Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 67

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Blaðsíða 67
 VIÐTAL er falin æ meiri ábyrgð og stendur vel undir henni. Hinn maðurinn er af erlendu bergi brotinn, hann starfar hér þrjá daga í viku og er einstaklega samviskusamur og kemur gangandi töluverðan veg til vinnu og mætir aldrei of seint – hvernig sem veðrið er.“ Eykur ábyrgðina smám saman Hafa fleiri komið hingað frá VIRK? „Já, fáeinir hafa komið hingað til okkar í starfsþjálfun en þessi vinna hentaði því fólki ekki svo ekki varð úr ráðningu. Það er nú einu sinni þannig í þessu lífi að stundum „smellur allt“ – og stundum ekki. Ég man að ég fann sjálfur þegar ég kom hingað til starfa að hér ætti ég heima og þannig líður mér enn. Ég er opinn fyrir því að leyfa ungu fólki að koma hingað og prófa hvort því líkar. Á það verður hins vegar að líta að það fellur ekki öllum það sama. Fólk hefur ólíkan bakgrunn og áhuga, það þarf því stundum að reyna sig á fleiri en einum stað til að finna rétta starfið fyrir viðkomandi.“ Í hverju felast þau störf sem þið bjóðið upp á? „Þetta er „lítil og sæt“ verksmiðjuvinna, framleiðsla og pökkun á Royal-búðingum, lyftidufti og kryddvöru. Þetta er ekki flókin vinna en ég hef haft að leiðarljósi að auka smám saman ábyrgðina, færa viðkomandi starfsmenn í meira krefjandi störf til að auka reynslu þeirra. Ég læt þá sannarlega gera ýmislegt annað en sitja við færiband og pakka. Það léttir á mér að þeir geti tekið við störfum sem ég sinni að jafnaði.“ Hvað vinna margir í þinni deild? „Við erum fjögur, helmingur starfsmanna er frá VIRK. Ég er stoltur af þessu,“ svarar Sigurður og brosir. „Sá sem byrjaði hér síðar er líka farinn að auka við sig ábyrgð. Hann var fremur fáskiptinn í upphafi og talaði ekki íslensku né ensku. Það olli mér í upphafi dálitlum kvíða sem reyndist algjörlega óþarfur. Þessi starfsmaður er núna á íslenskunámskeiði og er allur að koma til SIGURÐUR KRISTJÁNSSON verksmiðjustjóri hjá Lindsay félagslega. Það er gaman að sjá fólk „taka flugið“, fá meira sjálfstraust og finna sig æ betur í starfi.“ Hvernig hafa þeir komið sem fengið hafa að prófa sig í vinnu hér? „Það er hringt frá VIRK og við tökum á móti fólkinu og erum til í að leyfa fleirum að koma. Lindsay-fyrirtækið starfar í mörgum deildum og þeir sem byrja að vinna hér eiga möguleika á að færast á milli deilda.“ Gætir þess að störfin verði ekki of einhæf Þegar sá fyrsti kom frá VIRK lagðir þú þá niður fyrir þér hvernig þú ætlaðir að höndla stjórnunina? „Nei, hann bara mætti og ef satt skal segja þá hefur mér yfirleitt gengið vel að nýta allar hendur. Það er ekki flókið. Ég sá bara fyrir mér að þetta myndi þróast á hinn besta veg. Hér er heimilislegt umhverfi og ég legg áherslu á að koma eins fram við alla. Við vinnum saman, látum þetta fljóta og skiptumst gjarnan á til að störfin verði ekki of einhæf. Það er líka mikilvægt til að geta skipt um stóla og vinnustöðu. Ég legg áherslu á hafa sem mest jafnræði. Það viðhorf þarf að minni hyggju að vera fyrir hendi í stjórnun. Reynslan hefur kennt mér að það virkar best. Helst að sem flestir geti gegnt sem margvíslegustu störfum. Þá er enginn ómissandi og vinnuandinn verður hlýr.“ Er öðruvísi að fá fólk til starfa úr starfsendurhæfingu en þá sem koma til dæmis eftir auglýsingu? „Það þarf ekki að koma neitt öðruvísi fram við þá sem koma frá VIRK en aðra. Þeir eru ekki settir „í bómull“ og eru hreint ekki látnir finna að þeir séu á einhvern hátt öðruvísi en aðrir. Ég tel það mikilvægt til að bæta sjálfsmynd þeirra og viðhalda góðum anda á vinnustaðnum. Mér er tæknilega sama hvaðan fólk kemur ef það hefur áhuga á að vinna og standa sína pligt. Hér erum við sveigjanleg, ef fólk þarf að skreppa þá er það í lagi, ef mikið er að gera er hins vegar mikilvægt að starfsfólk sé tilbúið til að leggja þá á sig aukalega í staðinn. Oft er mikið að gera fyrir bolludaginn, þá er gríðarlega mikil sala í Royal-búðingum.“ Hvað má segja um félagslífið í fyrirtækinu? „Það er eins og gengur og gerist, árshátíð og eitthvað gert saman af og til. Ég hef ekki orðið var við að neitt sé öðruvísi hjá þessum starfsmönnum sem komið hafa frá VIRK en öðrum. Ég hef gefið þeim góð ummæli og hef ekki orðið var við að komið sé fram við þessa starfsmenn mína á annan veg en aðra hjá fyrirtækinu. Mér hefur fundist afskaplega gaman að fylgjast með þessum ungu mönnum finna sig í lífi og starfi, það er beinlínis gott fyrir sálina og hjartað að sjá hvað þeir hafa staðið sig vel.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Mér hefur fundist afskaplega gaman að fylgjast með þessum ungu mönnum finna sig í lífi og starfi, það er beinlínis gott fyrir sálina og hjartað að sjá hvað þeir hafa staðið sig vel.“ 67virk.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.