Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 4

Ársrit um starfsendurhæfingu - 2018, Side 4
ÞÓRUNN SVEINBJARNARDÓTTIR formaður stjórnar VIRK TÍU ÁRUM EFTIR STOFNUN VIRK STARFSENDUR- HÆFINGARSJÓÐS ER EKKERT LÁT Á SPURN EFTIR ÞJÓNUSTU HANS. ÞETTA ER UMHUGSUNAR- EFNI OKKAR SEM SETIÐ HÖFUM Í STJÓRN SJÓÐSINS OG FYLGST MEÐ ÞRÓUN HANS OG VEXTI. ÁLAG, STREITA KULNUN OG KYN S vo vill til að VIRK var stofnað árið sem íslenska bankakerfið hrundi en í kjölfar hrunsins fylgdi djúp kreppa sem reyndi mjög á landsmenn, atvinnulífið og velferðarkerfið. Hrikalega háar atvinnuleysistölur ásamt miklum fjárhagslegum erfiðleikum fjölskyldna og fyrirtækja urðu brýnasta úrlausnarefnið, ásamt því að reisa úr rústum fjármála- og efnahagskerfi þjóðarinnar. Fyrir u.þ.b. fimm árum tók landið að rísa eins og lesa má úr hagvísum efnahagslífsins. Tveir þriðju hlutar þeirra sem leita til VIRK eru konur og mikil aukning hefur verið í hópi háskólamenntaðra kvenna á liðnum árum. Þessar staðreyndir segja okkur sögu af vinnumarkaði þar sem álag á konum er óhóflegt og þær í áhættu vegna streitu og kulnunar. En þessar staðreyndir segja okkur ekki síður sögu af stöðu kvenna í samfélaginu. Við verðum því að spyrja okkur hvað valdi og kryfja ástæður þess til mergjar. Það gerir VIRK m.a. með því að styðja fjárhagslega við rannsóknir á aðstæðum fólks á vinnumarkaði og með því að kafa dýpra í tölfræði, t.d. í samstarfi við Tryggingastofnun ríkisins. 4 virk.is

x

Ársrit um starfsendurhæfingu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit um starfsendurhæfingu
https://timarit.is/publication/1412

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.