Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 71

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 71
 VIÐTAL Hún er frá Akureyri, fædd 1968 og lauk B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1993. Hún hefur starfað á Akureyri nánast frá námslokum. „Ég fór norður sama ár og ég lauk prófi og fljótlega fór ég að vinna með fólki sem glímir við langvinna verki og vefjagigt. Núna er ég með eigin stofu ásamt fleirum en hef starfað á nokkrum stöðum sem sjúkraþjálfari. Í gegnum árin hef ég lagt mig eftir því að fræðast og læra meira á þessu sviði.“ Hver eru helstu vandamál þeirra sem til þín leita frá VIRK? „Ráðgjafarnir senda til mín fólk sem hefur greinst með vefjagigt en á bak við þá greiningu er oft mjög flókinn vandi sem bæði er af líkamlegum og andlegum toga. Það sem ég sé í mjög vaxandi mæli á síðustu árum er að fólk er búið að vera undir miklu álagi í langan tíma. Ég tel að streita í ýmsu formi sé einn aðal sökudólgurinn hvað þetta ástand varðar. Mér finnst stundum eins og að fólk sé búið að „týna sjálfu sér“, ef svo má segja.“ Er fólkið sem kemur frá VIRK til þín sem meðferðaraðila tilbúið til að hlíta fyrirmælum þínum? „Oftast er það svo. Það er mikilvægt að viðurkenna vandann, gangast við honum, hvorki afneita honum eða berjast gegn honum. Það þýðir alls ekki að viðkomandi sé að sætta sig við ástandið heldur að horfast í augu við vandann. Þá er hægt að spyrja sig; hvað er hægt að gera í málinu? Það er svo margt hægt að gera. Endurhæfing er vinna, batinn kemur ekki af sjálfu sér.“ Anna ekki eftirspurn Hafa orðið miklar breytingar á verkferlum hjá VIRK sem varða þig sem meðferðaraðila? „Af því að ég hef verið þetta lánsöm að geta fókuserað á frekar sérhæft vandamál sem þó er stórt, þ.e. vefjagigtina, þá hef ég EYDÍS VALGARÐSDÓTTIR sjúkraþjálfari sett saman fræðslunámskeið um vefjagigt og bata- og hóptíma þar sem ég kenni líkamsvitund og sjálfsmeðferð við verkjum. Auk þess sem við á Sjúkraþjálfun Akureyrar erum með endurhæfingarhópa – sem eru miserfiðir eftir getu fólks. Þetta var ekki svona í upphafi samstarfs míns og VIRK heldur hefur það þróast með árunum.“ Hefur fjölgað fólki sem kemur til þín fyrir tilstilli VIRK? „Satt að segja þá anna ég ekki eftirspurn. Ég starfa ekki bara fyrir VIRK heldur er ég með „Jón og Gunnu“ í meðferð, ef svo má segja. Þetta stafar af aukinni greiðslu- þátttöku Sjúkratrygginga Íslands sem gerir almenningi frekar kleift að leita sér hjálpar hjá sjúkraþjálfurum en leyfði sér það e.t.v. ekki áður.“ Of lítið af hlutastörfum í boði Hvernig gengur að koma fólki sem glímir við vefjagigt til heilsu á ný? „Þetta er langtímaferli og fólk með vefja- gigt hefur í langflestum tilvikum skerta vinnugetu. Þar liggur stór vandi að mínu mati. Það er alltof lítið af hlutastörfum í boði. Margir vinnuveitendur bjóða ekki uppá þann möguleika að vinna hlutastörf og er það miður. Ég sé svo oft hve mikil bót það gæti verið að fólk hefði tækifæri til að vinna hlutastarf í stað þess að vera alfarið á örorkubótum. Kerfinu þarf að breyta. Þetta er vandi sem VIRK stendur frammi fyrir að mínu mati þegar kemur að því að útskrifa fólk. Sumir sem útskrifast eru færir um að vinna hluta úr degi en alls ekki fulla vinnu. Það getur verið niðurdrepandi að vakna dag eftir dag og hafa ekki neinu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. Slíkt getur ýtt undir einangrun og andlega vanlíðan.“ Þú nefndir að fólk með vefjagigt sé oft undir of miklu álagi. Hvaða hópar eru það helst? „Konur eru í meirihluta sem leita til mín. Oft er um að ræða ungar konur með (ung) börn, ýmist einstæðar eða í sambúð. Stundum eru börnin jafnvel að glíma við vanda eða veikindi. Slíku fylgir álag. Samfélagið okkar er þannig nú að það þarf í flestum tilvikum tvær fyrirvinnur til að komast bærilega af, þannig eru kröfurnar sem við gerum að minnsta kosti. Ef álagið er of mikið til langs tíma þá kiknar fólk. Mín ósk er að við sláum aðeins af kröfunum og leitum að jafnvægi í lífinu. Spyrjum okkur hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Eins óska ég þess að það þyki sjálfsagt að annað foreldrið vinni ekki fullt starf meðan börn eru ung. Það væri vel gerlegt í okkar samfélagi ef rétt væri að staðið. Það er líka vinna að ala upp börn og sjá um heimili.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Þá er hægt að spyrja sig; hvað er hægt að gera í málinu? Það er svo margt hægt að gera. Endur- hæfing er vinna, batinn kemur ekki af sjálfu sér.“ Hvers vegna þurfa svona margir að leita til sjúkraþjálfara? Fólk kemur til sjúkraþjálfara af ýmsum ástæðum. Það getur verið vegna sjúkdóma, fötlunar, slysa og álagseinkanna. „Því miður er það svo að við fáum enga handbók í vöggugjöf um hvernig við eigum að hugsa um stoðkerfið okkar. Það þarf nefnilega að hugsa um líkamlegt og andlegt heilbrigði og eftir því sem við eldumst þá þurfum við að hafa meira fyrir því að líða vel í kroppnum. Regluleg hreyfing skiptir gríðarlega miklu máli í þessu samhengi. Svo og góður, endur- nærandi svefn, hollt matarræði og andlegt jafnvægi. Ég vil kalla þetta sjálfsrækt. Að við gleymum því ekki að við fáum bara þennan eina líkama og við þurfum að hugsa vel um hann út allt lífið.“ 71virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.