Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 63

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 63
 VIRK JÓNÍNA WAAGFJÖRÐ sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK (fjárhagslegum, umhverfislegum, persónu-legum sem og menntun/þjálfun). Mikilvægt er að greina strax í upphafi hvaða stuðning vinnuveitendur telja sig þurfa, svo unnt sé að byggja upp traust á milli allra hagsmunaaðila í ferlinu. Þetta eykur möguleika á þátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnu- markaðinum. Styðjandi og hindrandi þættir atvinnuþátttöku Árið 2018 fékk VIRK gott tækifæri til að skoða afstöðu fyrirtækja sem skráð voru í upplýsingagrunn VIRK en skráning fyrirtækja hófst í tengslum við þróunarverkefnið „Aukin atvinnutenging í starfsendurhæfingu“. Það ár tók VIRK þátt í undirbúningi og útfærslu á rannsókn sem Velferðarráðuneytið stýrði, þar sem kanna átti styðjandi og hindrandi þætti fyrir atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu út frá sjónarmiðum atvinnurekenda (atvinnulífsins). Um var að ræða þversniðskönnun meðal íslenskra fyrirtækja sem framkvæmd var af Gallup dagana 20. júní–14. september 2018. Stærð úrtaksins var 1313 fyrirtæki en 205 af þeim komu úr upplýsingagrunni VIRK. Fyrirtæki tengd VIRK höfðu fengið kynningu á þróunarverkefninu „Aukin at- vinnutenging í starfsendurhæfingu“ og/eða á starfsemi VIRK, en um 100 þeirra höfðu skrifað undir sérstakan þátttökusamning í tengslum við þróunarverkefnið. Svarhlutfall í spurningakönnuninni var um 45% og var það svipað fyrir þau fyrirtæki sem komu úr upplýsingagrunni VIRK (44%). Stjórnendur/yfirmenn fyrirtækjanna fengu senda rafræna spurningakönnun og voru 64% af þátttakendunum úr einkageiranum, 26% voru opinberir aðilar og 10% voru frá sjálfseignarstofnunum/félagasamtökum. Niðurstöður könnunarinnar sýndu að 69% þeirra fyrirtækja sem tóku þátt í könnuninni höfðu verið með einn eða fleiri starfsmenn með skerta starfsgetu á vinnustaðnum á síðustu 5 árum. Til samanburðar má geta þess að 85% þeirra fyrirtækja sem voru úr upplýsingagrunni VIRK höfðu verið með slíka starfsmenn í vinnu yfir sama tíma. Algengasta ástæða þess að vinnustaðir höfðu ekki ráðið fólk með skerta starfsgetu til vinnu, þar sem enginn slíkur starfsmaður hafði starfað á síðustu 5 árum (31% svarenda), var að ekki væru hentug störf í boði innan vinnustaðarins. Einnig nefndu þátttakendur sem fyrirstöðu að starfsmenn þyrftu að geta gengið í öll störf og að of miklar líkamlegar eða andlegar og/eða hugrænar kröfur væru gerðar í þeim störfum sem unnin voru á vinnustaðnum. Aðrar ástæður sem fyrirtækin nefndu voru, til dæmis, að vinnuumhverfið væri of hættulegt, að ekki væri nægur tími eða geta til að þjálfa slíka starfsmenn og veita þeim nauðsynlegan stuðning, að húsnæðið hentaði ekki eða að vinnuferlar væru of ósveigjanlegir. Mynd 1 sýnir hvernig svörunin var þegar spurt var um reynslu fyrirtækjanna af því að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu á vinnustaðinn en hún var í flestum tilfellum mjög eða frekar góð. Einungis 4% sögðu reynsluna hafa verið frekar eða mjög slæma. Á mynd 2 má sjá hvað þau fyrirtæki sem höfðu góða reynslu af þessum ráðningum töldu vera helstu ástæðurnar fyrir því. Þess má geta að yfir helmingur þeirra nefndi að þessir starfsmenn væru góðir og vinnusamir starfsmenn sem stæðu sig vel í starfinu. Í flestum tilfellum eða hjá 88% fyrirtækja sem höfðu ráðið einstaklinga með skerta starfsgetu í vinnu, þá þurfti ekki að gera neina aðlögun eða breytingar á vinnu- staðnum sjálfum vegna ráðninganna. Mun algengara var að fyrirtæki höfðu þurft að breyta starfinu sjálfu eins og t.d. með því að auka leiðbeiningar um starfið (34%), gefa tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma (28%), lækka starfshlutfallið (23%), breyta starfsskyldum (23%), breyta verkstjórn (14%) og/eða fjölga stöðugildum (9%). Svarendur höfðu hér frjálsar hendur um fjölda svara. Þátttakendur voru einnig spurðir að því hvað þeir töldu að myndi hvetja þeirra vinnustað til að ráða fólk með skerta starfsgetu til vinnu. Þar var algengast að niðurgreiðsla launa væri talin mikilvægust í því efni. Á mynd 3 má sjá hvað annað var talið mikilvægt, en einungis 9% þeirra sem svöruðu töldu að ekkert sérstakt atriði myndi Mjög góð Frekar góð Bæði góð og slæm Frekar slæm Mjög slæm Reynsla af ráðningum starfsfólks með skerta starfsgetu Að hvaða leiti var reynslan góð? Mynd 1 Mynd 2 29% 28% 39% 3% 1% 56% 19% 11% 11% 9% 9% 7% 5% Góður starfsmaður / Vinnusamur / Duglegur / Samviskusamur / Stóð sig vel í starfi Góð áhrif á samstarfsfólk / vinnustaðinn Eykur fjölbreytileika Starfsmaður þakklátur / Líður vel að hafa vinnu Stundvís Geta veitt verkefni í samræmi við getu Veita einstaklingi tækifæri til að fara á vinnumarkað Gott fyrir samfélagið Annað 63virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.