Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 76

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Síða 76
endurhæfingu. Með því er hægt að setja raunhæf markmið varðandi endurkomu til vinnu eða náms. Rannsóknir á endurkomu til vinnu í kjölfar heilaskaða hafa skilgreint stöðu á vinnumarkaði með misjöfnum hætti. Sumar þeirra flokka ólaunaða vinnu og atvinnu með stuðningi sem árangursríka endurkomu á vinnumarkað á meðan aðrar skoða eingöngu þá sem komast í fullt starf á almennum vinnumarkaði8. Nýleg rannsókn Sawamura o.fl. beindist að gagnsemi taugasálfræðilegra prófa varðandi stöðu á vinnumarkaði í kjölfar heilaskaða7. Þátttakendur voru prófaðir og þremur mánuð-um eftir taugasálfræðilegt mat var staða á vinnumarkaði athuguð. Þeim var skipt í hópa eftir því hvort þeir hefðu komist í starf á almennum vinnumarkaði án stuðnings, í atvinnu með stuðningi eða væru enn atvinnu- lausir. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að marktækur munur væri á hópunum með tilliti til frammistöðu á taugasálfræðilegum prófum. Þetta þýðir að þeir sem komust aftur á vinnumarkað án stuðnings stóðu sig betur á ýmsum prófum sem meta vitræna getu. Einnig var marktækur munur á vitrænni getu hjá þeim sem komust í vinnu með stuðningi og þeim sem voru utan vinnumarkaðar. Þeir vitrænu þættir sem reyndust mikilvægastir í þessu samhengi voru minni, athygli og stýrifærni (executive function). Frammistaða á greindarprófi hefur í sumum rannsóknum spáð fyrir um endurkomu til vinnu en í þessari rannsókn reyndist sá þáttur ekki hafa forspárgildi. Einnig spáði alvarleiki heilaskaðans ekki fyrir um stöðu á vinnumarkaði7. Rannsóknin benti því til þess að heildar- frammistaða í taugasálfræðilegu mati spái ekki fyrir um stöðu á vinnumarkaði eftir 3 mánuði heldur afmarkaðir þættir vitrænnar getu. Taugasálfræðilegt mat getur verið mikilvægt þegar kemur að því að hjálpa einstaklingum að aðlagast vinnumarkaði á ný og gera raunhæfar væntingar varðandi ýmsa atvinnumöguleika. Ekki má gleyma að skert vitræn færni getur haft aðrar alvarlegar afleiðingar í för með sér. Einstaklingar eiga oft erfiðara með félagsleg samskipti og finna fyrir vanmætti sínum sem getur dregið úr félagslegri virkni. Vegna skertrar vinnugetu verða lífsgæði minni og oft koma upp erfiðleikar í samböndum. Stuðningur og fræðsla um einkenni PCS, bæði fyrir aðstandendur og einstaklinginn sjálfan, geta skipt sköpum varðandi líðan og fram- tíðarhorfur. Endurkoma á vinnumarkað Þar sem vitræn einkenni geta haft veruleg áhrif á starfsgetu einstaklinga hafa margir rannsakendur athugað hversu langan tíma það taki að komast aftur til vinnu. Í yfirgripsmikilli rannsókn (meta-analysis) Bloom o.fl. var farið yfir tæplega 1000 rannsóknir á vægum heilaskaða og/eða PCS með tilliti til endurkomu til vinnu5. Fram hætti (gradual return to work) jókst eftir því sem lengri tími leið. Um tveimur vikum eftir greiningu fór rétt undir 50% einstaklinga á vinnumarkað með stigvaxandi hætti en við 6 mánuði fóru næstum allir á vinnumarkað með þeim hætti. Heilahristingsheilkenni, mikil þreyta, þung- lyndi, höfuðverkur, meiðsli og heilablæðing eða heilamar voru þættir sem virtust spá fyrir um fjarveru af vinnumarkaði eftir 12 mánuði. Aðrir þættir sem ekki tengjast höfuðáverkanum með beinum hætti virðast einnig skipta máli. Nokkrar rannsóknir komust að því að hærra menntunarstig spáði fyrir um farsæla endurkomu til vinnu eftir 6 mánuði. Fjöldi veikindadaga á árinu fyrir skað- ann, sálræn streita og minnkuð virkni almennt virtist einnig hafa forspárgildi þegar kom að fjarveru af vinnumarkaði 12 mánuðum eftir mTBI. Hlutverk starfs- endurhæfingar Eins og fram hefur komið leiðir vægur heilaskaði stundum til heilahristingsheilkennis sem getur haft veruleg áhrif á vinnu- getu til langs tíma. Mikilvægi þess að koma einstaklingum aftur til vinnu snýst ekki ein- göngu um að auka lífsgæði og velferð þessa hóps og aðstandenda þeirra, heldur er mikill fjárhagslegur ávinningur fyrir samfélagið í heild. Óbeinn kostnaður skertrar starfsgetu, þ.m.t. örorkubætur, vegna ákomins heilaskaða var um 20 milljarðar evra árið 2010 í Evrópu. Beinn kostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu, var töluvert lægri eða sem nemur um 14 milljörðum evra10. Það er því til mikils að vinna. Þörf er á snemmtæku inngripi og kort- lagningu á vanda hvers og eins. Þannig er hægt að veita viðeigandi endurhæfingu og aðstoða þennan hóp við að komast aftur á vinnumarkað með farsælum hætti. Þó svo að fólk hafi ekki möguleika á endurkomu í fyrra starf þá er hægt að meta bæði styrk – og veikleika í kjölfar skaðans og með þeim hætti finna starf sem hentar getu hvers og eins. Hlutverk starfsendurhæfingar fyrir ein- staklinga með vægan heilaskaða og heila- hristingsheilkenni getur verið flókið vegna einstaklingsbundinna einkenna, kemur í rannsókninni að af öllum þeim sem leita til bráðamóttöku í Englandi og Wales í kjölfar höfuðáverka má greina allt að 90% með vægan heilaskaða. Af þeim hópi eru um 15% sem upplifa langvarandi einkenni og skerta virkni9. Markmið rannsóknar Bloom o.fl. var að komast að því hversu langan tíma það tekur einstaklinga með vægan heilaskaða að komast aftur á vinnumarkað. Af þessum 1000 rannsóknum sem fundust voru ekki nema 14 rannsóknir sem stóðust ströng útilokunarviðmið (exclusion criteria). Helstu niðurstöður voru þær að einum mánuði eftir höfuðáverkann, sem leiddi til vægs heilaskaða, var um helmingur sjúklinga í vinnu og að 6 mánuðum liðnum var hlutfallið komið í 80%. Í þessum rannsóknum var meðaltímalengd í dögum breytileg, eða frá 25 til 93 dögum að meðaltali. Hlutfall þeirra sem fóru á vinnumarkað með stigvaxandi 76 virk.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.