Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 45

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Side 45
 VIÐTAL glímdum við ekki við jafn mikið áreiti og í dag. Það er erfiðara í dag að kúpla sig frá þegar þú ert með allt í símanum þínum. Ég hef starfað sem stjórnandi í mörg ár en hef ekki sett upp vinnutölvupóstinn í símann minn og finnst að fólk ætti að hugsa sig vel um áður en það skref er tekið. Við verðum að hafa möguleika á að kúpla okkur frá vinnunni.“ Ýmsar góðar hugmyndir eru settar fram á velvirk.is um skynsamlega meðferð tölvupósta eins og t.d. að eyða tölvupóstum starfsmanna þegar þeir eru í orlofi, nema kannski helst þeim sem berast síðustu tvo daga orlofsins. Rannsóknir hafa sýnt fram á að jákvæð áhrif orlofsins, hvíldin, afslöppunin og endurnæringin, geti gufað upp jafnvel á fyrsta degi ef fullt tölvupósthólf auk bunka af verkefnum mætir starfsfólki þegar það kemur til baka. „Þessi hugmynd hugnast ekki öllum og auðvitað er mismunandi hvað hentar milli vinnustaða en við hjá VIRK ætlum að praktisera það sem við predikum og bjóða starfsfólki okkar að hafa þennan háttinn á AF KÖ ST VELLÍÐAN STREITA Svalur Jafnvægi milli krafna, úrræða og aðstæðna Mikil virkni og möguleiki á gæðum Áhugi Fagleg vinna Vinnugleði og tilfinning fyrir stjórn á aðstæðum Mikil orka Volgur Byrjar að finna fyrir álagi Gæðin minnka heldur Skýrleiki og yfirsýn minnkar lítillega Núningur í hópnum Streitueinkenni gera vart við sig; breytingar í matar- venjum, talar og gengur hraðar, pirringur. Logandi Stöðugt álag Finnur fyrir vangetu Sjálfsálit minnkar Slæm forgangsröðun og fleiri mistök Streitueinkenni; erfiðleikar með svefn, óþægindi í höfði og maga, minni orka, áhyggjur Bráðnaður Langvarandi álag Vangeta Slekkur elda Slæm líðan, dapurleiki Veikindafjarvera Alvarleg streitueinkenni; andlegt og líkamlegt niðurbrot Brunninn Ákaft og langvarandi álag Vitsmunaleg og tilfinningaleg flatneskja, kulnun Veruleg vangeta í starfi Langtímafjarvera vegna veikinda Streitustiginn kemur úr bókinni Stop stress – håndbog for ledere, eftir Malene Friis Andersen og Marie Kingston, Klim 2016. Upplýsingar um hann má einnig finna á www.velvirk.is. Við viljum algerlega forðast sjúkdóms- væðingu, erum ekki að hræða fólk á vefsíðunni með því hvað gæti gerst ef það er ekki að borða rétt eða hreyfa sig, heldur hvetja það til þess að taka þau skref sem það treystir sér til.“ í sumar, þ.e. að tölvupóstum sem berast þeim í sumarleyfinu verði eytt svo að jákvæð áhrif orlofsins nýtist þeim betur,“ segir Ingibjörg. Að sjálfsögðu fá þeir sem senda póst boð um að póstinum verði eytt og er vísað áfram á staðgengla svo að þjónusta skerðist á engan hátt. Aðspurðar sögðu þær stöllur að lokum að viðbrögð einstaklinga og stjórnenda hafi verið mjög góð og að mikill áhugi væri á frekari kynningu á forvarnarverkefninu. Þá sé kominn biðlisti fyrirtækja og stofnana sem vilja vera með í fyrsta hópnum í heilsueflandi vinnustöðum. Vefsíðan velvirk.is fer vaxandi jafnt og þétt að efni og lögð er áhersla á að bæði starfsmenn og stjórnendur á vinnustöðum geti fundið þar efni til að styðja við vellíðan á vinnustaðnum. 45virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.