituumræðan er orðin svo ríkjandi í samfélaginu en við þurfum að koma okkur niður á sameiginlegt tungutak sem við getum öll skilið. Benda þarf á að það er vel hægt að takast á við streituna og að það er ekki svo erfitt að snúa til baka þótt fólk sé komið í töluverða streitu með samtali við nærumhverfi sitt, t.d. um skipulag á tíma og verkefnum,“ segir Líney. Ingibjörg tekur undir þetta og undirstrikar að mikilvægt sé að fólk sé meðvitað um nauðsyn þess að ná að hlaða batteríin reglulega. „Það virðist skipta miklu máli og skilja á milli þess hvort fólk er að fást við nokkuð eðlilega streitu eða er að sigla inn í kulnun. Þeir sem eru að lenda virkilega í kulnun eru þeir sem glíma við mikið álag í vinnu og heima við yfir lengri tíma og ná aldrei hvíld. En ef við náum að hlaða batteríin á milli þá getum við ráðið við streituna og nýtt okkur hana,“ segir Ingibjörg. „Við erum með margar góðar hugmyndir á velvirk.is um það hvernig við getum jafnað okkur eftir álag eins og t.d. náttúrukortið þar sem við bjóðum upp á 10 hugmyndir fyrir hvern mánuð ársins sem hægt er að nota til að styrkja heilsuna og halda góðu jafnvægi. Við reynum að hafa þetta á skiljanlegu máli, eitthvað sem allir geta lesið og tileinkað sér, svo við náum til sem flestra,“ segir María. Rannsaka brottfall af vinnumarkaði Auk v i tundarvakn ingar innar og vefsíðunnar þá er einn mikilvægasti hluti forvarnarverkefnisins umfangs- mikil rannsókn á ástæðum brottfalls af vinnumarkaði. Sérstakur rannsóknar- hópur var skipaður til verka sem saman- stendur af sérfræðingum frá VIRK, fulltrúum frá SA, VR, Vinnueftirlitinu og Embætti landlæknis. „Við sáum að það vantar íslenskar rannsóknir um það af hverju fólk fellur okkar þarf að huga að, til vinnustaðanna – stuðnings við fyrirtæki, stofnanir og stjórnendur og til samfélagsins í heild – umræðunnar og andans í samfélaginu. „Skemmtilegasti hlutinn af verkefninu er „Er brjálað að gera“ vitundarvakningin,“ segir Ingibjörg. „Við kölluðum góðan hóp fólks til hugarflugsfundar sumarið 2018 sem fór á flug og kom með hugmyndir um það hvernig sýna mætti ákveðin atriði eins og t.d. samskipti á vinnustað, áreitið í samfélaginu og mikilvægi jafnvægis á milli vinnu og einkalífs á gamansaman hátt,“ segir Ingibjörg. „Það komu mjög flottar hugmyndir út úr þessari vinnu sem hægt var að leggja á borðið þegar samstarfið hófst við auglýsingastofuna Hvíta húsið um verk- efnið,“ segir Líney. „Auglýsingarnar í vitundarvakningunni eru byggðar á þessum hugmyndum, þannig að þetta kemur beint úr grasrótinni.“ Platjólagjöfin 2018 Og herferðin hófst í byrjun desember á því að plata fólk? „Já, Hvíta húsið kom með snjalla hugmynd til að ýta aðeins við fólki og sambandi þess við snjallsímann, þetta samband sem við erum svo föst í og virkaði hún ótrúlega vel,“ segir Líney um Beacons auglýsingar sem auglýstu ímynduð gleraugu, sem hjálpuðu fólki að skoða símann t.d. á leiksýningu og í kirkjum, sem jólagjöfina 2018. „Það voru margir sem vildu forvitnast um gleraugun, smelltu á auglýsingarnar og vildu kaupa en mörgum fannst líka ekki í lagi að svona vara væri til, sem var mjög jákvætt,“ segir María. Allir þeir sem smelltu á Beacons auglýsingarnar voru leiddir inn á velvirk.is - sem fór í loftið 1. desember - þar sem við blasti afsökunarbeiðni vegna gabbsins en einnig ráð m.a. til að tileinka sér hófsamari snjallsímanotkun. Í kjölfarið hófst „Er brjálað að gera“ vitundarvakningin sem samanstendur af stuttum stiklum sem vakið hafa athygli og fallið hafa í góðan jarðveg. Mjög mikil vinna var lögð í stiklurnar svo þær myndu höfða til sem flestra, reynt var að fjalla um alvarleg mál í gegnum góðlátlegan spéspegil og vekja þannig fólk til umhugsunar. „Það var mikilvægt að gera þetta án þess að vera að predika yfir fólki og okkur finnst það hafa tekist,“ segir María. 43virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.