Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 46

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 46
UPPLIFUN ÓRÉTTLÆTIS Á VINNUSTAÐ EIN ORSÖK ÓVINNUFÆRNI? RANNSÓKNIR HAFA SÝNT AÐ STARFSMENN SEM SKYNJA AÐ KOMIÐ SÉ FRAM VIÐ ÞÁ AF ÓRÉTTLÆTI Á VINNUSTAÐ (E. ORGANIZATIONAL INJUSTICE) ERU LÍKLEGRI EN AÐRIR TIL AÐ UPPLIFA ÁLAG AUK ÞESS SEM ANDLEG HEILSA ÞEIRRA MÆLIST VERR EN ÞEIRRA SEM SKYNJA RÉTTLÆTI Á VINNUSTAÐ SÍNUM 1,2. HELENA KONRÁÐSDÓTTIR atvinnulífstengill hjá VIRK Undanfarin ár hefur andleg heilsa, líðan starfsmanna og álag á vinnustöðum fengið aukna athygli. Annars vegar vegna þess hvaða áhrif líðan starfsmanna í starfi er talin hafa á andlega heilsu, en sýnt hefur verið fram á tengsl álags í starfi við aukið þunglyndi og kvíða. Þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á tengsl slæmrar líðanar í vinnu við líkamlegan heilsubrest3. Hin ástæðan fyrir auknum áhuga á andlegri heilsu og líðan starfsmanna á vinnustað er vegna hagkvæmnisjónarmiða. Kostnaðurinn við minni framlegð starfsmanna, fjarveru frá vinnumarkaði og vinnustað, auk starfsmannaveltu, hleypur á milljörðum ár hvert4. Staðan er sú að árlega hverfa margir Íslendingar af vinnumarkaði sökum heilsubrests tengdum álagi í starfi og þurfa að leita sér aðstoðar4,5. Ljóst er að halda þarf áfram að leita lausna til þess að sporna við brottfalli af vinnumarkaði og þar er hlutverk vinnuveitanda mikilvægt. 46 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.