Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 59

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 59
 VIÐTAL HEILSUHJÓL HEILBRIGÐARA LÍFS ÁRIÐ 1948 GAF ALÞJÓÐAHEILBRIGÐIS- STOFNUNIN ÚT AÐ HEILBRIGÐI VÆRI ÞAÐ AÐ NJÓTA FULLKOMLEGA LÍKAMLEGRAR, ANDLEGRAR OG FÉLAGSLEGRAR VELLÍÐAN EN EKKI EINUNGIS ÞAÐ AÐ VERA LAUS VIÐ SJÚKDÓMA OG HEILSUBREST (WHO, 1948). MACHTELD HUBER læknir og heimspekingur, Institute of Positive Health N ú er talið að þessi skilgreining á heilsu eigi tæpast lengur við þar sem mikill fjöldi einstaklinga í dag tekst á við langvinna sjúkdóma eins og t.d. háan blóðþrýsting og sykursýki. Að ná fullkominni vellíðan sé óraunhæft markmið sem geti valdi því að einstaklingur líti stöðugt á sig sem sjúkling og yfirfæri stjórnina á eigin lífi yfir á heilbrigðisstarfsmann, upplifi sig hjálparlausan. Með jákvæðri heilsunálgun er tekið annað sjónarhorn. Athygli er ekki beint að sjúkdóminum heldur á einstaklinginn sjálfan, styrkleika hans og hvað geri líf hans innihaldsríkt. Machteld Huber, hollenskur heimilislæknir og fræðimaður, setti fyrst fram hugtakið jákvæð heilsa. Í Hollandi fer áhugi fyrir nálgun jákvæðrar heilsu ört vaxandi, ekki bara inn á heilbrigðisstofnunum heldur einnig í skólum, á vinnustöðum, í félagslega kerfinu og í öðrum stofnunum. Þegar hefur ein sýsla í Hollandi, Limburgh, hafið innleiðingu á jákvæðri heilsu á öllu stigum þjóðfélagsins og er lokamarkmiðið að breyta því hvernig almenningur sem og heilbrigðisfólk nálgast heilbrigði, þ.e. með því að beina athyglinni að einstaklingnum en ekki eingöngu að sjúkdóminum. Jákvæð heilsa „Heilsa er getan til að aðlagast og stjórna ferðinni þegar við mætum líkamlegum, andlegum og félagslegum áskorunum í lífinu.” Machteld Huber 59virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.