Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 77

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2019, Qupperneq 77
 VIRK samslætti við geðraskanir auk líkamlegra einkenna og verkja. Rannsóknir á árangri starfsendurhæfingar í kjölfar vægs heila- skaða eru af skornum skammti. Mælikvarði árangurs í flestum þessara rannsókna er endurkoma á vinnumarkað en þegar fólk þjáist enn af einkennum heilahristingsheilkennis getur endurkoma í fyrra starf í raun verið óraunhæf og leitt til mikillar streitu. Útkoman verður því minni framleiðni í vinnu (work productivity) og sú upplifun einstaklinga að finnast þeir ekki vera að standa sig sem getur leitt til niðurrifshugsana og vanlíðunar. Það má því segja að máli skipti að endurkoma á vinnumarkað sé farsæl og að einstaklingur ráði vel við starf sitt. Dönsk rannsókn sem birt var fyrr á þessu ári kannaði mikilvægi þverfaglegrar og heildrænnar starsendurhæfingar fyrir einstaklinga greinda með vægan heila- skaða11. Sett var upp afar nákvæm og einstaklingsmiðuð starfsendurhæfingar- áætlun í upphafi sem byggði á þekkingu og reynslu fagfólks sem að rannsókninni kom. Einnig var stöðugt mat á framgangi starfsendurhæfingarinnar og gerðar athuganir á því hvernig þátttakendur svöruðu meðferð. Allar áherslur í starfs- endurhæfingarferlinu miðuðu að því að auka starfsgetu einstaklingsins. Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að staða þátttakenda á vinnu- markaði var marktækt betri að lokinni starfsendurhæfingu og 97% þátttakenda komust aftur í vinnu. Tímalengd frá höfuð- áverka og kyn þátttakenda virtist svo spá fyrir um aukningu í fjölda vinnustunda á viku á meðan á meðferð stóð. Nánar tiltekið, styttri tímalengd frá slysi og að vera karlkyns þátttakandi spáði fyrir um aukna starfsgetu á tímabilinu. Lokaorð Mikilvægt er að það komist til skila að langflestir sem fá vægan heilaskaða eða heilahristing jafna sig á nokkrum dögum eða vikum. Ákveðinn hluti virðist þó sitja uppi með langvarandi einkenni og uppfyllir greiningarskilmerki fyrir heila- hristingsheilkenni. Vitræn skerðing, auk fleiri einkenna, getur verið afar hamlandi og truflað getu til að stunda vinnu eða nám. Auk þess getur vitræn skerðing truflað árangur í öðrum meðferðum. Dæmi um það er hugræn atferlismeðferð (HAM) en sumir einstaklingar með heilaskaða geta átt í erfiðleikum með að nýta sér þá meðferð sökum sinnar skerðingar. Rannsóknir benda almennt til þess að snemmtækt inngrip, kortlagning á viðvarandi ein- kennum, fræðsla og einstaklingsmiðuð starfsendurhæfing geti skipt sköpum þegar kemur að farsælli endurkomu á vinnu- markað. Heimildir 1. Williams, W.H., Potter, S. & Ryland, H. Mild traumatic brain injury and Postconcussion Syndrome: a neuro- psychological perspective. J Neurol Neurosurg Psychiatry 2010;81:1116- 1122. 2. Lyon, E.B., Svendsen, H.A. & Riis, J.Ø. Let hovedtraume; Hjernerystelse og post- commitionelt syndrom. In: Gade, A., Gerlach, C., Starrfelt, R. & Pedersen, P.M., ed. Klinisk neuropsykologi. København K: Frydenlund; 2009: 266-278. 3. King, N.S. & Kirwilliam, S. Permanent postconcussion symptoms after mild head injury. Brain Inj. 2011; 25, 462-470. 4. Skandsen, T., Einarsen, C.E., Norm- ann, I. et al. The epidemiology of mild traumatic brain injury: the Trondheim MTBI follow-up study. Scand J Trauma Resusc Emerg Med. 2018; 26 (34), 462-470. 5. Bloom, B., Thomas, S., Ahrensberg, J.M., et al. A systematic review and meta-analysis of return to work after mild Traumatic brain injury. Brain Inj. 32(13-14), 1623-1636. 6. Mani, K., Bryan, C. & Akshay, H. Cognition and return to work after mild/ moderate traumatic brain injury: A systematic review. Work 2017; 58(1), 51-62. 7. Sawamura, D., Ikoma, K., Ogawa, K. & Sakai, S. Clinical utility of neuro- psychological tests for employment outcomes in persons with cognitive impairment after moderate to severe traumatic brain injury. Brain Inj. 2018, 32, 1670-1677. 8. Shames, J.,Treger, I., Ring, H. & Giaquinto, S. Return to work following traumatic brain injury: trends and challenges. Disabil. Rehabil. 2007; 29(17), 1387-1395. 9. Iverson, G.L. Outcome from mild trau- matic brain injury. Curr Opin Psychiatry 2005, 18(3), 301-317. 10. Olesen, J., Gustavsson, A., Svensson, M. et al. The economic cost of brain disorders in Europe. European Journal of Neurology 2012, 19, 155–162. 11. Dornoville de la Cour, F.H., Rasmussen, M.A., Foged, E.M., Jensen, L.S. & Schow, T. Vocational Rehabilitation in Mild Traumatic Brain Injury: Supporting return to Work and Daily Life Functioning. Front. Neurol. 2019, 10:103, 1-10. Á vef Landspítala - www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/fraedsluefni/heilaaverki-upplysingarit/ og á fræðslusíðu KSÍ - www.ksi.is/fraedsla/heilbrigdismal/heilahristingur/ - má finna upplýsingar um vægan heilaskaða. Rannsóknir benda almennt til þess að snemmtækt inngrip, kortlagning á viðvarandi einkennum, fræðsla og einstaklings- miðuð starfsendurhæfing geti skipt sköpum þegar kemur að farsælli endur- komu á vinnumarkað.“ 77virk.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.