Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 74

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Page 74
GUÐRÚN RAKEL EIRÍKSDÓTTIR sálfræðingur og sérfræðingur hjá VIRK VÆGUR HEILASKAÐI HEILAHRISTINGSHEILKENNI OG ENDURKOMA Á VINNUMARKAÐ Vægur heilaskaði og heilahristingsheilkenni Vægir höfuðáverkar (mild head injuries) eru fremur algengir hjá börnum og fullorðnum. Langflestir jafna sig að fullu innan nokkurra daga eða vikna á meðan aðrir glíma við langtímaafleiðingar í vikur, mánuði eða ár eftir atburðinn1. Þegar höfuðáverki leiðir til heilaskaða er hægt að nota heitið vægur heilaskaði (mild traumatic brain injury; mTBI). Viðmið fyrir vægan heilaskaða eru meðal annars minnisleysi í kringum atburðinn (0-24 klst) og meðvitundarleysi í allt að 30 mínútur. Breytingar í heila sjást ekki endilega með myndrannsókn2. Algengt er að fólk fái höfuðverk, flökurleika og svima strax í kjölfar höfuðáverkans. Breyting á meðvitundarástandi getur einnig orðið og fólki finnst það vera ruglað og jafnvel óáttað. Þegar einkenni verða langvarandi er mögulega um heilahristingsheilkenni (post-concussion symptoms; PCS) að ræða. Samansafn 74 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.